Afar ólíklegt að Valieva sjáist aftur á Ólympíuleikum Sindri Sverrisson skrifar 18. febrúar 2022 12:31 Kamila Valieva sýndi listir sínar á Vetrarólympíuleikunum í Peking en gerði slæm mistök á síðasta keppnisdegi sínum. Getty/Jean Catuffe Sagan sýnir að jafnvel þó að hin 15 ára gamla Kamila Valieva sleppi við langt bann vegna lyfjamisnotkunar þá eru miklar líkur á að hún sjáist ekki aftur á Vetrarólympíuleikum. Valieva lauk í gær keppni í listhlaupi á skautum með hádramatískum hætti þar sem þessi rússneski heimsmethafi féll tvisvar á svellið og gerði mun fleiri mistök en hún hefur áður sést gera. Ætla má að ástæðan sé álagið og umtalið sem fylgir því að í síðustu viku kom í ljós að Valieva hefði fallið á lyfjaprófi í desember. Hún fékk engu að síður að klára sína keppni á leikunum í Peking en bíður þess nú að vita hvort og þá hve langt bann hún fær. Bandaríski miðillinn NBC segir að jafnvel þó að Valieva fái ekkert bann þá sé ólíklegt að hún verði með á næstu Vetrarólympíuleikum, á Ítalíu eftir fjögur ár. Það er vegna aldurs, þó að hún verði þá ekki nema 19 ára gömul. Arftakarnir farnir að vekja athygli Leikarnir í Peking eru nefnilega fjórðu leikarnir í röð þar sem að Rússar eru ekki með neinn keppanda í listhlaupi á skautum sem hefur haft reynslu af því að keppa á leikum. Þeir „framleiða“ einfaldlega svo marga keppendur í fremstu röð að nýir keppendur hafa tekið við keflinu að fjórum árum liðnum. Til að mynda er hin 14 ára gamla Adelila Petrosian þegar farin að vekja mikla athygli. „Þetta er mylla“ NBC bendir á að það hafi mikið vægi í listhlaupi á skautum að keppendur séu léttir en með mikinn styrk, og þess vegna séu táningar eins og Valieva í fremstu röð. Rússar sjái til þess að þeir eigi alltaf táningsstúlkur í fremstu röð og nýjar taki við þegar hinar nálgist þrítugsaldurinn. „Þetta er mylla. Þetta er kerfi þar sem að það er mikið magn sett inn í byrjun og síðan tekur við darwinísk martröð þar sem hinir hæfustu lifa af,“ segir Peter Donnelly, stjórnandi íþróttastefnumáladeildar háskólans í Toronto. „Ég held að það sé ólíklegt,“ sagði Donnelly um möguleikann á að Valieva keppi aftur á Vetrarólympíuleikum, „sérstaklega eftir það andlega áfall sem hún hefur gengið í gegnum síðustu daga.“ Rússar eignuðust gull- og silfurverðlaunahafa þrátt fyrir áfall Valievu því hinar 17 ára gömlu Anna Shcherbakova og Alexandra Trusova enduðu í efstu tveimur sætunum. Áður hafði Alina Zagitova tryggt Rússum ólympíugull fyrir fjórum árum og Adelina Sotnikova fyrir átta árum. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Vetrarólympíuleikar 2026 á Ítalíu Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Fleiri fréttir Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir „Á eftir bolta kemur barn“ Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Sjá meira
Valieva lauk í gær keppni í listhlaupi á skautum með hádramatískum hætti þar sem þessi rússneski heimsmethafi féll tvisvar á svellið og gerði mun fleiri mistök en hún hefur áður sést gera. Ætla má að ástæðan sé álagið og umtalið sem fylgir því að í síðustu viku kom í ljós að Valieva hefði fallið á lyfjaprófi í desember. Hún fékk engu að síður að klára sína keppni á leikunum í Peking en bíður þess nú að vita hvort og þá hve langt bann hún fær. Bandaríski miðillinn NBC segir að jafnvel þó að Valieva fái ekkert bann þá sé ólíklegt að hún verði með á næstu Vetrarólympíuleikum, á Ítalíu eftir fjögur ár. Það er vegna aldurs, þó að hún verði þá ekki nema 19 ára gömul. Arftakarnir farnir að vekja athygli Leikarnir í Peking eru nefnilega fjórðu leikarnir í röð þar sem að Rússar eru ekki með neinn keppanda í listhlaupi á skautum sem hefur haft reynslu af því að keppa á leikum. Þeir „framleiða“ einfaldlega svo marga keppendur í fremstu röð að nýir keppendur hafa tekið við keflinu að fjórum árum liðnum. Til að mynda er hin 14 ára gamla Adelila Petrosian þegar farin að vekja mikla athygli. „Þetta er mylla“ NBC bendir á að það hafi mikið vægi í listhlaupi á skautum að keppendur séu léttir en með mikinn styrk, og þess vegna séu táningar eins og Valieva í fremstu röð. Rússar sjái til þess að þeir eigi alltaf táningsstúlkur í fremstu röð og nýjar taki við þegar hinar nálgist þrítugsaldurinn. „Þetta er mylla. Þetta er kerfi þar sem að það er mikið magn sett inn í byrjun og síðan tekur við darwinísk martröð þar sem hinir hæfustu lifa af,“ segir Peter Donnelly, stjórnandi íþróttastefnumáladeildar háskólans í Toronto. „Ég held að það sé ólíklegt,“ sagði Donnelly um möguleikann á að Valieva keppi aftur á Vetrarólympíuleikum, „sérstaklega eftir það andlega áfall sem hún hefur gengið í gegnum síðustu daga.“ Rússar eignuðust gull- og silfurverðlaunahafa þrátt fyrir áfall Valievu því hinar 17 ára gömlu Anna Shcherbakova og Alexandra Trusova enduðu í efstu tveimur sætunum. Áður hafði Alina Zagitova tryggt Rússum ólympíugull fyrir fjórum árum og Adelina Sotnikova fyrir átta árum.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Vetrarólympíuleikar 2026 á Ítalíu Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Fleiri fréttir Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir „Á eftir bolta kemur barn“ Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Sjá meira