Katrín gagnrýnir KSÍ: „Viss um að fólk vill gera vel en þetta eru skekkjur sem fólk er orðið blint fyrir“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. febrúar 2022 22:30 Katrín Ómarsdóttir varð tvívegis Englandsmeistari með Liverpool á ferli sínum. Vísir/Getty Landsliðs- og atvinnukonan fyrrverandi Katrín Ómarsdóttir gagnrýndi KSÍ í nýjasta þætti Heimavallarins. Þar rifjaði hún upp karllægan talanda kennara á námskeiði sem hún sótti á vegum sambandsins. Katrín var gestur Heimavallarins á dögunum ásamt Ingunni Haraldsdóttur. Hin 34 ára gamla Katrín lék á sínum 69 A-landsleiki fyrir Íslands hönd ásamt því að leika sem atvinnukona í Bandaríkjunum, Svíþjóð og Englandi. Í þættinum fer Katrín meðal annars yfir upplifun sína af þjálfaranámskeiði Knattspyrnusambands Íslands á sínum tíma. Fyrst var greint frá þessu á Fótbolti.net. „ Við sitjum þar þrjár konur í salnum. Flestir fyrirlesararnir voru karlkyns, flestir af þeim - og meira að segja konurnar líka, við erum nefnilega svo blind á þetta - sögðu „þið strákarnir“ þegar talað var til hópsins. Ég hugsaði með mér hvort þau sæju mig eða hinar stelpurnar í salnum. Það kippti sér engin upp við þetta, þetta var stórfurðulegt.“ Hrósaði Srdjan Tufegdzic í hástert Túfa fékk mikið hrós.vísir/daníel þór „Svo kemur Túfa (Srdjan Tufegdzic). Hann var eini fyrirlesarinn sem notaði rétt persónufornöfn þegar hann var að tala. Bæði í verklegu æfingunum og þegar hann var að tala við mig og okkur. Flestir aðrir töluðu eingöngu í karlkyni.“ „Tungumálið í fótbolta er karllægt, það er eitthvað sem við viljum skoða og laga af því við erum konur og við viljum að það sé talað við okkur í kvenkyni." „Það er sagt að konur séu líka menn en eru menn konur? Við verðum menn þegar menn verða konur, punktur.“ Lét KSÍ vita af upplifun sinni Að lokum sagði Katrín frá því þegar það kom fyrirlesari til að fjalla um jafnrétti. „Mér finnst þetta stórmerkilegt. Í stað þess að það kæmi fyrirlesari til að fjalla um ójafnrétti í garð kvenna innan íþróttarinnar þá kom fyrirlesari til að tala um jafnrétti innan íþróttarinnar. Núna er samkynhneigð mjög viðurkennd í kvenkynsfótbolta og ég veit ekki um neina fordóma þar. Ég hef hins vegar heyrt af því að karlamegin.“ „Þarna var kominn fyrirlesari sem var að fjalla um hómófóbíu karlamegin en ekki ójafnrétti í garð kvenna sem er miklu stærra vandamál. Ég hugsaði bara að þetta námskeið væri ekkert fyrir konur heldur bara fyrir karla. Ég er viss um að fólk vill gera vel en þetta eru skekkjur sem fólk er orðið blint fyrir,“ sagði Katrín að endingu. Í þættinum var einnig farið yfir Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna sem verða formlega endurvakin í Iðnó á föstudaginn kemur, 25. febrúar. Ástæðan er sú að þrátt fyrir mikinn uppgang í kvennaknattspyrnu hér á landi þá hallar enn á konur í knattspyrnu hér á landi og enn er til staðar ójöfnuður sem aftrar frekari framþróun íþróttarinnar hér á landi. Þátt Heimavallarins má hlusta í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Katrín var gestur Heimavallarins á dögunum ásamt Ingunni Haraldsdóttur. Hin 34 ára gamla Katrín lék á sínum 69 A-landsleiki fyrir Íslands hönd ásamt því að leika sem atvinnukona í Bandaríkjunum, Svíþjóð og Englandi. Í þættinum fer Katrín meðal annars yfir upplifun sína af þjálfaranámskeiði Knattspyrnusambands Íslands á sínum tíma. Fyrst var greint frá þessu á Fótbolti.net. „ Við sitjum þar þrjár konur í salnum. Flestir fyrirlesararnir voru karlkyns, flestir af þeim - og meira að segja konurnar líka, við erum nefnilega svo blind á þetta - sögðu „þið strákarnir“ þegar talað var til hópsins. Ég hugsaði með mér hvort þau sæju mig eða hinar stelpurnar í salnum. Það kippti sér engin upp við þetta, þetta var stórfurðulegt.“ Hrósaði Srdjan Tufegdzic í hástert Túfa fékk mikið hrós.vísir/daníel þór „Svo kemur Túfa (Srdjan Tufegdzic). Hann var eini fyrirlesarinn sem notaði rétt persónufornöfn þegar hann var að tala. Bæði í verklegu æfingunum og þegar hann var að tala við mig og okkur. Flestir aðrir töluðu eingöngu í karlkyni.“ „Tungumálið í fótbolta er karllægt, það er eitthvað sem við viljum skoða og laga af því við erum konur og við viljum að það sé talað við okkur í kvenkyni." „Það er sagt að konur séu líka menn en eru menn konur? Við verðum menn þegar menn verða konur, punktur.“ Lét KSÍ vita af upplifun sinni Að lokum sagði Katrín frá því þegar það kom fyrirlesari til að fjalla um jafnrétti. „Mér finnst þetta stórmerkilegt. Í stað þess að það kæmi fyrirlesari til að fjalla um ójafnrétti í garð kvenna innan íþróttarinnar þá kom fyrirlesari til að tala um jafnrétti innan íþróttarinnar. Núna er samkynhneigð mjög viðurkennd í kvenkynsfótbolta og ég veit ekki um neina fordóma þar. Ég hef hins vegar heyrt af því að karlamegin.“ „Þarna var kominn fyrirlesari sem var að fjalla um hómófóbíu karlamegin en ekki ójafnrétti í garð kvenna sem er miklu stærra vandamál. Ég hugsaði bara að þetta námskeið væri ekkert fyrir konur heldur bara fyrir karla. Ég er viss um að fólk vill gera vel en þetta eru skekkjur sem fólk er orðið blint fyrir,“ sagði Katrín að endingu. Í þættinum var einnig farið yfir Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna sem verða formlega endurvakin í Iðnó á föstudaginn kemur, 25. febrúar. Ástæðan er sú að þrátt fyrir mikinn uppgang í kvennaknattspyrnu hér á landi þá hallar enn á konur í knattspyrnu hér á landi og enn er til staðar ójöfnuður sem aftrar frekari framþróun íþróttarinnar hér á landi. Þátt Heimavallarins má hlusta í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Jafnréttismál Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira