Öll fylki Bandaríkjanna munu eiga fulltrúa í keppninni. Kynnar verða rapparinn Snoop Dogg og söngdívan og spjallþáttastjórnandinn Kelly Clarkson, sem skaust upp á stjörnuhimininn eftir að vinna American Idol árið 2012.
„Ég elska Eurovision og hef lengi verið aðdáandi keppninnar,“ er haft eftir söngkonunni.
Samkvæmt BBC hefjast sýningar á þáttunum 21. mars á NBC og úrslitin verða svo 9. maí, í sömu viku og Eurovision fer fram í Túrin í Portúgal. Undanúrslitakvöld Eurovision ara fram 10. og 12. maí og úrslitakvöldið fer svo fram laugardaginn 14. maí.