Vopnaframleiðandi greiðir fjölskyldum fórnarlamba bætur Árni Sæberg skrifar 15. febrúar 2022 19:18 Mary D'Avino er móðir Rachel D'Avino, sem var myrt í Sandy Hook-skotárásinni árið 2012. AP Photo/Seth Wenig Fjölskyldur níu barna sem voru myrt í skólanum Sandy Hook í Bandaríkjunum árið 2012 hafa náð dómsátt við vopnaframleiðandan Remington um greiðslu bóta upp á rúmlega níu milljarða króna. Um er að ræða fyrsta skipti sem vopnaframleiðandi sætir ábyrgð vegna skotárásar í Bandaríkjunum. Alríkislög í Bandaríkjunum koma í veg fyrir að framleiðendur skotvopna séu gerðir ábyrgir fyrir þeim voðaverkum sem kunna að vera framin með vörum þeirra. Árið 2019 fengu fjölskyldur níu barnungra fórnarlamba Sandy Hook-skotárásarinnar leyfi Hæstaréttar Connecticut til að lögsækja Remington vegna meintrar ólögmætrar markaðssetningar á AR-15 Bushmaster riffli fyrirtækisins. Adam Lanza beitti riffli af þeirri gerð þegar hann myrti tuttugu börn og sex fullorðna í Sandy Hook. Áður hafði hann myrt móður sína og hann skaut sjálfan sig einnig til bana. Í frétt AP um málið segir að stuðningsmenn hertrar skotvopnalöggjafar, samtök vopnaeigenda og vopnaframleiðendur í Bandaríkjunum hafi fylgst með gangi málsins, enda gefi það mikilvægt fordæmi hvað varðar rétt aðstandenda til bóta úr hendi vopnaframleiðanda. „Dagurinn í dag er dagur ábyrgðar fyrir iðnað sem hefur hingað til fengið að starfa undir vernd friðhelgis og refsileysis,“ er haft eftir Veronique De La Rosa, móður sex ára dreng sem var myrtur í árásinni. Að sögn fjölskyldnanna níu markaðsetti Remington hálfsjálfvirka riffla á ólögmætan hátt. Meðal þess sem fjölskyldurnar hafa bent á, samkvæmt Washington Post, er að í bæklingi Bushmaster-línunnar hafi vopnin verið auglýst með myndum af hermönnum og textanum: „Þegar þú þarft að standa þig undir álagi, getur þú treyst á Bushmaster,“ gróflega þýtt. Þar að auki séu vopnin auglýst sem frábær skotvopn í átökum. Forsvarsmenn Remington sóttu um gjaldþrotaskipti árið 2018. Meðal annars vegna dræmrar sölu árin á undan. Þeir hafa ekki tjáð sig um dómsáttina. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Alríkislög í Bandaríkjunum koma í veg fyrir að framleiðendur skotvopna séu gerðir ábyrgir fyrir þeim voðaverkum sem kunna að vera framin með vörum þeirra. Árið 2019 fengu fjölskyldur níu barnungra fórnarlamba Sandy Hook-skotárásarinnar leyfi Hæstaréttar Connecticut til að lögsækja Remington vegna meintrar ólögmætrar markaðssetningar á AR-15 Bushmaster riffli fyrirtækisins. Adam Lanza beitti riffli af þeirri gerð þegar hann myrti tuttugu börn og sex fullorðna í Sandy Hook. Áður hafði hann myrt móður sína og hann skaut sjálfan sig einnig til bana. Í frétt AP um málið segir að stuðningsmenn hertrar skotvopnalöggjafar, samtök vopnaeigenda og vopnaframleiðendur í Bandaríkjunum hafi fylgst með gangi málsins, enda gefi það mikilvægt fordæmi hvað varðar rétt aðstandenda til bóta úr hendi vopnaframleiðanda. „Dagurinn í dag er dagur ábyrgðar fyrir iðnað sem hefur hingað til fengið að starfa undir vernd friðhelgis og refsileysis,“ er haft eftir Veronique De La Rosa, móður sex ára dreng sem var myrtur í árásinni. Að sögn fjölskyldnanna níu markaðsetti Remington hálfsjálfvirka riffla á ólögmætan hátt. Meðal þess sem fjölskyldurnar hafa bent á, samkvæmt Washington Post, er að í bæklingi Bushmaster-línunnar hafi vopnin verið auglýst með myndum af hermönnum og textanum: „Þegar þú þarft að standa þig undir álagi, getur þú treyst á Bushmaster,“ gróflega þýtt. Þar að auki séu vopnin auglýst sem frábær skotvopn í átökum. Forsvarsmenn Remington sóttu um gjaldþrotaskipti árið 2018. Meðal annars vegna dræmrar sölu árin á undan. Þeir hafa ekki tjáð sig um dómsáttina.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira