Typpi skíðagarps fraus í annað sinn á einu ári: „Einn versti sársauki sem ég hef fundið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. febrúar 2022 17:02 Remi Lindholm var líklega feginn þegar hann kom í mark í 30 km skíagöngu karla með frjálsri aðferð í gær. Tom Weller/VOIGT/DeFodi Images via Getty Images Þrátt fyrir að 50 km skíðaganga karla hafi verið stytt um 20 km á seinustu stundu í gær til að vernda keppendur frá veðri og vindum kom það ekki í veg fyrir að finnski skíðagarpurinn Remi Lindholm þurfti að afþýða sérstaklega viðkvæman líkamspart að keppni lokinni. Lindholm kom í mark í 28. sæti á tímanum 1:15:55.6, fimm sætum á eftir íslenska gönguskíðagarpnum Snorra Einarssyni sem náði besta árangri Íslendings í skíðagöngu á Ólympíuleikum. Eins og áður segir var ákveðið að stytta keppnina umtalsvert þar sem að nístandi kuldi og mikill vindur hafði áhrif á keppendur. Veðrið fór greinilega ekki vel í alla, eins og Remi Lindholm getur sjálfur vitnað til um. Þetta er í annað sinn á innan við einu ári sem Lindholm lendir í því að þurfa að afþýða typpið á sér eftir keppni, en hann lenti í svipuðu atviki í Ruka í Finnlandi á seinasta ári. „Þið getið giskað á hvaða líkamspartur var aðeins frosinn þegar ég kom í mark,“ sagði Lindholm eftir keppnina. „Þetta var ein versta keppni sem ég hef tekið þátt í. Þetta snérist bara um að berjast í gegnum sársaukann.“ Lindholm segir að hann hafi notað hitapoka til að afþýða svæðið að keppni lokinni. „Þegar líkamsparturinn fór að hitna eftir keppnina þá var það einn versti sársauki sem ég hef fundið,“ bætti kappinn við að lokum. ⚠️ This information may offend the sensibilities of some people.🧊 Finnish skier's penis froze in the middle of the competition: "Pretty unbearable pain"@RemiLindholm put a heat bag on his penis after the race.🔗 https://t.co/2q5AdQvShT pic.twitter.com/y19MnzWYTD— XC Skiing Warriors (@XCSwarriors) February 19, 2022 Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Finnland Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sjá meira
Lindholm kom í mark í 28. sæti á tímanum 1:15:55.6, fimm sætum á eftir íslenska gönguskíðagarpnum Snorra Einarssyni sem náði besta árangri Íslendings í skíðagöngu á Ólympíuleikum. Eins og áður segir var ákveðið að stytta keppnina umtalsvert þar sem að nístandi kuldi og mikill vindur hafði áhrif á keppendur. Veðrið fór greinilega ekki vel í alla, eins og Remi Lindholm getur sjálfur vitnað til um. Þetta er í annað sinn á innan við einu ári sem Lindholm lendir í því að þurfa að afþýða typpið á sér eftir keppni, en hann lenti í svipuðu atviki í Ruka í Finnlandi á seinasta ári. „Þið getið giskað á hvaða líkamspartur var aðeins frosinn þegar ég kom í mark,“ sagði Lindholm eftir keppnina. „Þetta var ein versta keppni sem ég hef tekið þátt í. Þetta snérist bara um að berjast í gegnum sársaukann.“ Lindholm segir að hann hafi notað hitapoka til að afþýða svæðið að keppni lokinni. „Þegar líkamsparturinn fór að hitna eftir keppnina þá var það einn versti sársauki sem ég hef fundið,“ bætti kappinn við að lokum. ⚠️ This information may offend the sensibilities of some people.🧊 Finnish skier's penis froze in the middle of the competition: "Pretty unbearable pain"@RemiLindholm put a heat bag on his penis after the race.🔗 https://t.co/2q5AdQvShT pic.twitter.com/y19MnzWYTD— XC Skiing Warriors (@XCSwarriors) February 19, 2022
Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Finnland Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sjá meira