Búinn að fara á tvenna Ólympíuleika en hefur enn ekki komist í mark Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2022 12:01 Sturla Snær Snorrason hefur ekki haft heppnina með sér á síðustu tveimur Ólympíuleikum sínum. Instagram/@sturlasnaer94 Íslenski skíðamaðurinn Sturla Snær Snorrason kláraði í morgun sína aðra Ólympíuleika í röð án þess að ná því að klára ferð. Í lokagrein Sturlu á Vetrarólympíuleikunum í Peking þá gerði hann mistök í svigkeppninni. Sturla missti af beygju ofarlega í brautinni og keyrði í framhaldinu út úr brautinni. Seinna kom í ljós að þetta voru ekki mistök heldur enn ein óheppnin hjá stráknum. Uppfært: Ástæða þess að Sturla keyrði út úr brautinni var sú að hann meiddist, líklega á nára, og gat ekki haldið áfram vegna meiðsla. Sturla missti af fyrri grein sinni eftir að hafa greinst með kórónuveiruna eftir Opnunarhátíðina þar sem hann bar íslenska fánann inn á völlinn. Þessi veikindi sáu til þess að hann gat ekki keppt í stórsviginu. Sturla keppti líka fyrir Íslands hönd á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu fyrir fjórum árum síðar. Hann kláraði heldur ekki ferð í þeirri keppni. Hans fyrri grein á leikunum fyrir fjórum árum var stórsvigið þar sem hann datt úr keppni í fyrri ferðinni. Sturla Snær féll þá líka í brautinni með þeim afleiðingum að hann fékk annað skíðið í kálfann. Við það blæddi inn á vöðva. Þessi meiðsli kostuðu hann síðan keppni í sviginu. Sturla gerði hvað hann gat til þess að verða klár í svigkeppnina en eftir upphitun var ljóst að hann var ekki keppnisfær. Á báðum leikunum var Sturla Snær eini íslensku alpagreinamaðurinn sem kláraði ekki ferð. Freydís Halla Einarsdóttir kláraði þrjár ferðir af fjórum í kvennakeppninni í Pyeongchang og á þessum leikunum náði Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir 32. sæti í risasvigi og 38. sæti i svigi eftir að hafa fallið úr keppni í stórsviginu. Það er ekki hægt að segja að heppnin hafi verið með Sturlu á þessum tveimur leikum. Meiðsli og veikindi hafa haft sín áhrif en það er svekkjandi að hafa farið á tvo Ólympíuleika án þess að komist í mark. Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Tengdar fréttir Stutt gaman hjá Sturlu Eftir að hafa verið í einangrun og svo sóttkví vegna kórónuveirusmits stærstan hluta Vetrarólympíuleikanna náði Sturla Snær Snorrason ekki langt í svigi í nótt. 16. febrúar 2022 06:59 Sturla Snær keppir ekki í nótt Skíðamaðurinn Sturla Snær Snorrason mun ekki keppa í stórsvigi í nótt. Sturla Snær er hluti af íslenska hópnum sem tekur nú þátt á vetrarólympíuleikunum en hann greindist með Covid-19 fyrir viku og hefur ekki enn jafnað sig. 12. febrúar 2022 10:00 Sturla laus úr einangrun en enn í kapphlaupi við tímann Skíðakappinn Sturla Snær Snorrason losnaði í dag úr einangrun á Vetrarólympíuleikunum í Peking, eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit síðastliðinn laugardag. 11. febrúar 2022 13:46 Sturla Snær með veiruna Sturla Snær Snorrason, keppandi í alpagreinum á Vetrarólympíuleikunum í Peking, hefur greinst jákvæður með kórónuveiruna. 5. febrúar 2022 14:31 Kristrún og Sturla fánaberar Íslands á morgun Fimm Íslendingar verða á meðal keppenda á Vetrarólympíuleikunum í Peking sem settir verða í hádeginu á morgun að íslenskum tíma. 3. febrúar 2022 13:02 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Sjá meira
Í lokagrein Sturlu á Vetrarólympíuleikunum í Peking þá gerði hann mistök í svigkeppninni. Sturla missti af beygju ofarlega í brautinni og keyrði í framhaldinu út úr brautinni. Seinna kom í ljós að þetta voru ekki mistök heldur enn ein óheppnin hjá stráknum. Uppfært: Ástæða þess að Sturla keyrði út úr brautinni var sú að hann meiddist, líklega á nára, og gat ekki haldið áfram vegna meiðsla. Sturla missti af fyrri grein sinni eftir að hafa greinst með kórónuveiruna eftir Opnunarhátíðina þar sem hann bar íslenska fánann inn á völlinn. Þessi veikindi sáu til þess að hann gat ekki keppt í stórsviginu. Sturla keppti líka fyrir Íslands hönd á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu fyrir fjórum árum síðar. Hann kláraði heldur ekki ferð í þeirri keppni. Hans fyrri grein á leikunum fyrir fjórum árum var stórsvigið þar sem hann datt úr keppni í fyrri ferðinni. Sturla Snær féll þá líka í brautinni með þeim afleiðingum að hann fékk annað skíðið í kálfann. Við það blæddi inn á vöðva. Þessi meiðsli kostuðu hann síðan keppni í sviginu. Sturla gerði hvað hann gat til þess að verða klár í svigkeppnina en eftir upphitun var ljóst að hann var ekki keppnisfær. Á báðum leikunum var Sturla Snær eini íslensku alpagreinamaðurinn sem kláraði ekki ferð. Freydís Halla Einarsdóttir kláraði þrjár ferðir af fjórum í kvennakeppninni í Pyeongchang og á þessum leikunum náði Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir 32. sæti í risasvigi og 38. sæti i svigi eftir að hafa fallið úr keppni í stórsviginu. Það er ekki hægt að segja að heppnin hafi verið með Sturlu á þessum tveimur leikum. Meiðsli og veikindi hafa haft sín áhrif en það er svekkjandi að hafa farið á tvo Ólympíuleika án þess að komist í mark.
Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Tengdar fréttir Stutt gaman hjá Sturlu Eftir að hafa verið í einangrun og svo sóttkví vegna kórónuveirusmits stærstan hluta Vetrarólympíuleikanna náði Sturla Snær Snorrason ekki langt í svigi í nótt. 16. febrúar 2022 06:59 Sturla Snær keppir ekki í nótt Skíðamaðurinn Sturla Snær Snorrason mun ekki keppa í stórsvigi í nótt. Sturla Snær er hluti af íslenska hópnum sem tekur nú þátt á vetrarólympíuleikunum en hann greindist með Covid-19 fyrir viku og hefur ekki enn jafnað sig. 12. febrúar 2022 10:00 Sturla laus úr einangrun en enn í kapphlaupi við tímann Skíðakappinn Sturla Snær Snorrason losnaði í dag úr einangrun á Vetrarólympíuleikunum í Peking, eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit síðastliðinn laugardag. 11. febrúar 2022 13:46 Sturla Snær með veiruna Sturla Snær Snorrason, keppandi í alpagreinum á Vetrarólympíuleikunum í Peking, hefur greinst jákvæður með kórónuveiruna. 5. febrúar 2022 14:31 Kristrún og Sturla fánaberar Íslands á morgun Fimm Íslendingar verða á meðal keppenda á Vetrarólympíuleikunum í Peking sem settir verða í hádeginu á morgun að íslenskum tíma. 3. febrúar 2022 13:02 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Sjá meira
Stutt gaman hjá Sturlu Eftir að hafa verið í einangrun og svo sóttkví vegna kórónuveirusmits stærstan hluta Vetrarólympíuleikanna náði Sturla Snær Snorrason ekki langt í svigi í nótt. 16. febrúar 2022 06:59
Sturla Snær keppir ekki í nótt Skíðamaðurinn Sturla Snær Snorrason mun ekki keppa í stórsvigi í nótt. Sturla Snær er hluti af íslenska hópnum sem tekur nú þátt á vetrarólympíuleikunum en hann greindist með Covid-19 fyrir viku og hefur ekki enn jafnað sig. 12. febrúar 2022 10:00
Sturla laus úr einangrun en enn í kapphlaupi við tímann Skíðakappinn Sturla Snær Snorrason losnaði í dag úr einangrun á Vetrarólympíuleikunum í Peking, eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit síðastliðinn laugardag. 11. febrúar 2022 13:46
Sturla Snær með veiruna Sturla Snær Snorrason, keppandi í alpagreinum á Vetrarólympíuleikunum í Peking, hefur greinst jákvæður með kórónuveiruna. 5. febrúar 2022 14:31
Kristrún og Sturla fánaberar Íslands á morgun Fimm Íslendingar verða á meðal keppenda á Vetrarólympíuleikunum í Peking sem settir verða í hádeginu á morgun að íslenskum tíma. 3. febrúar 2022 13:02