Fangavarðaskólinn í fjarnámi – 26 nemendur í skólanum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. febrúar 2022 14:06 Tuttugu og sex nemendur eru nú í Fangavarðaskólanum. Námið fer fram í fjarnámi, auk einnar viku í staðarlotu í verklegum æfingum í samstarfi við þjálfara Lögregluskólans.Í dag eru um 135 fangaverðir starfandi í fangelsum landsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Tuttugu og sex nemendur eru nú í Fangavarðaskólanum þar sem um þriðjungur þeirra eru konur. Námið fer fram í fjarnámi, auk einnar viku í staðarlotu í verklegum æfingum í samstarfi við þjálfara Lögregluskólans. Fangavörður segir starfið glettilega skemmtilegt og gefandi. Fangavarðaskólinn er í dag eingöngu rekinn sem fjarnámsskóli. Vegna þess hve fangavarðastéttin er fámenn er ekki haldinn skóli á hverju ári, heldur eftir þörfum. Vegna skorts á fangavörðum er skólinn starfræktur um þessar mundir með 26 nemendum en námið hófst 8. nóvember síðastliðinn og stendur til 25. maí í vor. Í skólanum eru eingöngu fangaverðir sem þegar eru í starfi en hafa ekki full réttindi fangavarða. Um 30 prósent af núverandi nemendum eru konur, sem samsvarar hlutfallinu, sem er meðal starfsmanna í fangelsum landsins. En fangavarðastarfið, er það skemmtilegt starf? Garðar Svansson, fangavörður á Kvíabryggju er trúnaðarmaður Fangavarðafélags Íslands. „Já, það er nefnilega glettilega skemmtilegt að það er mjög gefandi að sjá þegar við getum sent frá okkur einstaklinga, sem hafa bætt sig og eru jafnvel orðnir fjölskyldumenn í dag, sem voru á mjög slæmum stað þegar þeir komu inn í fangelsin. Okkur þykir mjög vænt um það að sjá það að við erum að skila frá okkur góðri afurð, það má segja það þannig,“ segir Garðar. Eingöngu eru í skólanum fangaverðir sem þegar eru í starfi en hafa ekki full réttindi fangavarða. Full starfsréttindi hljóta starfsmenn að lokinni útskrift frá skólanum. Núna eru 26 fangavarðarnemar við nám.Aðsend Garðar segir störf fangavarða mjög fjölbreytt. „Það er það, mjög skemmtilegt og gefandi, ég er að segja satt. Þú getur talað við hvaða fangavörð sem er því á öllum starfseiningum fangelsiskerfisins er góður starfsandi.“ Helstu greinar sem kenndar eru við Fangavarðaskólann eru: Skýrslugerð og öryggismál; Afbrotafræði; Lögfræði; Fangelsisfræði og siðræn málefni; Sálfræði og félagsráðgjöf; Tölvukerfi og skráningar. Auk áðurnefndra verklegra æfinga sem snúa að tökum, handjárnaæfingum, þvingunarbúnaði og öðru sem stundum þarf að grípa til í samskiptum við erfiða einstaklinga.Guðmundur Gíslason er skólastjóri Fangavarðaskólans.Magnús Hlynur Hreiðarsson Garðar Svansson, fangavörður og trúnaðarmaður Fangavarðafélags Íslands, sem mælir 100 prósent með starfi fangavarða, enda sé það skemmtilegt og gefandi starf.Aðsend Fangelsismál Skóla - og menntamál Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Sjá meira
Fangavarðaskólinn er í dag eingöngu rekinn sem fjarnámsskóli. Vegna þess hve fangavarðastéttin er fámenn er ekki haldinn skóli á hverju ári, heldur eftir þörfum. Vegna skorts á fangavörðum er skólinn starfræktur um þessar mundir með 26 nemendum en námið hófst 8. nóvember síðastliðinn og stendur til 25. maí í vor. Í skólanum eru eingöngu fangaverðir sem þegar eru í starfi en hafa ekki full réttindi fangavarða. Um 30 prósent af núverandi nemendum eru konur, sem samsvarar hlutfallinu, sem er meðal starfsmanna í fangelsum landsins. En fangavarðastarfið, er það skemmtilegt starf? Garðar Svansson, fangavörður á Kvíabryggju er trúnaðarmaður Fangavarðafélags Íslands. „Já, það er nefnilega glettilega skemmtilegt að það er mjög gefandi að sjá þegar við getum sent frá okkur einstaklinga, sem hafa bætt sig og eru jafnvel orðnir fjölskyldumenn í dag, sem voru á mjög slæmum stað þegar þeir komu inn í fangelsin. Okkur þykir mjög vænt um það að sjá það að við erum að skila frá okkur góðri afurð, það má segja það þannig,“ segir Garðar. Eingöngu eru í skólanum fangaverðir sem þegar eru í starfi en hafa ekki full réttindi fangavarða. Full starfsréttindi hljóta starfsmenn að lokinni útskrift frá skólanum. Núna eru 26 fangavarðarnemar við nám.Aðsend Garðar segir störf fangavarða mjög fjölbreytt. „Það er það, mjög skemmtilegt og gefandi, ég er að segja satt. Þú getur talað við hvaða fangavörð sem er því á öllum starfseiningum fangelsiskerfisins er góður starfsandi.“ Helstu greinar sem kenndar eru við Fangavarðaskólann eru: Skýrslugerð og öryggismál; Afbrotafræði; Lögfræði; Fangelsisfræði og siðræn málefni; Sálfræði og félagsráðgjöf; Tölvukerfi og skráningar. Auk áðurnefndra verklegra æfinga sem snúa að tökum, handjárnaæfingum, þvingunarbúnaði og öðru sem stundum þarf að grípa til í samskiptum við erfiða einstaklinga.Guðmundur Gíslason er skólastjóri Fangavarðaskólans.Magnús Hlynur Hreiðarsson Garðar Svansson, fangavörður og trúnaðarmaður Fangavarðafélags Íslands, sem mælir 100 prósent með starfi fangavarða, enda sé það skemmtilegt og gefandi starf.Aðsend
Fangelsismál Skóla - og menntamál Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Sjá meira