Bílarnir ráði við saltkassana og undanþága veitt fyrir nagladekk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2022 16:14 Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins. Vísir Skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins segir alla þá atvinnubíla sem voru boðnir út árið 2020 hafa burðargetu upp á 1180 kíló og valdi því saltkössum upp á eitt onn. Saltgeymslur séu vissulega í gömlum bröggum en hafi fengið nauðsynlegt viðhald er á þurfi að halda. Þá hafi undanfararbílar fengið undanþágu og megi vera á nagladekkjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg sem Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins, sendi fjölmiðlum. Tilefnið er umfjöllun Morgunblaðsins sem vísaði til bréfs starfsmanna í vetrarþjónustu hjá borginni. Í bréfinu nefna þeir hringlandahátt, þekkingar- og skilningsleysi á verkefninu og virðingarleysi í sinn garð. Þá er í bréfinu kvartað undan mismunun, hroka og einelti sem séu rótgróin í Reykjavíkurborg. Bréfritarar vísa til þess að þeir séu ekki langskólagengnir. „Vetrarþjónusta gatna er öryggismál og mikið kapp lagt á að henni sé vel sinnt þannig að umferðin gangi sem greiðlegast fyrir sig á hverjum tímapunkti. Undirritaður vill hrósa öllu því fólki sem hefur komið að vetrarþjónustu í Reykjavík undanfarna daga og vikur fyrir frábært starf í erfiðum aðstæðum,“ segir Hjalti í tilkynningu til fjölmiðla. Hann segir fjóra starfsmenn vetrarþjónustu gatna hafa sent bréf þann 24. janúar með athugasemdum um ýmis atriði sem þeir telji að megi laga. „Þar komu fram ábendingar sem eru í skoðun, sumt hefur þegar verið lagfært og annað er í ferli. Bréfinu hefur ekki verið svarað með formlegum hætti en það ber að árétta að ávallt er brugðist við ábendingum um mál sem hafa með öryggi starfsfólks að gera.“ Bréfaritarar segja að illa hafi verið staðið að útboði fyrir bíla í vetrarþjónustu síðastliðið sumar. Atvinnubílar til vetrarþjónustu hafi verið boðnir út á árinu 2020. „Í útboðinu voru gerðar kröfur um ýmsa þætti er lúta að sértækri notkun bílanna. Ein af kröfunum var burðargeta sem skyldi nema 1000 kg að lágmarki. Allir bílar sem útboðshafi bauð fyrir vaktmenn í vetrarþjónustu þola 1180 kg í burð. Ennfremur var boðið upp á loftpúðafjöðrun sem gagnast við erfiðar aðstæður.“ Þá kvörtuðu bréfritarar sömuleiðis yfir því að bann á nagladekkjum undir eftirlitsbílum í vetur hafi gert stöðuna enn verri. Enda reyni mikið á bílana í ófærð og glerhálku. „Starfsmenn vetrarþjónustu gatna óskuðu eftir að hafa nagladekk undir bílum sem bera saltkassa. Þrátt fyrir stefnu borgarinnar að draga úr notkun nagladekkja var veitt undanþága fyrir þjónustu undanfarabíla, þar á meðal fyrir þá sem flytja saltkassa. Saltgeymslur Reykjavikurborgar eru staðsettar í bröggum við Þórðarhöfða. Þeir eru vissulega gamlir en hafa fengið nauðsynlegt viðhald þegar þarf. Það hefur alltaf verið gert við leka og annað sem gæti valdið tjóni eins fljótt og auðið er. Sama má segja um pækilstöðina sem nefnd er.“ Annað sem komi fram í bréfinu séu mannauðsmál sem eigi réttan feril innan Reykjavíkurborgar og verði ekki rædd opinberlega. Reykjavík Nagladekk Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg sem Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins, sendi fjölmiðlum. Tilefnið er umfjöllun Morgunblaðsins sem vísaði til bréfs starfsmanna í vetrarþjónustu hjá borginni. Í bréfinu nefna þeir hringlandahátt, þekkingar- og skilningsleysi á verkefninu og virðingarleysi í sinn garð. Þá er í bréfinu kvartað undan mismunun, hroka og einelti sem séu rótgróin í Reykjavíkurborg. Bréfritarar vísa til þess að þeir séu ekki langskólagengnir. „Vetrarþjónusta gatna er öryggismál og mikið kapp lagt á að henni sé vel sinnt þannig að umferðin gangi sem greiðlegast fyrir sig á hverjum tímapunkti. Undirritaður vill hrósa öllu því fólki sem hefur komið að vetrarþjónustu í Reykjavík undanfarna daga og vikur fyrir frábært starf í erfiðum aðstæðum,“ segir Hjalti í tilkynningu til fjölmiðla. Hann segir fjóra starfsmenn vetrarþjónustu gatna hafa sent bréf þann 24. janúar með athugasemdum um ýmis atriði sem þeir telji að megi laga. „Þar komu fram ábendingar sem eru í skoðun, sumt hefur þegar verið lagfært og annað er í ferli. Bréfinu hefur ekki verið svarað með formlegum hætti en það ber að árétta að ávallt er brugðist við ábendingum um mál sem hafa með öryggi starfsfólks að gera.“ Bréfaritarar segja að illa hafi verið staðið að útboði fyrir bíla í vetrarþjónustu síðastliðið sumar. Atvinnubílar til vetrarþjónustu hafi verið boðnir út á árinu 2020. „Í útboðinu voru gerðar kröfur um ýmsa þætti er lúta að sértækri notkun bílanna. Ein af kröfunum var burðargeta sem skyldi nema 1000 kg að lágmarki. Allir bílar sem útboðshafi bauð fyrir vaktmenn í vetrarþjónustu þola 1180 kg í burð. Ennfremur var boðið upp á loftpúðafjöðrun sem gagnast við erfiðar aðstæður.“ Þá kvörtuðu bréfritarar sömuleiðis yfir því að bann á nagladekkjum undir eftirlitsbílum í vetur hafi gert stöðuna enn verri. Enda reyni mikið á bílana í ófærð og glerhálku. „Starfsmenn vetrarþjónustu gatna óskuðu eftir að hafa nagladekk undir bílum sem bera saltkassa. Þrátt fyrir stefnu borgarinnar að draga úr notkun nagladekkja var veitt undanþága fyrir þjónustu undanfarabíla, þar á meðal fyrir þá sem flytja saltkassa. Saltgeymslur Reykjavikurborgar eru staðsettar í bröggum við Þórðarhöfða. Þeir eru vissulega gamlir en hafa fengið nauðsynlegt viðhald þegar þarf. Það hefur alltaf verið gert við leka og annað sem gæti valdið tjóni eins fljótt og auðið er. Sama má segja um pækilstöðina sem nefnd er.“ Annað sem komi fram í bréfinu séu mannauðsmál sem eigi réttan feril innan Reykjavíkurborgar og verði ekki rædd opinberlega.
Reykjavík Nagladekk Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira