Stefnir í að skerða þurfi valþjónustu enn frekar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. febrúar 2022 13:18 Framkvæmdastjóri lækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri óttast að skerða þurfi valþjónustu enn frekar vegna manneklu. Vísir/Tryggvi/Aðsend Sigurður Einar Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga við Sjúkrahúsið á Akureyri segir að með þessu áframhaldi sé útlit fyrir að skerða þurfi valþjónustu enn frekar. Nú liggja níu sjúklingar inni á sjúkrahúsinu með COVID-19 en af þeim eru þrír þeirra sem eru inniliggjandi beinlínis af völdum sjúkdómsins. Ástandið á sjúkrahúsinu er með eindæmum slæmt með tilliti til mönnunar en erfiðlega hefur reynst að manna grunnþjónustu. „Staðan er mjög þröng núna. Sem dæmi má nefna þá eru 56 starfsmenn núna skráðir í fjarveru vegna COVID-19 sem er þessi tala sem hefur verið undanfarna daga. Þetta er orðið ansi þröngt og erfitt á deildunum að manna grunnþjónustuna. Við höfum þurft að kalla fólk inn á aukavaktir og erum að huga að því hvernig við getum haldið þessu áfram. Hugsanlega þarf að skerða eitthvað meira valþjónustu en undanfarið.“ Sigurður var spurður hvernig honum litist á frekar afléttingar sóttvarnaaðgerða í samfélaginu. „Það er bara mjög erfitt að segja til um það. Þetta er vandasamt mat og spurning hvort við höfum í raun og veru mikla stjórn á faraldrinum úti í samfélaginu. Okkur sýnist smitin vera það mörg á degi hverjum að þær takmarkanir sem eru í gildi nái kannski ekkert að draga verulega úr. Aftur á móti þá er fólk að vinna með sóttvarnir á heilbrigðisstofnunum og það er það sem kemur þá kannski helst í veg fyrir að þetta dreifist hratt á meðal þeirra sem veikari eru fyrir. Hvort það verði hætt með þessa fimm daga einangrun og þá sérstaklega hjá einkennalausum; ég veit ekki hvort það breyti miklu. Smitsjúkdómasérfræðingar og faraldursfræðingar kunna betur að meta það og væntanlega verður sú ákvörðun tekin út frá þeirra þekkingu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjúkrahúsið á Akureyri Akureyri Tengdar fréttir Næstu tvær vikur verði mjög erfiðar: „Við höfum ekki fleiri til að leita til“ Hátt í tíu prósent starfsmanna Landspítala eru nú frá vinnu vegna Covid og annarra veikinda. Staðan er því mjög þung á spítalanum um þessar mundir og má gera ráð fyrir að hún verði það áfram næstu vikurnar. Framkvæmdastjóri mannauðs á Landspítala vonar að fjöldi starfsmanna með Covid sé á leiðinni niður. 17. febrúar 2022 16:45 Gætu þurft að kalla starfsfólk úr einangrun svo spítalinn geti starfað Til skoðunar er að stytta eða hreinlega aflétta einangrun heilbrigðisstarfsfólks á næstunni til að leysa mönnunarvanda. Rúmlega þrjú hundruð starfsmenn eru frá vinnu á spítalanum vegna þess að þeir eru í einangrun. 14. febrúar 2022 17:47 Minna á bakvarðasveitina vegna mikilla forfalla Þörf er á fleira heilbrigðisstarfsfólki á skrá í bakvarðasveitina svokölluðu vegna mikilla forfalla starfsfólks heilbrigðisstofnana sem er í einangrun. 9. febrúar 2022 15:40 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Nú liggja níu sjúklingar inni á sjúkrahúsinu með COVID-19 en af þeim eru þrír þeirra sem eru inniliggjandi beinlínis af völdum sjúkdómsins. Ástandið á sjúkrahúsinu er með eindæmum slæmt með tilliti til mönnunar en erfiðlega hefur reynst að manna grunnþjónustu. „Staðan er mjög þröng núna. Sem dæmi má nefna þá eru 56 starfsmenn núna skráðir í fjarveru vegna COVID-19 sem er þessi tala sem hefur verið undanfarna daga. Þetta er orðið ansi þröngt og erfitt á deildunum að manna grunnþjónustuna. Við höfum þurft að kalla fólk inn á aukavaktir og erum að huga að því hvernig við getum haldið þessu áfram. Hugsanlega þarf að skerða eitthvað meira valþjónustu en undanfarið.“ Sigurður var spurður hvernig honum litist á frekar afléttingar sóttvarnaaðgerða í samfélaginu. „Það er bara mjög erfitt að segja til um það. Þetta er vandasamt mat og spurning hvort við höfum í raun og veru mikla stjórn á faraldrinum úti í samfélaginu. Okkur sýnist smitin vera það mörg á degi hverjum að þær takmarkanir sem eru í gildi nái kannski ekkert að draga verulega úr. Aftur á móti þá er fólk að vinna með sóttvarnir á heilbrigðisstofnunum og það er það sem kemur þá kannski helst í veg fyrir að þetta dreifist hratt á meðal þeirra sem veikari eru fyrir. Hvort það verði hætt með þessa fimm daga einangrun og þá sérstaklega hjá einkennalausum; ég veit ekki hvort það breyti miklu. Smitsjúkdómasérfræðingar og faraldursfræðingar kunna betur að meta það og væntanlega verður sú ákvörðun tekin út frá þeirra þekkingu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjúkrahúsið á Akureyri Akureyri Tengdar fréttir Næstu tvær vikur verði mjög erfiðar: „Við höfum ekki fleiri til að leita til“ Hátt í tíu prósent starfsmanna Landspítala eru nú frá vinnu vegna Covid og annarra veikinda. Staðan er því mjög þung á spítalanum um þessar mundir og má gera ráð fyrir að hún verði það áfram næstu vikurnar. Framkvæmdastjóri mannauðs á Landspítala vonar að fjöldi starfsmanna með Covid sé á leiðinni niður. 17. febrúar 2022 16:45 Gætu þurft að kalla starfsfólk úr einangrun svo spítalinn geti starfað Til skoðunar er að stytta eða hreinlega aflétta einangrun heilbrigðisstarfsfólks á næstunni til að leysa mönnunarvanda. Rúmlega þrjú hundruð starfsmenn eru frá vinnu á spítalanum vegna þess að þeir eru í einangrun. 14. febrúar 2022 17:47 Minna á bakvarðasveitina vegna mikilla forfalla Þörf er á fleira heilbrigðisstarfsfólki á skrá í bakvarðasveitina svokölluðu vegna mikilla forfalla starfsfólks heilbrigðisstofnana sem er í einangrun. 9. febrúar 2022 15:40 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Næstu tvær vikur verði mjög erfiðar: „Við höfum ekki fleiri til að leita til“ Hátt í tíu prósent starfsmanna Landspítala eru nú frá vinnu vegna Covid og annarra veikinda. Staðan er því mjög þung á spítalanum um þessar mundir og má gera ráð fyrir að hún verði það áfram næstu vikurnar. Framkvæmdastjóri mannauðs á Landspítala vonar að fjöldi starfsmanna með Covid sé á leiðinni niður. 17. febrúar 2022 16:45
Gætu þurft að kalla starfsfólk úr einangrun svo spítalinn geti starfað Til skoðunar er að stytta eða hreinlega aflétta einangrun heilbrigðisstarfsfólks á næstunni til að leysa mönnunarvanda. Rúmlega þrjú hundruð starfsmenn eru frá vinnu á spítalanum vegna þess að þeir eru í einangrun. 14. febrúar 2022 17:47
Minna á bakvarðasveitina vegna mikilla forfalla Þörf er á fleira heilbrigðisstarfsfólki á skrá í bakvarðasveitina svokölluðu vegna mikilla forfalla starfsfólks heilbrigðisstofnana sem er í einangrun. 9. febrúar 2022 15:40