Blóðmerar og ímynd Íslands Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 18. febrúar 2022 14:00 Ég tók þá ákvörðun fyrir mörgum árum að fara aldrei nokkurn tímann til Sádi-Arabíu. Staða kvenna og meðferð á konum þar er óásættanleg að mínu mati. Vinkona mín ætlar ekki að fara til Ungverjalands fyrr en Ungverjar eru búnir að taka sig á varðandi stöðu og réttindi samkynhneigðra þar í landi. Nú eru farnar að berast fréttir af fólki víða um heim, sem setur spurningamerki við það að ferðast til Íslands, vegna fregna af illri meðferð á dýrum í formi blóðmerahalds. Sagan fljót að berast um heiminn Myndband frá svissnesku dýraverndunarsamtökunum Animal Welfare Foundation, sem sýnir blóðtöku úr fylfullum hryssum á Íslandi hefur farið eins og eldur í sinu um heiminn. Þar fylgir sögunni, að Ísland sé eitt af örfáum ríkjum heims sem enn leyfa þessa starfsemi. Myndbandið, sem hefur vakið upp mikinn óhug og jafnvel viðbjóð, hefur leitt til víðtækrar fjölmiðlaumfjöllunar á mörgum helstu markaðssvæðum íslenskrar ferðaþjónustu. Í Þýskalandi, svo dæmi sé tekið, hafa virtir fjölmiðlar á borð við dagblaðið Süddeutsche Zeitung og sjónvarpsstöðina ARD fjallað ítarlega um málið. Niðurstaðan af þessu öllu saman er að ímynd Íslands og ekki síður ímynd íslenska hestsins, hrossaræktunar og hestaferða hefur beðið hnekki. Rétt er að geta þess að ímynd íslenska hestsins hefur lengi verið sterk og mikil umsvif eiga sér stað í „hestahagkerfinu“ á hverju ári. Þannig voru t.d. um 3300 hestar seldir úr landi á síðasta ári fyrir rúma 2,2 milljarða króna. Ætla má að blóðmerahald hafi neikvæð áhrif á „hestahagkerfið“ hér á landi. Getur valdið miklum skaða Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa þegar kemur að ferðaþjónustu. Nú þegar hefur blóðmeramálið valdið truflunum í eftirspurn. Símtölum og fyrirspurnum hefur rignt yfir ferðaþjónustufyrirtæki bæði hér heima og erlendis. Þau koma frá fólki sem er svo ofboðið að það finnur sig knúið til að leggja orð í belg og jafnvel fullvissa sig um að blóðmerahald sé ekki landlægt á Íslandi. Það liggur fyrir að sterk og góð ímynd landa og áfangastaða er eitt mikilvægasta tækið í verkfærakistunni, þegar kemur að því að selja bæði ferðir til Íslands og ekki síður íslenskar vörur á erlendum mörkuðum. Sagan segir okkur að mál á borð við þetta - nærtækt er þar að nefna hvalveiðar Íslendinga - geta valdið miklum skaða og stefnt viðskiptahagsmunum okkar erlendis í voða. Hangir saman á ímynd Íslands Það er mjög ólíklegt að þetta mál hverfi eins og fyrir töfra af sjónarsviðinu og við getum haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist. Mun líklegra er, að það blási upp og valdi verulegu tjóni, þegar upp er staðið. Í þessu samhengi skiptir engu máli hvað er rétt og hvað er rangt varðandi blóðtökuna og meðferð á hryssunum. Það skiptir engu máli hvað okkur finnst. Skaðinn er skeður. Skriðan er farin af stað. Við sem samfélag þurfum nú að velta því fyrir okkur hvað sé best fyrir okkur og hvaða hagsmuna við eigum að gæta í stóra samhenginu. Það má leiða að því líkum að flestir ferðamenn, sem hafa áhuga á að koma til Íslands, fordæmi blóðmerahald og það hvernig blóðið er notað. Það sama má segja um þá sem líklegir eru til að kaupa íslenska hesta. Það má líka reikna með þetta mál muni einnig hafa áhrif á sölu matvæla á erlendum mörkuðum. Allt hangir þetta saman á ímynd Íslands. Meiri hagsmunum fórnað fyrir minni? Útflutningsverðmæti á blóði úr fylfullum hryssum eru áætluð um tveir milljarðar króna á ári. Til samanburðar eru útflutningstekjur af 7700 ferðamönnum sem sækja Ísland heim um tveir milljarðar króna. Þó að umfjöllun um blóðmerahald fæli aðeins um 7700 ferðamenn frá því að koma til landsins þá eru þessir tveir milljarðar úflutningstekna tapaðir. Reynslan af áhrifum hvalveiða á ímynd Íslands og ferðaþjónustu sýnir að það er fyllilega raunhæfur fjöldi. Verði áhrifin enn meiri en það, sem er mjög líklegt, er blóðmerahald farið að valda beinum efnahagslegum skaða. Spurningin núna hlýtur því að vera sú hvar stóru hagsmunirnir liggi. Hvort að með áframhaldandi leyfisveitingum fyrir blóðmerahald, sé verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Til að gera langa sögu stutta: Er blóðmerahald og útflutningur á blóði úr fylfullum merum til svínaeldis góður „bisness“ fyrir Ísland í heildarsamhenginu? Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Blóðmerahald Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ég tók þá ákvörðun fyrir mörgum árum að fara aldrei nokkurn tímann til Sádi-Arabíu. Staða kvenna og meðferð á konum þar er óásættanleg að mínu mati. Vinkona mín ætlar ekki að fara til Ungverjalands fyrr en Ungverjar eru búnir að taka sig á varðandi stöðu og réttindi samkynhneigðra þar í landi. Nú eru farnar að berast fréttir af fólki víða um heim, sem setur spurningamerki við það að ferðast til Íslands, vegna fregna af illri meðferð á dýrum í formi blóðmerahalds. Sagan fljót að berast um heiminn Myndband frá svissnesku dýraverndunarsamtökunum Animal Welfare Foundation, sem sýnir blóðtöku úr fylfullum hryssum á Íslandi hefur farið eins og eldur í sinu um heiminn. Þar fylgir sögunni, að Ísland sé eitt af örfáum ríkjum heims sem enn leyfa þessa starfsemi. Myndbandið, sem hefur vakið upp mikinn óhug og jafnvel viðbjóð, hefur leitt til víðtækrar fjölmiðlaumfjöllunar á mörgum helstu markaðssvæðum íslenskrar ferðaþjónustu. Í Þýskalandi, svo dæmi sé tekið, hafa virtir fjölmiðlar á borð við dagblaðið Süddeutsche Zeitung og sjónvarpsstöðina ARD fjallað ítarlega um málið. Niðurstaðan af þessu öllu saman er að ímynd Íslands og ekki síður ímynd íslenska hestsins, hrossaræktunar og hestaferða hefur beðið hnekki. Rétt er að geta þess að ímynd íslenska hestsins hefur lengi verið sterk og mikil umsvif eiga sér stað í „hestahagkerfinu“ á hverju ári. Þannig voru t.d. um 3300 hestar seldir úr landi á síðasta ári fyrir rúma 2,2 milljarða króna. Ætla má að blóðmerahald hafi neikvæð áhrif á „hestahagkerfið“ hér á landi. Getur valdið miklum skaða Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa þegar kemur að ferðaþjónustu. Nú þegar hefur blóðmeramálið valdið truflunum í eftirspurn. Símtölum og fyrirspurnum hefur rignt yfir ferðaþjónustufyrirtæki bæði hér heima og erlendis. Þau koma frá fólki sem er svo ofboðið að það finnur sig knúið til að leggja orð í belg og jafnvel fullvissa sig um að blóðmerahald sé ekki landlægt á Íslandi. Það liggur fyrir að sterk og góð ímynd landa og áfangastaða er eitt mikilvægasta tækið í verkfærakistunni, þegar kemur að því að selja bæði ferðir til Íslands og ekki síður íslenskar vörur á erlendum mörkuðum. Sagan segir okkur að mál á borð við þetta - nærtækt er þar að nefna hvalveiðar Íslendinga - geta valdið miklum skaða og stefnt viðskiptahagsmunum okkar erlendis í voða. Hangir saman á ímynd Íslands Það er mjög ólíklegt að þetta mál hverfi eins og fyrir töfra af sjónarsviðinu og við getum haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist. Mun líklegra er, að það blási upp og valdi verulegu tjóni, þegar upp er staðið. Í þessu samhengi skiptir engu máli hvað er rétt og hvað er rangt varðandi blóðtökuna og meðferð á hryssunum. Það skiptir engu máli hvað okkur finnst. Skaðinn er skeður. Skriðan er farin af stað. Við sem samfélag þurfum nú að velta því fyrir okkur hvað sé best fyrir okkur og hvaða hagsmuna við eigum að gæta í stóra samhenginu. Það má leiða að því líkum að flestir ferðamenn, sem hafa áhuga á að koma til Íslands, fordæmi blóðmerahald og það hvernig blóðið er notað. Það sama má segja um þá sem líklegir eru til að kaupa íslenska hesta. Það má líka reikna með þetta mál muni einnig hafa áhrif á sölu matvæla á erlendum mörkuðum. Allt hangir þetta saman á ímynd Íslands. Meiri hagsmunum fórnað fyrir minni? Útflutningsverðmæti á blóði úr fylfullum hryssum eru áætluð um tveir milljarðar króna á ári. Til samanburðar eru útflutningstekjur af 7700 ferðamönnum sem sækja Ísland heim um tveir milljarðar króna. Þó að umfjöllun um blóðmerahald fæli aðeins um 7700 ferðamenn frá því að koma til landsins þá eru þessir tveir milljarðar úflutningstekna tapaðir. Reynslan af áhrifum hvalveiða á ímynd Íslands og ferðaþjónustu sýnir að það er fyllilega raunhæfur fjöldi. Verði áhrifin enn meiri en það, sem er mjög líklegt, er blóðmerahald farið að valda beinum efnahagslegum skaða. Spurningin núna hlýtur því að vera sú hvar stóru hagsmunirnir liggi. Hvort að með áframhaldandi leyfisveitingum fyrir blóðmerahald, sé verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Til að gera langa sögu stutta: Er blóðmerahald og útflutningur á blóði úr fylfullum merum til svínaeldis góður „bisness“ fyrir Ísland í heildarsamhenginu? Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun