Flest ríki ráðleggja borgurum sínum að ferðast ekki til Úkraínu og þeir sem eru þar fyrir hefur verið bent á að fara þaðan.
Eins og frægt er orðið hafa Rússar komið fyrir allt að 190 þúsund hermönnum við landamæri Úkraínu og er óttast að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi ákveðið að gera aðra innrás í landið.
Í tilkynningu á Facebooksíðu utanríkisráðuneytis Íslands eru Íslendingar í Úkraínu hvattir til að láta vita af sér með tölvupósti á hjalp@utn.is. Sömuleiðis eru þeir hvattir til að fylgjast með ferðaviðvörunum utanríkisráðuneyta Norðurlanda.