Samkvæmt upplýsingum frá Umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var einnig skafrenningur á svæðinu sem skapaði hættu.
Stöðva þurfti umferðina á meðan beðið var eftir dráttarbíl og jeppanum komið í burtu. Því starfi lauk á þriðja tímanum í dag og gátu vegfarendur þá haldið leið sinni áfram.
Talsverð röð myndaðist á Kjalarnesi eftir slysið.
