Búinn að fara á tvenna Ólympíuleika en hefur enn ekki komist í mark Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2022 12:01 Sturla Snær Snorrason hefur ekki haft heppnina með sér á síðustu tveimur Ólympíuleikum sínum. Instagram/@sturlasnaer94 Íslenski skíðamaðurinn Sturla Snær Snorrason kláraði í morgun sína aðra Ólympíuleika í röð án þess að ná því að klára ferð. Í lokagrein Sturlu á Vetrarólympíuleikunum í Peking þá gerði hann mistök í svigkeppninni. Sturla missti af beygju ofarlega í brautinni og keyrði í framhaldinu út úr brautinni. Seinna kom í ljós að þetta voru ekki mistök heldur enn ein óheppnin hjá stráknum. Uppfært: Ástæða þess að Sturla keyrði út úr brautinni var sú að hann meiddist, líklega á nára, og gat ekki haldið áfram vegna meiðsla. Sturla missti af fyrri grein sinni eftir að hafa greinst með kórónuveiruna eftir Opnunarhátíðina þar sem hann bar íslenska fánann inn á völlinn. Þessi veikindi sáu til þess að hann gat ekki keppt í stórsviginu. Sturla keppti líka fyrir Íslands hönd á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu fyrir fjórum árum síðar. Hann kláraði heldur ekki ferð í þeirri keppni. Hans fyrri grein á leikunum fyrir fjórum árum var stórsvigið þar sem hann datt úr keppni í fyrri ferðinni. Sturla Snær féll þá líka í brautinni með þeim afleiðingum að hann fékk annað skíðið í kálfann. Við það blæddi inn á vöðva. Þessi meiðsli kostuðu hann síðan keppni í sviginu. Sturla gerði hvað hann gat til þess að verða klár í svigkeppnina en eftir upphitun var ljóst að hann var ekki keppnisfær. Á báðum leikunum var Sturla Snær eini íslensku alpagreinamaðurinn sem kláraði ekki ferð. Freydís Halla Einarsdóttir kláraði þrjár ferðir af fjórum í kvennakeppninni í Pyeongchang og á þessum leikunum náði Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir 32. sæti í risasvigi og 38. sæti i svigi eftir að hafa fallið úr keppni í stórsviginu. Það er ekki hægt að segja að heppnin hafi verið með Sturlu á þessum tveimur leikum. Meiðsli og veikindi hafa haft sín áhrif en það er svekkjandi að hafa farið á tvo Ólympíuleika án þess að komist í mark. Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Tengdar fréttir Stutt gaman hjá Sturlu Eftir að hafa verið í einangrun og svo sóttkví vegna kórónuveirusmits stærstan hluta Vetrarólympíuleikanna náði Sturla Snær Snorrason ekki langt í svigi í nótt. 16. febrúar 2022 06:59 Sturla Snær keppir ekki í nótt Skíðamaðurinn Sturla Snær Snorrason mun ekki keppa í stórsvigi í nótt. Sturla Snær er hluti af íslenska hópnum sem tekur nú þátt á vetrarólympíuleikunum en hann greindist með Covid-19 fyrir viku og hefur ekki enn jafnað sig. 12. febrúar 2022 10:00 Sturla laus úr einangrun en enn í kapphlaupi við tímann Skíðakappinn Sturla Snær Snorrason losnaði í dag úr einangrun á Vetrarólympíuleikunum í Peking, eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit síðastliðinn laugardag. 11. febrúar 2022 13:46 Sturla Snær með veiruna Sturla Snær Snorrason, keppandi í alpagreinum á Vetrarólympíuleikunum í Peking, hefur greinst jákvæður með kórónuveiruna. 5. febrúar 2022 14:31 Kristrún og Sturla fánaberar Íslands á morgun Fimm Íslendingar verða á meðal keppenda á Vetrarólympíuleikunum í Peking sem settir verða í hádeginu á morgun að íslenskum tíma. 3. febrúar 2022 13:02 Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Sjá meira
Í lokagrein Sturlu á Vetrarólympíuleikunum í Peking þá gerði hann mistök í svigkeppninni. Sturla missti af beygju ofarlega í brautinni og keyrði í framhaldinu út úr brautinni. Seinna kom í ljós að þetta voru ekki mistök heldur enn ein óheppnin hjá stráknum. Uppfært: Ástæða þess að Sturla keyrði út úr brautinni var sú að hann meiddist, líklega á nára, og gat ekki haldið áfram vegna meiðsla. Sturla missti af fyrri grein sinni eftir að hafa greinst með kórónuveiruna eftir Opnunarhátíðina þar sem hann bar íslenska fánann inn á völlinn. Þessi veikindi sáu til þess að hann gat ekki keppt í stórsviginu. Sturla keppti líka fyrir Íslands hönd á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu fyrir fjórum árum síðar. Hann kláraði heldur ekki ferð í þeirri keppni. Hans fyrri grein á leikunum fyrir fjórum árum var stórsvigið þar sem hann datt úr keppni í fyrri ferðinni. Sturla Snær féll þá líka í brautinni með þeim afleiðingum að hann fékk annað skíðið í kálfann. Við það blæddi inn á vöðva. Þessi meiðsli kostuðu hann síðan keppni í sviginu. Sturla gerði hvað hann gat til þess að verða klár í svigkeppnina en eftir upphitun var ljóst að hann var ekki keppnisfær. Á báðum leikunum var Sturla Snær eini íslensku alpagreinamaðurinn sem kláraði ekki ferð. Freydís Halla Einarsdóttir kláraði þrjár ferðir af fjórum í kvennakeppninni í Pyeongchang og á þessum leikunum náði Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir 32. sæti í risasvigi og 38. sæti i svigi eftir að hafa fallið úr keppni í stórsviginu. Það er ekki hægt að segja að heppnin hafi verið með Sturlu á þessum tveimur leikum. Meiðsli og veikindi hafa haft sín áhrif en það er svekkjandi að hafa farið á tvo Ólympíuleika án þess að komist í mark.
Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Tengdar fréttir Stutt gaman hjá Sturlu Eftir að hafa verið í einangrun og svo sóttkví vegna kórónuveirusmits stærstan hluta Vetrarólympíuleikanna náði Sturla Snær Snorrason ekki langt í svigi í nótt. 16. febrúar 2022 06:59 Sturla Snær keppir ekki í nótt Skíðamaðurinn Sturla Snær Snorrason mun ekki keppa í stórsvigi í nótt. Sturla Snær er hluti af íslenska hópnum sem tekur nú þátt á vetrarólympíuleikunum en hann greindist með Covid-19 fyrir viku og hefur ekki enn jafnað sig. 12. febrúar 2022 10:00 Sturla laus úr einangrun en enn í kapphlaupi við tímann Skíðakappinn Sturla Snær Snorrason losnaði í dag úr einangrun á Vetrarólympíuleikunum í Peking, eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit síðastliðinn laugardag. 11. febrúar 2022 13:46 Sturla Snær með veiruna Sturla Snær Snorrason, keppandi í alpagreinum á Vetrarólympíuleikunum í Peking, hefur greinst jákvæður með kórónuveiruna. 5. febrúar 2022 14:31 Kristrún og Sturla fánaberar Íslands á morgun Fimm Íslendingar verða á meðal keppenda á Vetrarólympíuleikunum í Peking sem settir verða í hádeginu á morgun að íslenskum tíma. 3. febrúar 2022 13:02 Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Sjá meira
Stutt gaman hjá Sturlu Eftir að hafa verið í einangrun og svo sóttkví vegna kórónuveirusmits stærstan hluta Vetrarólympíuleikanna náði Sturla Snær Snorrason ekki langt í svigi í nótt. 16. febrúar 2022 06:59
Sturla Snær keppir ekki í nótt Skíðamaðurinn Sturla Snær Snorrason mun ekki keppa í stórsvigi í nótt. Sturla Snær er hluti af íslenska hópnum sem tekur nú þátt á vetrarólympíuleikunum en hann greindist með Covid-19 fyrir viku og hefur ekki enn jafnað sig. 12. febrúar 2022 10:00
Sturla laus úr einangrun en enn í kapphlaupi við tímann Skíðakappinn Sturla Snær Snorrason losnaði í dag úr einangrun á Vetrarólympíuleikunum í Peking, eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit síðastliðinn laugardag. 11. febrúar 2022 13:46
Sturla Snær með veiruna Sturla Snær Snorrason, keppandi í alpagreinum á Vetrarólympíuleikunum í Peking, hefur greinst jákvæður með kórónuveiruna. 5. febrúar 2022 14:31
Kristrún og Sturla fánaberar Íslands á morgun Fimm Íslendingar verða á meðal keppenda á Vetrarólympíuleikunum í Peking sem settir verða í hádeginu á morgun að íslenskum tíma. 3. febrúar 2022 13:02