Hvað er HPV? Hrafnhildur Grímsdóttir skrifar 22. febrúar 2022 10:30 Þegar heilsugæslan tók við umsjón leghálsskimana þá breyttist einnig verklag við greiningu sýnanna. Nú er kannað hvort smit með HPV veirunni sé til staðar og ef svo er, þá er gerð frumugreining. Ef HPV mælist ekki í sýninu er óþarfi að gera frumugreiningu. Konur fá boð í leghálsskimun frá 23-64 ára aldri. Vegna þess hve algengt HPV smit er meðal kvenna undir 30 ára aldri er áfram gerð frumugreining hjá þeim öllum. Þeir verkferlar sem unnið er eftir eru gefnir út af Embætti landlæknis og byggja á sambærilegum verkferlum og unnið er eftir á öðrum Norðurlöndum og víðar. Þessar breyttu áherslur byggjast á niðurstöðum rannsókna, aukinni þekkingu og mikilli reynslu. Rannsóknir hafa sýnt að í langflestum tilfellum leghálskrabbameina hefur HPV veiran greinst. Til eru yfir 200 afbrigði af veirunni en einungis 15 þeirra geta valdið frumubreytingum í leghálsi og þróast í krabbameinsfrumur, þær kallast hágráðu HPV. Það eru þessar 15 tegundir sem skimað er fyrir þegar tekin eru leghálssýni. HPV veirusýking er flokkuð sem kynsjúkdómur þar sem hún smitast helst við kynmök. En veiran finnst þó á húð á öllu nærbuxnasvæðinu og getur því einnig smitast með snertingu. Um 80% smitast af HPV Talið er að flestir einstaklingar sem eiga náin kynni við annan einstakling komist í snertingu við veiruna einhvern tímann á lífsleiðinni og rannsóknir sýna að um 80% kvenna smitast af henni. Hæsta tíðni smita er hjá einstaklingum fyrsta áratuginn eftir að þeir byrja að stunda kynlíf, sem algengt er að sé á aldeinum 15 til 25 ára. Líkur á smiti aukast eftir því sem bólfélagarnir eru fleiri. Í flestum tilfellum vinnur ónæmiskerfið á veirunni og losar sig við hana á 1-2 árum. Á þeim tíma getur hún valdið frumubreytingum eða forstigsfrumubreytingum sem í flestum tilvikum hverfa af sjálfu sér án meðferðar. Ef HPV veira og/eða frumubreytingar greinast þá er því fylgt eftir með tíðari sýnatökum og í sumum tilfellum nánari rannsóknum, eins og leghálsspeglun og vefjasýnatöku. Tíminn sem ráðlagt er að líði milli sýnataka fer eftir því hvað greindist við fyrri sýnatöku, þ.e. hvaða undirtegund af HPV eða hvaða tegund frumubreytinga. Ef niðurstaða er ekki eðlileg en þarfnast ekki meðferðar þá er ráðlögð ný sýnataka að þeim tíma liðnum sem líkaminn þarf til að vinna sjálfur á meininu en innan þeirra tímamarka að kona sé lögð í hættu á að krabbamein geti þróast. Ef HPV veira greinist þá þarf það alls ekki að þýða að kona fái frumubreytingar eða krabbamein. Veiran getur hugsanlega valdið frumubreytingum sem geta svo mögulega þróast í krabbamein ef ekkert er að gert, en sú þróun tekur yfirleitt mörg ár eða allt að 10-20 ár. Þetta er ástæða þess að ráðlagt er að mæta reglulega í leghálsskimanir, til að fylgjast með og eftir þörfum meðhöndla frumubreytingar áður en þær geta þróast í krabbamein. Bólusetning er góð forvörn Það er ekki til nein lækning við HPV veirunni en til er vörn í formi bólusetningar. Öllum 12 ára stúlkum á Íslandi stendur til boða bólusetning gegn þeim týpum sem valda um 70% allra leghálskrabbameina. Best er að bólusetja einstakling áður en hann byrjar að stunda kynlíf. Hægt er að bólusetja síðar á ævinni en best er að ráðfæra sig við lækni með það. Með bólusetningu minnka líkur á smiti af skæðustu tegundum HPV. Með tímanum og aukinni þátttöku í bólusetningu getum við heft útbreiðslu veirunnar. Mikilvægt er að hafa í huga að HPV bólusetningin veitir ekki 100% vörn gegn leghálskrabbameini og því er mikilvægt að bólusettar konur komi einnig í skimun. Skimun kostar 500 krónur Það kostar einungis 500 krónur að fara í leghálsskimun á heilsugæslustöðvum um allt land. Hægt er að panta tíma á Heilsuveru á eigin heilsugæslustöð, en ef kona kýs að fara á aðra heilsugæslu eða til kvensjúkdómalæknis þá er hægt að hringja og panta tíma. Á Heilsuveru geta konur séð skimunarsögu sína en það er yfirlit yfir hvenær þær hafa fengið boðsbréf og hvenær þær hafa mætt í skoðanir. Niðurstöður berast inn á island.is, en munu munu síðan birtast á Heilsuveru síðar á árinu. Að þessu sögðu þá minnum við á mikilvægi þess að panta tíma þegar boðsbréfið berst. Við tökum vel á móti þér. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. Þessa dagana stendur yfir hvatningarátakið Er komið að skimun hjá þér? á vegum Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þann 5. febrúar síðastliðinn var opnuð ljósmyndasýning í Kringlunni þar sem 12 konur úr íslensku samfélagi koma fram og deila persónulegri reynslu sinni af leghálsskimun. Í hópi kvennanna eru meðal annars Eliza Reid, forsetafrú, Brynhildur Guðjónsdóttir, Borgarleikhússtjóri, Þuríður Sigurðardóttir, söngkona og Ebba Katrín Finnsdóttir, leikkona. Sýningin stendur út febrúarmánuð en hana má einnig finna á heimasíðu Samhæfingarstöðvarinnar og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Nánari upplýsingar er að finna á vef Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þegar heilsugæslan tók við umsjón leghálsskimana þá breyttist einnig verklag við greiningu sýnanna. Nú er kannað hvort smit með HPV veirunni sé til staðar og ef svo er, þá er gerð frumugreining. Ef HPV mælist ekki í sýninu er óþarfi að gera frumugreiningu. Konur fá boð í leghálsskimun frá 23-64 ára aldri. Vegna þess hve algengt HPV smit er meðal kvenna undir 30 ára aldri er áfram gerð frumugreining hjá þeim öllum. Þeir verkferlar sem unnið er eftir eru gefnir út af Embætti landlæknis og byggja á sambærilegum verkferlum og unnið er eftir á öðrum Norðurlöndum og víðar. Þessar breyttu áherslur byggjast á niðurstöðum rannsókna, aukinni þekkingu og mikilli reynslu. Rannsóknir hafa sýnt að í langflestum tilfellum leghálskrabbameina hefur HPV veiran greinst. Til eru yfir 200 afbrigði af veirunni en einungis 15 þeirra geta valdið frumubreytingum í leghálsi og þróast í krabbameinsfrumur, þær kallast hágráðu HPV. Það eru þessar 15 tegundir sem skimað er fyrir þegar tekin eru leghálssýni. HPV veirusýking er flokkuð sem kynsjúkdómur þar sem hún smitast helst við kynmök. En veiran finnst þó á húð á öllu nærbuxnasvæðinu og getur því einnig smitast með snertingu. Um 80% smitast af HPV Talið er að flestir einstaklingar sem eiga náin kynni við annan einstakling komist í snertingu við veiruna einhvern tímann á lífsleiðinni og rannsóknir sýna að um 80% kvenna smitast af henni. Hæsta tíðni smita er hjá einstaklingum fyrsta áratuginn eftir að þeir byrja að stunda kynlíf, sem algengt er að sé á aldeinum 15 til 25 ára. Líkur á smiti aukast eftir því sem bólfélagarnir eru fleiri. Í flestum tilfellum vinnur ónæmiskerfið á veirunni og losar sig við hana á 1-2 árum. Á þeim tíma getur hún valdið frumubreytingum eða forstigsfrumubreytingum sem í flestum tilvikum hverfa af sjálfu sér án meðferðar. Ef HPV veira og/eða frumubreytingar greinast þá er því fylgt eftir með tíðari sýnatökum og í sumum tilfellum nánari rannsóknum, eins og leghálsspeglun og vefjasýnatöku. Tíminn sem ráðlagt er að líði milli sýnataka fer eftir því hvað greindist við fyrri sýnatöku, þ.e. hvaða undirtegund af HPV eða hvaða tegund frumubreytinga. Ef niðurstaða er ekki eðlileg en þarfnast ekki meðferðar þá er ráðlögð ný sýnataka að þeim tíma liðnum sem líkaminn þarf til að vinna sjálfur á meininu en innan þeirra tímamarka að kona sé lögð í hættu á að krabbamein geti þróast. Ef HPV veira greinist þá þarf það alls ekki að þýða að kona fái frumubreytingar eða krabbamein. Veiran getur hugsanlega valdið frumubreytingum sem geta svo mögulega þróast í krabbamein ef ekkert er að gert, en sú þróun tekur yfirleitt mörg ár eða allt að 10-20 ár. Þetta er ástæða þess að ráðlagt er að mæta reglulega í leghálsskimanir, til að fylgjast með og eftir þörfum meðhöndla frumubreytingar áður en þær geta þróast í krabbamein. Bólusetning er góð forvörn Það er ekki til nein lækning við HPV veirunni en til er vörn í formi bólusetningar. Öllum 12 ára stúlkum á Íslandi stendur til boða bólusetning gegn þeim týpum sem valda um 70% allra leghálskrabbameina. Best er að bólusetja einstakling áður en hann byrjar að stunda kynlíf. Hægt er að bólusetja síðar á ævinni en best er að ráðfæra sig við lækni með það. Með bólusetningu minnka líkur á smiti af skæðustu tegundum HPV. Með tímanum og aukinni þátttöku í bólusetningu getum við heft útbreiðslu veirunnar. Mikilvægt er að hafa í huga að HPV bólusetningin veitir ekki 100% vörn gegn leghálskrabbameini og því er mikilvægt að bólusettar konur komi einnig í skimun. Skimun kostar 500 krónur Það kostar einungis 500 krónur að fara í leghálsskimun á heilsugæslustöðvum um allt land. Hægt er að panta tíma á Heilsuveru á eigin heilsugæslustöð, en ef kona kýs að fara á aðra heilsugæslu eða til kvensjúkdómalæknis þá er hægt að hringja og panta tíma. Á Heilsuveru geta konur séð skimunarsögu sína en það er yfirlit yfir hvenær þær hafa fengið boðsbréf og hvenær þær hafa mætt í skoðanir. Niðurstöður berast inn á island.is, en munu munu síðan birtast á Heilsuveru síðar á árinu. Að þessu sögðu þá minnum við á mikilvægi þess að panta tíma þegar boðsbréfið berst. Við tökum vel á móti þér. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. Þessa dagana stendur yfir hvatningarátakið Er komið að skimun hjá þér? á vegum Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þann 5. febrúar síðastliðinn var opnuð ljósmyndasýning í Kringlunni þar sem 12 konur úr íslensku samfélagi koma fram og deila persónulegri reynslu sinni af leghálsskimun. Í hópi kvennanna eru meðal annars Eliza Reid, forsetafrú, Brynhildur Guðjónsdóttir, Borgarleikhússtjóri, Þuríður Sigurðardóttir, söngkona og Ebba Katrín Finnsdóttir, leikkona. Sýningin stendur út febrúarmánuð en hana má einnig finna á heimasíðu Samhæfingarstöðvarinnar og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Nánari upplýsingar er að finna á vef Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana.
Þessa dagana stendur yfir hvatningarátakið Er komið að skimun hjá þér? á vegum Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þann 5. febrúar síðastliðinn var opnuð ljósmyndasýning í Kringlunni þar sem 12 konur úr íslensku samfélagi koma fram og deila persónulegri reynslu sinni af leghálsskimun. Í hópi kvennanna eru meðal annars Eliza Reid, forsetafrú, Brynhildur Guðjónsdóttir, Borgarleikhússtjóri, Þuríður Sigurðardóttir, söngkona og Ebba Katrín Finnsdóttir, leikkona. Sýningin stendur út febrúarmánuð en hana má einnig finna á heimasíðu Samhæfingarstöðvarinnar og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Nánari upplýsingar er að finna á vef Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun