Emil aftur í fótbolta eftir hjartastoppið Sindri Sverrisson skrifar 14. febrúar 2022 09:01 Emil Pálsson á fyrstu æfingunni eftir hjartastoppið í byrjun nóvember. Hann æfði með Sarpsborg á Spáni í gær. sarpsborg08.no Þremur mánuðum eftir að hafa verið lífgaður við á knattspyrnuvellinum, þar sem hjarta hans stöðvaðist í hátt í fjórar mínútur, er Emil Pálsson farinn að geta æft fótbolta að nýju. Norska félagið Sarpsborg, sem Emil er á mála hjá, birti myndskeið af Emil í gær þar sem hann tók þátt í æfingu á Spáni en liðið undirbýr sig þar fyrir komandi keppnistímabil. Emil kvaðst svo sannarlega glaður yfir að komast aftur á æfingu, og geta hitt félaga sína. Ekte glede når Emil Pálsson har sine første touch på ball siden hjertestansen. Pálsson er på plass i Spania med resten av Sarpsborg 0&-laget. pic.twitter.com/f60beUEPcr— Sarpsborg 08 (@Sarpsborg08) February 13, 2022 Það var 1. nóvember síðastliðinn sem Emil hné niður í leik með Sogndal í norsku 1. deildinni, en Emil var að láni hjá Sogndal seinni hluta síðustu leiktíðar. „Mér er sagt að hjartað mitt hafi verið stopp í kannski þrjár og hálfa mínútu (eftir að endurlífgunartilraunir hófust) svo það má segja að ég hafi verið dáinn í fjórar mínútur,“ sagði Emil þegar hann ræddi við fjölmiðla í fyrsta sinn eftir hjartastoppið. Í viðtölum í kjölfarið sagðist hann ekkert vita um framhaldið hjá sér í fótboltanum og taldi jafnvel lítinn möguleika á að hann héldi knattspyrnuferlinum áfram. Svipmyndirnar frá æfingu Sarpsborg í gær gefa hins vegar til kynna að þessi 28 ára gamli Ísfirðingur sé á réttri leið, líkt og Daninn Christian Eriksen sem er mættur í ensku úrvalsdeildina hjá Brentford eftir hjartastopp á EM í fyrrasumar. Sarpsborg á fyrir höndum nokkra æfingaleiki á Spáni en byrjar svo leiktíðina á bikarleik gegn Asane 13. mars. Fyrsti leikur liðsins í norsku úrvalsdeildinni á komandi leiktíð er gegn Viking 3. apríl. Norski boltinn Fótbolti Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Norska félagið Sarpsborg, sem Emil er á mála hjá, birti myndskeið af Emil í gær þar sem hann tók þátt í æfingu á Spáni en liðið undirbýr sig þar fyrir komandi keppnistímabil. Emil kvaðst svo sannarlega glaður yfir að komast aftur á æfingu, og geta hitt félaga sína. Ekte glede når Emil Pálsson har sine første touch på ball siden hjertestansen. Pálsson er på plass i Spania med resten av Sarpsborg 0&-laget. pic.twitter.com/f60beUEPcr— Sarpsborg 08 (@Sarpsborg08) February 13, 2022 Það var 1. nóvember síðastliðinn sem Emil hné niður í leik með Sogndal í norsku 1. deildinni, en Emil var að láni hjá Sogndal seinni hluta síðustu leiktíðar. „Mér er sagt að hjartað mitt hafi verið stopp í kannski þrjár og hálfa mínútu (eftir að endurlífgunartilraunir hófust) svo það má segja að ég hafi verið dáinn í fjórar mínútur,“ sagði Emil þegar hann ræddi við fjölmiðla í fyrsta sinn eftir hjartastoppið. Í viðtölum í kjölfarið sagðist hann ekkert vita um framhaldið hjá sér í fótboltanum og taldi jafnvel lítinn möguleika á að hann héldi knattspyrnuferlinum áfram. Svipmyndirnar frá æfingu Sarpsborg í gær gefa hins vegar til kynna að þessi 28 ára gamli Ísfirðingur sé á réttri leið, líkt og Daninn Christian Eriksen sem er mættur í ensku úrvalsdeildina hjá Brentford eftir hjartastopp á EM í fyrrasumar. Sarpsborg á fyrir höndum nokkra æfingaleiki á Spáni en byrjar svo leiktíðina á bikarleik gegn Asane 13. mars. Fyrsti leikur liðsins í norsku úrvalsdeildinni á komandi leiktíð er gegn Viking 3. apríl.
Norski boltinn Fótbolti Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira