Sváfu aftur á verðinum í Garðabænum: Leikurinn gekk í rúmar fimmtíu sekúndur án þess klukkan færi í gang Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. febrúar 2022 10:01 Vilhjálmur Bjarnason (fyrir miðju) og félagar á ritaraborðinu í TM-höllinni sváfu á verðinum í gær. Myndin er þó ekki úr leiknum í gær. vísir/vilhelm Tímavörðunum í TM-höllinni í Garðabænum varð á í messunni þegar Stjarnan tók á móti KA í sextán liða úrslitum Coca Cola bikars karla í handbolta í gær. Í stöðunni 23-25 fyrir KA fékk Stjarnan vítakast. Tíminn var stöðvaður á 57:25. Leó Snær Pétursson tók vítakastið, skoraði og minnkaði muninn í 24-25. En tíminn fór ekki aftur í gang eftir að dómararnir flautuðu. Enginn á vellinum virtist þó átta sig á neinu nema Gunnar Birgisson sem lýsti leiknum á RÚV og endurtók í sífellu að klukkan væri ekki í gangi. Leikurinn gekk í rúmar fimmtíu sekúndur áður en menn tóku við sér. Á þeim tíma hafði Allan Norðberg komið KA í 24-26 og Bruno Bernat varið skot frá Tandra Má Konráðssyni. Þegar leikurinn hófst aftur eftir nokkra reikistefnu var klukkan stillt á 57:43. Tímaverðirnir voru þar full nískir á að bæta við sekúndum en samkvæmt óvísindalegri könnum gekk leikurinn í 54 sekúndur án þess að klukkan færi í gang. Atburðarrásina sem hér hefur verið lýst má sjá á vef RÚV, eða með því að smella hér. Hún hefst á 1:35:00. KA vann leikinn, 25-27, og er komið í átta liða úrslit Coca Cola bikarsins. Auk KA tryggðu Valur, Selfoss, Haukar og Víkingur sér sæti í átta liða úrslitunum í gær. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem menn á ritaraborðinu í TM-höllinni sofa á verðinum. Frægt er þegar mark KA/Þórs var oftalið í leik gegn Stjörnunni í Olís-deild kvenna 13. febrúar í fyrra. KA/Þór vann leikinn, 26-27, þrátt fyrir að hafa bara skorað 26 mörk. Stjarnan kærði úrslit leiksins en dómstóll HSÍ vísaði kröfu félagsins frá. Áfrýjunardómstóll HSÍ sneri dómnum hins vegar við og féllst á kröfu Stjörnunnar að leikurinn skyldi endurtekinn. KA/Þór óskaði eftir því að málið yrði tekið upp að nýju hjá áfrýjunardómstólnum en skipan hans yrði önnur. Áfrýjunardómstólinn staðfesti svo fyrri niðurstöðu dómstólsins og leikurinn var því endurtekinn. Leikurinn fór aftur fram 27. apríl og skildu liðin þá jöfn, 25-25. Nokkrum dögum síðar tryggðu Akureyringar sér deildarmeistaratitilinn. Íslenski handboltinn Stjarnan KA Tengdar fréttir Patrekur: Það er ömurlegt að tapa, það breytist ekki Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum svekktur yfir að hans lið sé fallið úr leik í bikarkeppninni í handbolta. 16. febrúar 2022 20:19 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KA 25-27 | Stjarnan úr leik Stjarnan er úr leik í Coca Cola bikarnum eftir tap í Garðabænum í kvöld. 16. febrúar 2022 20:00 Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
Í stöðunni 23-25 fyrir KA fékk Stjarnan vítakast. Tíminn var stöðvaður á 57:25. Leó Snær Pétursson tók vítakastið, skoraði og minnkaði muninn í 24-25. En tíminn fór ekki aftur í gang eftir að dómararnir flautuðu. Enginn á vellinum virtist þó átta sig á neinu nema Gunnar Birgisson sem lýsti leiknum á RÚV og endurtók í sífellu að klukkan væri ekki í gangi. Leikurinn gekk í rúmar fimmtíu sekúndur áður en menn tóku við sér. Á þeim tíma hafði Allan Norðberg komið KA í 24-26 og Bruno Bernat varið skot frá Tandra Má Konráðssyni. Þegar leikurinn hófst aftur eftir nokkra reikistefnu var klukkan stillt á 57:43. Tímaverðirnir voru þar full nískir á að bæta við sekúndum en samkvæmt óvísindalegri könnum gekk leikurinn í 54 sekúndur án þess að klukkan færi í gang. Atburðarrásina sem hér hefur verið lýst má sjá á vef RÚV, eða með því að smella hér. Hún hefst á 1:35:00. KA vann leikinn, 25-27, og er komið í átta liða úrslit Coca Cola bikarsins. Auk KA tryggðu Valur, Selfoss, Haukar og Víkingur sér sæti í átta liða úrslitunum í gær. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem menn á ritaraborðinu í TM-höllinni sofa á verðinum. Frægt er þegar mark KA/Þórs var oftalið í leik gegn Stjörnunni í Olís-deild kvenna 13. febrúar í fyrra. KA/Þór vann leikinn, 26-27, þrátt fyrir að hafa bara skorað 26 mörk. Stjarnan kærði úrslit leiksins en dómstóll HSÍ vísaði kröfu félagsins frá. Áfrýjunardómstóll HSÍ sneri dómnum hins vegar við og féllst á kröfu Stjörnunnar að leikurinn skyldi endurtekinn. KA/Þór óskaði eftir því að málið yrði tekið upp að nýju hjá áfrýjunardómstólnum en skipan hans yrði önnur. Áfrýjunardómstólinn staðfesti svo fyrri niðurstöðu dómstólsins og leikurinn var því endurtekinn. Leikurinn fór aftur fram 27. apríl og skildu liðin þá jöfn, 25-25. Nokkrum dögum síðar tryggðu Akureyringar sér deildarmeistaratitilinn.
Íslenski handboltinn Stjarnan KA Tengdar fréttir Patrekur: Það er ömurlegt að tapa, það breytist ekki Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum svekktur yfir að hans lið sé fallið úr leik í bikarkeppninni í handbolta. 16. febrúar 2022 20:19 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KA 25-27 | Stjarnan úr leik Stjarnan er úr leik í Coca Cola bikarnum eftir tap í Garðabænum í kvöld. 16. febrúar 2022 20:00 Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
Patrekur: Það er ömurlegt að tapa, það breytist ekki Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum svekktur yfir að hans lið sé fallið úr leik í bikarkeppninni í handbolta. 16. febrúar 2022 20:19
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KA 25-27 | Stjarnan úr leik Stjarnan er úr leik í Coca Cola bikarnum eftir tap í Garðabænum í kvöld. 16. febrúar 2022 20:00
Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti
Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti