Njótum efri áranna Björg Fenger skrifar 16. febrúar 2022 12:01 Eldri borgarar eru langt frá því að vera einsleitur hópur einstaklinga sem náð hefur ákveðnum aldri. Árafjöldi er einfaldlega ekki besti mælikvarðinn á hvort einstaklingar teljast aldraðir. Á síðustu áratugum hefur lífaldur okkar Íslendinga lengst sem og lífsgæði okkar batnað. Má því meðal annars þakka aukinni áherslu á andlega-, félagslega- og líkamlega heilsu ásamt þjálfun minnis og örvun á heilastarfsemi. Mikilvægi almennrar heilsueflingar Regluleg hreyfing er mikilvæg fyrir alla aldurshópa en hún er ekki hvað síst mikilvæg þegar á efri árin kemur. Hreyfing dregur úr einkennum öldrunar og því er heilsuefling og markviss þjálfun ef til vill aldrei mikilvægari heldur en einmitt þá. Til að vinna enn betur að bættri heilsu eldri borgara í Garðabæ voru gerðir nýir samstarfssamningar á síðasta ári við félög eldri borgara í bænum. Samningarnir tryggja að félögin eru betur í stakk búin til að bjóða upp á fjölbreytt framboð af hreyfingu og heilsueflingu. Í framhaldinu var Janusar verkefnið innleitt og hefur aðsóknin í það verið mjög góð. Verkefnið er kærkomin viðbót við aðra skipulagða hreyfingu sem er í boði hjá félögum bæjarins. Félagsleg samskipti Við mannfólkið erum félagsverur og því hafa félagsleg tengsl áhrif á heilsu okkar, líðan og jafnvel lífslíkur. Einnig sýna rannsóknir að góð félagsleg tengsl eru einn mikilvægast þátturinn sem stuðlar að hamingju. Til að vinna gegn félagslegri einangrun og einmanaleika eldri borgara er mikilvægt að efla tengslin og skapa aðstæður til samneytis. Á þetta ekki síst við nú þegar við sjáum fram á afléttingu samkomutakmarkana. Það er því gaman að fylgjast með þeirri miklu aðsókn og grósku í öllu félagsstarfi eldri borgara í Garðabæ. Til að vinna áfram að því að skapa aðstæður til góðra tengsla og samveru milli einstaklinga er nú unnið að nýrri og endurbættri aðstöðu fyrir félagsstarf eldri borgara í bænum. Á miðsvæðinu á Álftanesi, sem nú er í uppbyggingu, er meðal annars gert ráð fyrir sérstakri félagsaðstöðu fyrir eldri borgara. Stækkun og breyting á Jónshúsi er í skoðun ásamt því að einstakar aðstæður eru til hreyfingar, samveru og félagsstarfa í Miðgarði, nýja fjölnota íþróttahúsinu okkar. Nýtum tæknina Mikilvægt er að fjölbreytt húsnæði sé í boði í Garðabæ enda eru þarfir og óskir íbúa mismunandi eftir æviskeiðum. Tryggja þarf fjölbreyttan stuðning og heimaþjónustu til að auðvelda eldra borgurum að búa á sínu eigin heimili eins lengi og vilji þeirra stendur til. Þjónustuþörf á að vera metin í samtali og samvinnu við hvern og einn enda erum við sérfræðingar í okkar eigin lífi. Þjónustan þarf að taka mið af þróun og nýsköpun í tækni sem getur auðveldað öllum daglegar athafnir, tryggt enn betur þjálfun og umönnun ásamt því að veita öryggi. Þjálfun í notkun og umgengi við tæknilausnir er því nauðsynleg og styður við samfélagsþátttöku eldri borgara. Ég vil halda áfram að leggja mitt af mörkum til að eldri borgarar í Garðabæ geti notið efri áranna á þann hátt sem hentar hverjum og einum og í umhverfi sem býður upp á fjölbreytta valkosti. Höfundur er forseti bæjarstjórnar og formaður íþrótta- og tómstundaráðs í Garðabæ og sækist eftir 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Eldri borgarar Félagsmál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Björg Fenger Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Eldri borgarar eru langt frá því að vera einsleitur hópur einstaklinga sem náð hefur ákveðnum aldri. Árafjöldi er einfaldlega ekki besti mælikvarðinn á hvort einstaklingar teljast aldraðir. Á síðustu áratugum hefur lífaldur okkar Íslendinga lengst sem og lífsgæði okkar batnað. Má því meðal annars þakka aukinni áherslu á andlega-, félagslega- og líkamlega heilsu ásamt þjálfun minnis og örvun á heilastarfsemi. Mikilvægi almennrar heilsueflingar Regluleg hreyfing er mikilvæg fyrir alla aldurshópa en hún er ekki hvað síst mikilvæg þegar á efri árin kemur. Hreyfing dregur úr einkennum öldrunar og því er heilsuefling og markviss þjálfun ef til vill aldrei mikilvægari heldur en einmitt þá. Til að vinna enn betur að bættri heilsu eldri borgara í Garðabæ voru gerðir nýir samstarfssamningar á síðasta ári við félög eldri borgara í bænum. Samningarnir tryggja að félögin eru betur í stakk búin til að bjóða upp á fjölbreytt framboð af hreyfingu og heilsueflingu. Í framhaldinu var Janusar verkefnið innleitt og hefur aðsóknin í það verið mjög góð. Verkefnið er kærkomin viðbót við aðra skipulagða hreyfingu sem er í boði hjá félögum bæjarins. Félagsleg samskipti Við mannfólkið erum félagsverur og því hafa félagsleg tengsl áhrif á heilsu okkar, líðan og jafnvel lífslíkur. Einnig sýna rannsóknir að góð félagsleg tengsl eru einn mikilvægast þátturinn sem stuðlar að hamingju. Til að vinna gegn félagslegri einangrun og einmanaleika eldri borgara er mikilvægt að efla tengslin og skapa aðstæður til samneytis. Á þetta ekki síst við nú þegar við sjáum fram á afléttingu samkomutakmarkana. Það er því gaman að fylgjast með þeirri miklu aðsókn og grósku í öllu félagsstarfi eldri borgara í Garðabæ. Til að vinna áfram að því að skapa aðstæður til góðra tengsla og samveru milli einstaklinga er nú unnið að nýrri og endurbættri aðstöðu fyrir félagsstarf eldri borgara í bænum. Á miðsvæðinu á Álftanesi, sem nú er í uppbyggingu, er meðal annars gert ráð fyrir sérstakri félagsaðstöðu fyrir eldri borgara. Stækkun og breyting á Jónshúsi er í skoðun ásamt því að einstakar aðstæður eru til hreyfingar, samveru og félagsstarfa í Miðgarði, nýja fjölnota íþróttahúsinu okkar. Nýtum tæknina Mikilvægt er að fjölbreytt húsnæði sé í boði í Garðabæ enda eru þarfir og óskir íbúa mismunandi eftir æviskeiðum. Tryggja þarf fjölbreyttan stuðning og heimaþjónustu til að auðvelda eldra borgurum að búa á sínu eigin heimili eins lengi og vilji þeirra stendur til. Þjónustuþörf á að vera metin í samtali og samvinnu við hvern og einn enda erum við sérfræðingar í okkar eigin lífi. Þjónustan þarf að taka mið af þróun og nýsköpun í tækni sem getur auðveldað öllum daglegar athafnir, tryggt enn betur þjálfun og umönnun ásamt því að veita öryggi. Þjálfun í notkun og umgengi við tæknilausnir er því nauðsynleg og styður við samfélagsþátttöku eldri borgara. Ég vil halda áfram að leggja mitt af mörkum til að eldri borgarar í Garðabæ geti notið efri áranna á þann hátt sem hentar hverjum og einum og í umhverfi sem býður upp á fjölbreytta valkosti. Höfundur er forseti bæjarstjórnar og formaður íþrótta- og tómstundaráðs í Garðabæ og sækist eftir 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun