Shiffrin birti öll ljótu skilaboðin sem hún fékk: „Eins og ég sé brandari“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2022 10:00 Mikaela Shiffrin var hörð við sig sjálfa en fékk líka gríðarlegan fjölda af ömurlegum skilaboðum í gegnum netið. AP/Luca Bruno Mikaela Shiffrin átti að verða gulldrottning Vetrarólympíuleikanna í Peking en hún hefur keyrt þrisvar út úr brautinni og hefur ekki verið nálægt því á komast á verðlaunapall. Það þarf því ekkert að hugsa sig lengi til að komast að því að frammistaða hennar eru stærstu vonbrigðin á leikunum. Tough moments happen, just keep your head held high and you ll bounce back from this @MikaelaShiffrin #fisalpine #beijing2022 #olympics pic.twitter.com/0a5KoiQYNe— FIS Alpine (@fisalpine) February 17, 2022 Líkt og með fimleikakonuna Simone Biles á sumarleikunum í Tókýó þá var Shiffrin andlit Peking-leikanna í Bandaríkjunum og um leið voru allar væntingar keyrðar upp í hæstu hæstir. Biles hafði unnið allt margoft fyrir sína leika og það hafði Shiffrin gert líka. Shiffrin klúðraði fyrstu ferð í fyrstu grein sinni og síðan þá hafa þessi Ólympíuleikar verið algjör martröð fyrir hana. Þetta er ein sigursælasta skíðakona allra tíma, fyrrum Ólympíumeistari og margfaldur heimsbikarmeistari og hún enn bara 26 ára gömul. Þess vegna finnst mörgum svo skrítið að sjá hana leika aðalhlutverkið í slíkri martröð. Friendly reminder that @mikaelashiffrin's resume is STACKED. pic.twitter.com/VmTZvSPm1K— espnW (@espnW) February 9, 2022 „Ég skil þetta ekki og ég veit ekki hvenær ég fær einhver svör. Ég get heldur ekki lýst því hversu pirruð ég er og sérstaklega af því að ég veit ekki hvað ég get í raun lært af þessu,“ sagði Mikaela Shiffrin. Hún er alla vega ósammála því að hafa ekki ráðið við pressuna eða of miklar væntingar. Ferðin hennar í bruninu gekk nokkuð vel í tvíkeppninni en þegar hún fór í svigið þá gerðist það sama og áður. Hún keyrði út úr brautinni og það snemma. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) „Mestu vonbrigðin, fyrir utan að vinna engin einstaklingsverðlaun á þessum leikum er að ég fékk mörg tækifæri til að fara niður þessa svigbraut og ég klúðraði þeim öllum,“ sagði Shiffrin. „Það eru vonbrigði fyrir mig, vonbrigði fyrir allt liðið, vonbrigði fyrir þjálfarana, vonbrigði fyrir alla sem hafa lagt svo mikið á sig og vonbrigði fyrir þá sem vöknuðu snemma heima og hugsuðu: Hey, hún stóð sig ágætlega í bruninu og hlýtur að gera eitthvað gott í sviginu,“ sagði Shiffrin. „Eins og staðan er núna þá líður mér eins og ég sé brandari,“ sagði Mikaela Shiffrin. Eftir að hún kom upp á herbergi þá opnaði hún símann sinn og setti síðan færslu inn á Instagram þar sem hún birti öll ljótu skilaboðin sem hún fékk. Það var nóg af þeim eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Mikaela Shiffrin (@mikaelashiffrin) Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira
Það þarf því ekkert að hugsa sig lengi til að komast að því að frammistaða hennar eru stærstu vonbrigðin á leikunum. Tough moments happen, just keep your head held high and you ll bounce back from this @MikaelaShiffrin #fisalpine #beijing2022 #olympics pic.twitter.com/0a5KoiQYNe— FIS Alpine (@fisalpine) February 17, 2022 Líkt og með fimleikakonuna Simone Biles á sumarleikunum í Tókýó þá var Shiffrin andlit Peking-leikanna í Bandaríkjunum og um leið voru allar væntingar keyrðar upp í hæstu hæstir. Biles hafði unnið allt margoft fyrir sína leika og það hafði Shiffrin gert líka. Shiffrin klúðraði fyrstu ferð í fyrstu grein sinni og síðan þá hafa þessi Ólympíuleikar verið algjör martröð fyrir hana. Þetta er ein sigursælasta skíðakona allra tíma, fyrrum Ólympíumeistari og margfaldur heimsbikarmeistari og hún enn bara 26 ára gömul. Þess vegna finnst mörgum svo skrítið að sjá hana leika aðalhlutverkið í slíkri martröð. Friendly reminder that @mikaelashiffrin's resume is STACKED. pic.twitter.com/VmTZvSPm1K— espnW (@espnW) February 9, 2022 „Ég skil þetta ekki og ég veit ekki hvenær ég fær einhver svör. Ég get heldur ekki lýst því hversu pirruð ég er og sérstaklega af því að ég veit ekki hvað ég get í raun lært af þessu,“ sagði Mikaela Shiffrin. Hún er alla vega ósammála því að hafa ekki ráðið við pressuna eða of miklar væntingar. Ferðin hennar í bruninu gekk nokkuð vel í tvíkeppninni en þegar hún fór í svigið þá gerðist það sama og áður. Hún keyrði út úr brautinni og það snemma. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) „Mestu vonbrigðin, fyrir utan að vinna engin einstaklingsverðlaun á þessum leikum er að ég fékk mörg tækifæri til að fara niður þessa svigbraut og ég klúðraði þeim öllum,“ sagði Shiffrin. „Það eru vonbrigði fyrir mig, vonbrigði fyrir allt liðið, vonbrigði fyrir þjálfarana, vonbrigði fyrir alla sem hafa lagt svo mikið á sig og vonbrigði fyrir þá sem vöknuðu snemma heima og hugsuðu: Hey, hún stóð sig ágætlega í bruninu og hlýtur að gera eitthvað gott í sviginu,“ sagði Shiffrin. „Eins og staðan er núna þá líður mér eins og ég sé brandari,“ sagði Mikaela Shiffrin. Eftir að hún kom upp á herbergi þá opnaði hún símann sinn og setti síðan færslu inn á Instagram þar sem hún birti öll ljótu skilaboðin sem hún fékk. Það var nóg af þeim eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Mikaela Shiffrin (@mikaelashiffrin)
Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira