Andrés semur við Giuffre Samúel Karl Ólason skrifar 15. febrúar 2022 16:36 Andrés Bretaprins og Virginia Giuffre. AP Andrés prins hefur gert samkomulag við Virginiu Giuffre, sem hefur sakað hann um að misnota sig kynferðislega þegar hún var sautján ára gömul. Giuffre segist hafa verið fórnarlamb mannsals og segir Andrés hafa nauðgað sér þrisvar sinnum á heimilum auðjöfursins og barnaníðingsins Jeffrey Epstein. Ekki er vitað hvað fellst í samkomulaginu en í sameiginlegri yfirlýsingu til fjölmiðla segir að upphæðin sem Andrés muni greiða Giuffre sé trúnaðarmál, samkvæmt frétt New York Times. Til viðbótar við það ætlar Andrés að gefa fé til góðgerðasamtaka sem standa vörð um fórnarlömb kynferðislegrar misnotkunar. Andrés var í síðasta mánuði sviptur titlum sínum innan bresku konungsfjölskyldunnar. Lögmaður Giuffre sagði í síðasta mánuði að skjólstæðingur sinn myndi ekki sætta sig við sátt í málinu og að hún vildi leiða sannleikann í ljós fyrir sig og önnur fórnarlömb Epsteins. Sjá einnig: Lögmaður Giuffre segir hana ekki munu sætta sig við fjárhagslega sátt Samkvæmt Sky News segir í dómsskjölum vegna sáttarinnar að Andrés segist sjá eftir tengslum sínum við Epstein. Talsmenn hans segja að hann muni ekki tjá sig frekar um sáttina. Giuffre gerði á árum áður samkomulag við Epstein sem snerist í grófum dráttum um að hún félli frá máli gegn honum eftir að hún sakaði hann um kynferðisofbeldi og kynlífsþrælkun. Það náði til Epsteins og annarra mögulegra sakborninga. Dómari í New York komst þó nýverið að því að samkomulagið stæði ekki og leyfði málaferlum að fara fram. Þeim er nú lokið. Epstein svipti sig lífi í fangelsi þann 10. ágúst 2019, þá 66 ára gamall. Það var eftir að hann var ákærður fyrir mansal og önnur brot. Ghislaine Maxwell, kærasta hans og aðstoðarkona, var nýverið sakfelld fyrir mansal. Kóngafólk Kynferðisofbeldi Mál Andrésar prins Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Bretland Tengdar fréttir Neitar að hafa verið góður vinur Ghislaine Maxwell Andrés prins sem sakaður er um kynferðisbrot í einkamáli í Bandaríkjunum neitar því að hann hafi verið góður vinur Ghislaine Maxwell, sem á dögunum var sakfelld fyrir mansal og kynferðisbrot í tengslum við milljarðamæringinn Jeffrey Epstein. Prinsinn neitar einnig öllum sakargiftum. 27. janúar 2022 07:00 Fara fram á kviðdóm í máli Andrésar Lögmenn Andrésar prins hafa farið fram á að kviðdómur verði viðstaddur í réttarhöldunum yfir prinsinum í Bandaríkjunum þar sem ásakanir Virginiu Giuffre um nauðgun verða teknar fyrir. 26. janúar 2022 22:32 Lögmenn Andrésar vilja yfirheyra sálfræðing Giuffre og eiginmann Lögmenn Andrésar Bretaprins vilja fá að yfirheyra sálfræðing Virginiu Giuffre, sem hefur sakað prinsinn um nauðgun, og segja hana þjást af „fölskum minningum“. 16. janúar 2022 11:36 Andrés missir titla sína Andrés prins hefur afsalað sér titlum sínum vegna ásakana gegn honum um kynferðisbrot. Um er að ræða titla hans innan hersins og konungsfjölskyldunnar og mun hann ekki koma að opinberum viðburðum en þessi ákvörðun var tekin með samþykki Elísabetar drottningar, móður Andrésar. 13. janúar 2022 17:38 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Ekki er vitað hvað fellst í samkomulaginu en í sameiginlegri yfirlýsingu til fjölmiðla segir að upphæðin sem Andrés muni greiða Giuffre sé trúnaðarmál, samkvæmt frétt New York Times. Til viðbótar við það ætlar Andrés að gefa fé til góðgerðasamtaka sem standa vörð um fórnarlömb kynferðislegrar misnotkunar. Andrés var í síðasta mánuði sviptur titlum sínum innan bresku konungsfjölskyldunnar. Lögmaður Giuffre sagði í síðasta mánuði að skjólstæðingur sinn myndi ekki sætta sig við sátt í málinu og að hún vildi leiða sannleikann í ljós fyrir sig og önnur fórnarlömb Epsteins. Sjá einnig: Lögmaður Giuffre segir hana ekki munu sætta sig við fjárhagslega sátt Samkvæmt Sky News segir í dómsskjölum vegna sáttarinnar að Andrés segist sjá eftir tengslum sínum við Epstein. Talsmenn hans segja að hann muni ekki tjá sig frekar um sáttina. Giuffre gerði á árum áður samkomulag við Epstein sem snerist í grófum dráttum um að hún félli frá máli gegn honum eftir að hún sakaði hann um kynferðisofbeldi og kynlífsþrælkun. Það náði til Epsteins og annarra mögulegra sakborninga. Dómari í New York komst þó nýverið að því að samkomulagið stæði ekki og leyfði málaferlum að fara fram. Þeim er nú lokið. Epstein svipti sig lífi í fangelsi þann 10. ágúst 2019, þá 66 ára gamall. Það var eftir að hann var ákærður fyrir mansal og önnur brot. Ghislaine Maxwell, kærasta hans og aðstoðarkona, var nýverið sakfelld fyrir mansal.
Kóngafólk Kynferðisofbeldi Mál Andrésar prins Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Bretland Tengdar fréttir Neitar að hafa verið góður vinur Ghislaine Maxwell Andrés prins sem sakaður er um kynferðisbrot í einkamáli í Bandaríkjunum neitar því að hann hafi verið góður vinur Ghislaine Maxwell, sem á dögunum var sakfelld fyrir mansal og kynferðisbrot í tengslum við milljarðamæringinn Jeffrey Epstein. Prinsinn neitar einnig öllum sakargiftum. 27. janúar 2022 07:00 Fara fram á kviðdóm í máli Andrésar Lögmenn Andrésar prins hafa farið fram á að kviðdómur verði viðstaddur í réttarhöldunum yfir prinsinum í Bandaríkjunum þar sem ásakanir Virginiu Giuffre um nauðgun verða teknar fyrir. 26. janúar 2022 22:32 Lögmenn Andrésar vilja yfirheyra sálfræðing Giuffre og eiginmann Lögmenn Andrésar Bretaprins vilja fá að yfirheyra sálfræðing Virginiu Giuffre, sem hefur sakað prinsinn um nauðgun, og segja hana þjást af „fölskum minningum“. 16. janúar 2022 11:36 Andrés missir titla sína Andrés prins hefur afsalað sér titlum sínum vegna ásakana gegn honum um kynferðisbrot. Um er að ræða titla hans innan hersins og konungsfjölskyldunnar og mun hann ekki koma að opinberum viðburðum en þessi ákvörðun var tekin með samþykki Elísabetar drottningar, móður Andrésar. 13. janúar 2022 17:38 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Neitar að hafa verið góður vinur Ghislaine Maxwell Andrés prins sem sakaður er um kynferðisbrot í einkamáli í Bandaríkjunum neitar því að hann hafi verið góður vinur Ghislaine Maxwell, sem á dögunum var sakfelld fyrir mansal og kynferðisbrot í tengslum við milljarðamæringinn Jeffrey Epstein. Prinsinn neitar einnig öllum sakargiftum. 27. janúar 2022 07:00
Fara fram á kviðdóm í máli Andrésar Lögmenn Andrésar prins hafa farið fram á að kviðdómur verði viðstaddur í réttarhöldunum yfir prinsinum í Bandaríkjunum þar sem ásakanir Virginiu Giuffre um nauðgun verða teknar fyrir. 26. janúar 2022 22:32
Lögmenn Andrésar vilja yfirheyra sálfræðing Giuffre og eiginmann Lögmenn Andrésar Bretaprins vilja fá að yfirheyra sálfræðing Virginiu Giuffre, sem hefur sakað prinsinn um nauðgun, og segja hana þjást af „fölskum minningum“. 16. janúar 2022 11:36
Andrés missir titla sína Andrés prins hefur afsalað sér titlum sínum vegna ásakana gegn honum um kynferðisbrot. Um er að ræða titla hans innan hersins og konungsfjölskyldunnar og mun hann ekki koma að opinberum viðburðum en þessi ákvörðun var tekin með samþykki Elísabetar drottningar, móður Andrésar. 13. janúar 2022 17:38