Sport

Daniel Mortensen: Ég var að reyna að enda með fimmtíu stig

Andri Már Eggertsson skrifar
Daniel Mortensen gerði 47 stig í kvöld
Daniel Mortensen gerði 47 stig í kvöld Vísir/Bára

Þór Þorlákshöfn vann tuttugu stiga sigur á Breiðabliki 136 - 116. Daniel Mortensen, leikmaður Þórs Þorlákshafnar fór á kostum og gerði 47 stig í leiknum. 

„Ég var ánægður með sóknarleikinn hjá okkur, við spiluðum ágæta vörn á köflum. Við getum spilað hraðan bolta eins og þeir vilja gera,“ sagði Daniel Mortensen eftir leik.

Fyrir hálfleikur Íslandsmeistaranna var ótrúlegur þar sem Þór gerði 77 stig og var Daniel allt í öllu sóknarlega. 

„Það vantaði lykilmenn í Breiðablik. Við erum með hávaxnara lið sem við nýttum okkur. Þeir spila mjög sérstakan körfubolta þar sem þeir hlaupa mjög mikið. Það er erfitt að spila á móti þeim og fannst mér þeir standa sig vel.“

Daniel Mortensen gerði 28 stig á fjórtán mínútum í fyrri hálfleik en alls skoraði hann 47 stig og var afar ánægður með sinn leik.

„Mér leið bara mjög vel í leiknum og hugsa ég lítið um hvað ég skora mörg stig á meðan leik stendur.“

Daniel viðurkenndi það að þrátt fyrir að hafa sagt að hann spái ekki í hversu mörg stig hann skorar þá var hann að reyna að enda með 50 stig.

„Já ég var að reyna að koma mér í fimmtíu stigin undir lokin. Ég klikkaði varla skoti í leiknum en undir lokin þá fór ég að klikka. Svona er boltinn fjörutíu og sjö stig er allt í lagi held ég,“ sagði Daniel Mortensen léttur að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×