Framtíðin bíður ekki eftir Sjálfstæðisflokknum Birta Karen Tryggvadóttir skrifar 21. febrúar 2022 07:30 Þann 23. – 25. febrúar næstkomandi fer fram aðalfundur Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þar verður kosið milli tveggja framboða. Undirrituð leiðir annan listann en samhliða gefa ellefu einstaklingar sig fram til stjórnarsetu í Heimdalli og sex til varastjórnarsetu. Framboðið samanstendur af frambærilegu ungu fólki sem vill vinna í þágu flokksins. Árið 2017 var síðast kosið milli tveggja framboða í Heimdalli og kosningarnar því, að mínu mati, löngu tímabærar. Það er í raun hollustumerki að fleiri en eitt framboð bjóði sig fram til stjórnarsetu í ungliðahreyfingu. Frelsismál skilin eftir Á núlíðandi kjörtímabili og því fyrra hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið í ríkisstjórnarsamstarfi með flokkum sem hafa aðra sýn á samfélagið en hann sjálfur. Í umræddu samstarfi hefur flokkurinn þurft að víkja frá ýmsum grunnfrelsismálum, sem er miður. Afglæpavæðing neysluskammta, frjálsara fjölmiðlaumhverfi, niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu, aukið frelsi foreldra til að velja nafn á börnin sín og afnám einokunar ÁTVR á áfengissölu eru meðal þeirra mála sem að við hefðum viljað sjá Sjálfstæðisflokkinn leggja meiri áherslu á. Við munum halda þessum mikilvægu málum á lofti og skorum á flokkinn að standa með þeim. Auðvelt er að skilja þessi litlu frelsismál eftir og stimpla þau sem „ekki forgangsmál“ en þó svo að mál séu lítil í hinu stóra samhengi er það ekki ástæða til að skilja þau eftir. Flokkur unga fólksins Mikilvæg verkefni eru framundan hjá Heimdalli á komandi starfsári. Sveitarstjórnarkosningar eru framundan en í þeim felast miklar áskoranir en þó ekki síður tækifæri – tækifæri til að sannfæra ungt fólk um gildi Sjálfstæðisstefnunnar. Heimdallur er þó ekki síður mikilvægur til að veita kjörnum fulltrúum aðhald með því að minna flokkinn á grunngildi sín þegar þeir eru komnir af sporinu. Við erum óhrædd við að stíga fram og minna flokkinn á þessi grunngildi. Ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn treystir ungu fólki og hefur sýnt það í verki, til að mynda með því að skipa tvo yngstu ráðherra í sögu íslenska lýðveldisins. Auk þess er vert að nefna að þeir tveir frambjóðendur sem hafa gefið kost á sér í fyrsta sæti flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor teljast ungir sjálfstæðismenn – enda falla allir flokksmenn þar undir sem eru á aldursbilinu 15 til 35 ára. Á fyrri árum dró ungt fólk vagninn í fylgi flokksins en það er ekki raunin lengur. Við þurfum að sýna að Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur unga fólksins. Grunnstef flokksins um frelsi einstaklingsins til athafna á samleið með skoðunum ungs fólks en þrátt fyrir það er raunin sú að ungt fólk telur sig ekki eiga samleið með flokknum. Því er ljóst að Sjálfstæðisflokknum er mikill vandi á höndum því án ungs fólks á flokkurinn enga framtíð. Hugsjónir ungs fólks eru hugsjónir framtíðarinnar, hugsjónir sem flokkurinn hefur horft framhjá og ekki hlustað nægilega vel á. Því þarf öfluga ungliðahreyfingu til að minna flokkinn á að svara kalli framtíðarinnar – því framtíðin bíður ekki eftir Sjálfstæðisflokknum. Við bjóðum því fram okkar krafta til að leiða ungliðastarf Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Öll búsett í Reykjavík á aldrinum 15 – 35 ára sem eru skráð í flokkinn geta kosið – hægt er að skrá sig með rafrænum skilríkjum, hér: https://xd.is/minar-sidur/. Kosið verður í Valhöll (Háaleitisbraut 1) milli kl 16 – 20 á fimmtudag og 16 – 19 á föstudag. Ég skora á þig, kæri lesandi, að taka þátt! Höfundur leiðir lista Birtu Karenar og Kára Freys í framboði til stjórnarsetu í Heimdalli, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 23. – 25. febrúar næstkomandi fer fram aðalfundur Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þar verður kosið milli tveggja framboða. Undirrituð leiðir annan listann en samhliða gefa ellefu einstaklingar sig fram til stjórnarsetu í Heimdalli og sex til varastjórnarsetu. Framboðið samanstendur af frambærilegu ungu fólki sem vill vinna í þágu flokksins. Árið 2017 var síðast kosið milli tveggja framboða í Heimdalli og kosningarnar því, að mínu mati, löngu tímabærar. Það er í raun hollustumerki að fleiri en eitt framboð bjóði sig fram til stjórnarsetu í ungliðahreyfingu. Frelsismál skilin eftir Á núlíðandi kjörtímabili og því fyrra hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið í ríkisstjórnarsamstarfi með flokkum sem hafa aðra sýn á samfélagið en hann sjálfur. Í umræddu samstarfi hefur flokkurinn þurft að víkja frá ýmsum grunnfrelsismálum, sem er miður. Afglæpavæðing neysluskammta, frjálsara fjölmiðlaumhverfi, niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu, aukið frelsi foreldra til að velja nafn á börnin sín og afnám einokunar ÁTVR á áfengissölu eru meðal þeirra mála sem að við hefðum viljað sjá Sjálfstæðisflokkinn leggja meiri áherslu á. Við munum halda þessum mikilvægu málum á lofti og skorum á flokkinn að standa með þeim. Auðvelt er að skilja þessi litlu frelsismál eftir og stimpla þau sem „ekki forgangsmál“ en þó svo að mál séu lítil í hinu stóra samhengi er það ekki ástæða til að skilja þau eftir. Flokkur unga fólksins Mikilvæg verkefni eru framundan hjá Heimdalli á komandi starfsári. Sveitarstjórnarkosningar eru framundan en í þeim felast miklar áskoranir en þó ekki síður tækifæri – tækifæri til að sannfæra ungt fólk um gildi Sjálfstæðisstefnunnar. Heimdallur er þó ekki síður mikilvægur til að veita kjörnum fulltrúum aðhald með því að minna flokkinn á grunngildi sín þegar þeir eru komnir af sporinu. Við erum óhrædd við að stíga fram og minna flokkinn á þessi grunngildi. Ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn treystir ungu fólki og hefur sýnt það í verki, til að mynda með því að skipa tvo yngstu ráðherra í sögu íslenska lýðveldisins. Auk þess er vert að nefna að þeir tveir frambjóðendur sem hafa gefið kost á sér í fyrsta sæti flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor teljast ungir sjálfstæðismenn – enda falla allir flokksmenn þar undir sem eru á aldursbilinu 15 til 35 ára. Á fyrri árum dró ungt fólk vagninn í fylgi flokksins en það er ekki raunin lengur. Við þurfum að sýna að Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur unga fólksins. Grunnstef flokksins um frelsi einstaklingsins til athafna á samleið með skoðunum ungs fólks en þrátt fyrir það er raunin sú að ungt fólk telur sig ekki eiga samleið með flokknum. Því er ljóst að Sjálfstæðisflokknum er mikill vandi á höndum því án ungs fólks á flokkurinn enga framtíð. Hugsjónir ungs fólks eru hugsjónir framtíðarinnar, hugsjónir sem flokkurinn hefur horft framhjá og ekki hlustað nægilega vel á. Því þarf öfluga ungliðahreyfingu til að minna flokkinn á að svara kalli framtíðarinnar – því framtíðin bíður ekki eftir Sjálfstæðisflokknum. Við bjóðum því fram okkar krafta til að leiða ungliðastarf Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Öll búsett í Reykjavík á aldrinum 15 – 35 ára sem eru skráð í flokkinn geta kosið – hægt er að skrá sig með rafrænum skilríkjum, hér: https://xd.is/minar-sidur/. Kosið verður í Valhöll (Háaleitisbraut 1) milli kl 16 – 20 á fimmtudag og 16 – 19 á föstudag. Ég skora á þig, kæri lesandi, að taka þátt! Höfundur leiðir lista Birtu Karenar og Kára Freys í framboði til stjórnarsetu í Heimdalli, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun