Ítalska ferjan Euroferry Olympia var á leið til Brindisi frá grísku borginni Igoumenitsa í morgun þegar eldur kiknaði um borð nærri eyjunni Corfu. Gríska landhelgisgæslan segir í tilkynningu að 237 farþegar og 51 skipverji hafi verið um borð.
Allir ferþegarnir séu öryggir um borð í björgunarbátum. Nú sé verið að flytja farþega og skipverja til Corfu og veður milt, svo björgunaraðgerðir hafi gengið ágætlega.
Ekkert manntjón varð, samkvæmt fyrstu fréttum, en þrír dráttarbátar og þrír eftirlitsbátar landhelgisgæslu voru sendir til aðstoðar þeim um borð.
Eldurinn kviknaði klukkan 4:30 að staðartíma, norðaustur af Corfu á milli Grikklands og Albaníu. Upptök eldsins eru enn ókunn og rannsókn er þegar hafin.
Í myndbandi sem náðist í morgun sést ferjan í ljósum logum úti á hafi.