Biðin loks á enda: Nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli ræst á morgun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. febrúar 2022 14:30 Lyftan sem gestir í Hlíðarfjalli geta skellt sér í klukkan 13 á morgun. Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli Mikill fjöldi skíða- og brettafólks rennir sér í brekkunum í Hlíðarfjalli um helgina í nýföllnum snjó og veðurblíðu. Stór stund verður á morgun klukkan 13 þegar ný stólalyfta í fjallinu verður ræst. Biðin hefur verið löng en nú virðist allt klappað og klárt. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins, segist vera mjög peppaður fyrir morgundeginum. Lyftan hafi verið í keyrslu í allan dag, verði í gangi frá 13-16 á morgun og svo frá 10-16 á sunnudaginn. Formleg vígluathöfn verður þó haldin síðar. Brynjar Helgi er sjálfur fjarri góðu gamni, heima með Covid-19. Hann segir mikið álag á starfsfólki í fjallinu enda brjálað að gera. Verið að troða nýjar leiðir eftir alla ofankomuna, standa vaktina í lyftunni og svo er það auðvitað skíðaleigan, veitingasalan og svo fram vegis. Hiti á Akueyri er við frostmark og stillt. Fínustu aðstæður til að renna sér eftir mikla ofankomu undanfarna daga. Á morgun er spáð köldu en björtu hægviðri og verður lyftan því gangsett við kjöraðstæður . Vegna aðstæðna og mikils bratta svo hátt í fjallinu, verður lyftan eingöngu notuð þegar skyggni er gott og snjóflóðahætta í lágmarki. „Það verður mikil gleði upp frá á morgun,“ segir Brynjar Helgi. Hann verður að bíða til mánudags eftir að mæta sjálfur á svæðið. „Það verður góður dagur á skrifstofunni á mánudaginn.“ Skíðasvæði Akureyri Tengdar fréttir Allt að verða klárt í Hlíðarfjalli Stefnt er að því að opna skíðasvæðið í Hlíðarfjalli við Akureyri á föstudaginn. Vonir standa til að jafnvel verði hægt að vígja nýja stólalyftu í fjallinu í þessum mánuði. 15. desember 2021 12:39 Frestast að taka nýju stólalyftuna í Hlíðarfjalli í notkun Það mun frestast um rúman mánuð eða svo að taka nýja skíðalyftu í Hlíðarfjalli í notkun. Taka átti lyftuna í notkun nú um mánaðamótin en greint er frá því á Facebook-síðu Akureyrarbæjar að það muni frestast af óviðráðanlegum orsökum. 5. febrúar 2020 23:15 Styttist í að nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli verði tekin í notkun Skíðavertíðin hefur varið vel af stað í Hlíðarfjalli þessi jólin og það styttist í að ný stólalyfta verði opnuð. 30. desember 2019 09:30 Framkvæmdir við nýja skíðalyftu komnar á fullt Framkvæmdir við gerð nýrrar stólalyftu á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli við Akureyri eru komnar á fullt. Allt kapp er lagt á að lyftan verði komin í gagnið í tæka tíð fyrir skíðavertíðina í vetur. 24. ágúst 2019 21:22 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira
Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins, segist vera mjög peppaður fyrir morgundeginum. Lyftan hafi verið í keyrslu í allan dag, verði í gangi frá 13-16 á morgun og svo frá 10-16 á sunnudaginn. Formleg vígluathöfn verður þó haldin síðar. Brynjar Helgi er sjálfur fjarri góðu gamni, heima með Covid-19. Hann segir mikið álag á starfsfólki í fjallinu enda brjálað að gera. Verið að troða nýjar leiðir eftir alla ofankomuna, standa vaktina í lyftunni og svo er það auðvitað skíðaleigan, veitingasalan og svo fram vegis. Hiti á Akueyri er við frostmark og stillt. Fínustu aðstæður til að renna sér eftir mikla ofankomu undanfarna daga. Á morgun er spáð köldu en björtu hægviðri og verður lyftan því gangsett við kjöraðstæður . Vegna aðstæðna og mikils bratta svo hátt í fjallinu, verður lyftan eingöngu notuð þegar skyggni er gott og snjóflóðahætta í lágmarki. „Það verður mikil gleði upp frá á morgun,“ segir Brynjar Helgi. Hann verður að bíða til mánudags eftir að mæta sjálfur á svæðið. „Það verður góður dagur á skrifstofunni á mánudaginn.“
Skíðasvæði Akureyri Tengdar fréttir Allt að verða klárt í Hlíðarfjalli Stefnt er að því að opna skíðasvæðið í Hlíðarfjalli við Akureyri á föstudaginn. Vonir standa til að jafnvel verði hægt að vígja nýja stólalyftu í fjallinu í þessum mánuði. 15. desember 2021 12:39 Frestast að taka nýju stólalyftuna í Hlíðarfjalli í notkun Það mun frestast um rúman mánuð eða svo að taka nýja skíðalyftu í Hlíðarfjalli í notkun. Taka átti lyftuna í notkun nú um mánaðamótin en greint er frá því á Facebook-síðu Akureyrarbæjar að það muni frestast af óviðráðanlegum orsökum. 5. febrúar 2020 23:15 Styttist í að nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli verði tekin í notkun Skíðavertíðin hefur varið vel af stað í Hlíðarfjalli þessi jólin og það styttist í að ný stólalyfta verði opnuð. 30. desember 2019 09:30 Framkvæmdir við nýja skíðalyftu komnar á fullt Framkvæmdir við gerð nýrrar stólalyftu á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli við Akureyri eru komnar á fullt. Allt kapp er lagt á að lyftan verði komin í gagnið í tæka tíð fyrir skíðavertíðina í vetur. 24. ágúst 2019 21:22 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira
Allt að verða klárt í Hlíðarfjalli Stefnt er að því að opna skíðasvæðið í Hlíðarfjalli við Akureyri á föstudaginn. Vonir standa til að jafnvel verði hægt að vígja nýja stólalyftu í fjallinu í þessum mánuði. 15. desember 2021 12:39
Frestast að taka nýju stólalyftuna í Hlíðarfjalli í notkun Það mun frestast um rúman mánuð eða svo að taka nýja skíðalyftu í Hlíðarfjalli í notkun. Taka átti lyftuna í notkun nú um mánaðamótin en greint er frá því á Facebook-síðu Akureyrarbæjar að það muni frestast af óviðráðanlegum orsökum. 5. febrúar 2020 23:15
Styttist í að nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli verði tekin í notkun Skíðavertíðin hefur varið vel af stað í Hlíðarfjalli þessi jólin og það styttist í að ný stólalyfta verði opnuð. 30. desember 2019 09:30
Framkvæmdir við nýja skíðalyftu komnar á fullt Framkvæmdir við gerð nýrrar stólalyftu á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli við Akureyri eru komnar á fullt. Allt kapp er lagt á að lyftan verði komin í gagnið í tæka tíð fyrir skíðavertíðina í vetur. 24. ágúst 2019 21:22