Hagstofustjóri botnar ekkert í Sigurði Inga Jakob Bjarnar skrifar 22. febrúar 2022 12:15 Orð Sigurðar Inga innviðaráðherra, áskorun til Hagstofunnar að hún taki húsnæðisliðinn úr vísitölunni koma flatt upp á Ólaf Hjálmarsson Hagstofustjóra og alla sérfræðinga innan stofnunarinnar. Slíkt sé einfaldlega ekki á þeirri könnu; Hagstofan sér um útreikninga en ekki lagasetningar. vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra skoraði óvænt á Hagstofu Íslands að taka markaðsverð húsnæðis úr vísitölu neysluverðs. Ólafur Hjálmarsson hagstofustjóri skilur ekki hvað ráðherra er að fara. Sigurður Ingi var gestur Bítisins í morgun en umsjónarmenn voru að velta fyrir sér neysluvísitölunni sem komin er úr böndunum og áhrif svimandi húsnæðisverðs þar á. Sigurður Ingi taldi það standa uppá Hagstofuna að kippa því í liðinn og hann hafi einmitt oft bent á það, að taka ætti markaðsverð húsnæðis úr vísitölu neysluverðs. „Þetta er hjá Hagstofunni. Hún stjórnar þessu, hún ræður þessu og ég hef sagt: Af hverju er ekki löngu búið að þessu,“ sagði Sigurður Ingi og taldi að það hefði mátt að setja í samhengi við síðustu kjarasamninga. Hins vegar hafi lágvaxtaumhverfi tekið við og þá hafi staðan breyst. Þegar ráðherra var spurður hvort hagstofustjóri réði þessu taldi Sigurður Ingi svo vera, eða þá Hagstofan sem slík. Hagstofufólk veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið „Neineineinei,“ segir Ólafur Hjálmarsson Hagstofustjóri í samtali við Vísi þegar hann var spurður um hvort þetta væri á hans könnu. „Í lögum um um vístitölu neysluverðs fylgjum skilgreiningu þjóðhagsreikninga og þar inni er húsnæði eða kostnaður við húsnæði,“ segir Ólafur og skilur ekki alveg hvaðan á sig stendur veðrið. Hann bendir á að vísitalan hafi verið reiknuð frá árinu 1914, og húsnæðisliðurinn hafi komið seinna inn í. „Vísitalan er fyrst og fremst ætluð til að reikna út kaupmátt launa og hvernig kjörin eru að breytast,“ segir Hagstofustjóri. Ólafur rekur það í ítarlegu máli að fenginn hafi verið erlendur sérfræðingur til landsins á sínum tíma sérstaklega í tengslum við nefndarstarf þar sem húsnæðisliðurinn hafi verið tekinn út til athugunar. „Niðurstaðan var sú að þessi aðferðafræði væri mjög traust,“ segir Ólafur. Sem telur misskilnings gæta, húsnæðisliðurinn hafi einmitt til langs tíma jafnað sveiflur í vísitölunni. Þegar gengið hafi fallið og vöruverð hækkað hafi húsnæðisverð lækkað og jafnað. Ráðherra rugli tvennu óskyldu saman Þannig virðist sem ráðherra sé að rugla tveimur óskyldum fyrirbærum saman, annars vegar útreikingi á því hvernig hlutirnir virki og svo hver hafi það með höndum að ákveða hvernig beri að haga beri málum með lagasetningum. Sérfræðingar Hagstofunnar klóra sér nú í kolli eftir áskorun Sigurðar Inga að þeir einfaldlega kippi húsnæðisliðnum úr vísitölunni. Það eru fréttir fyrir þá að það sé á þeirra könnu, þeir eru í útreikningum en ekki lagasetningum.vísir/vilhelm „Það er ekki Hagstofan sem ákvað að verðtryggja lán í landinu, það eru stjórnvöld sem ákveða það og þau geta breytt því með breytingum á lögum um vexti og verðtryggingu. Það er þeim í lófa lagið og kemur Hagstofunni ekkert við,“ segir Ólafur og bendir á að þeirra þar sé að reikna út vísitölu. Og það geri Hagstofan í ýmsum myndum. Vísitalan sé alveg til útreiknuð án húsnæðis. „En það eru stjórnmálamenn sem geta sagt um það í lögum hvernig þeir vilja hafa verðtrygginguna,“ segir Ólafur sem vill ekki trúa því að menn ætli að fara að breyta mælingum um vísitölu neysluverðs í landinu. Þannig að þetta er bara ekkert á þinni könnu eða Hagstofunnar? „Nei, við höfum ekkert um lög um vexti og verðtryggingu í landinu að gera. En okkur ber að mæla kaupmátt,“ segir Ólafur og dregur ekki fjöður yfir að orð ráðherra komi honum og fólki innan Hagstofunnar afar spánskt fyrir sjónir. Að stinga höfðinu í sandinn Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir um þetta sama efni í viðtali við fréttastofu að til að verja stöðugleika þurfi að hægja á ferðinni. Hann segir ekki hlutverk Seðlabanka að hafa skoðun á því hvernig verðbólga er mæld. Að taka húsnæðisliðinn úr vísitölunni sé ekki verðbólguaðgerð sem hjálpi, spurður af fréttamanni hvort það sé líkt og að stinga höfðinu í sandinn. Uppfært klukkan 14:30 Hagstofan hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins. Vegna fréttaflutnings um húsnæðislið vísitölu neysluverðs Mikilvægt er að hafa í huga, þegar rætt er um vísitölu neysluverðs, að hún er einfaldlega mælikvarði á verðbreytingar útgjalda heimilanna í landinu sem Hagstofa Íslands reiknar út í samræmi við lög um vísitölu neysluverðs. Hins vegar er fyrirkomulag verðtryggingar ekki á borði Hagstofunnar. Hagstofa Íslands telur mikilvægt að tryggja gegnsæi varðandi þær aðferðir sem notaðar eru við útreikning á vísitölu neysluverðs og styðst við alþjóðlega viðurkenndar aðferðir í þeim efnum. Meginmarkmið við mælingu vísitölunnar er að tryggja vandaða og ábyggilega mælingu á þeim breytingum sem verða á verðlagi einkaneyslu í landinu. Vísitölu neysluverðs er fyrst og fremst ætlað að sýna breytingar á neyslukostnaði heimilanna og er hún meðal annars notuð til þess að reikna kaupmátt launa og er mikilvægur mælikvarði á þróun lykilstærða í efnahagslífinu. Fyrirkomulag verðtryggingar er ákveðið í lögum um vexti og verðtryggingu sem stjórnmálamenn taka ákvörðun um. Hagstofa Íslands reiknar margar vísitölur og þar á meðal vísitölu neysluverðs, bæði með og án húsnæðis. Sé vilji til þess að breyta verðtryggingu fjárskuldbindinga er Alþingi í lófa lagið að breyta lögum um vexti og verðtryggingu óháð þeirri aðferðarfræði sem beitt er við að reikna vísitölu neysluverðs. Í tengslum við gerð kjarasamninga, sem undirritaðir voru 3. apríl 2019, gaf ríkisstjórnin út yfirlýsingu þar sem meðal annars var kveðið á um að gerð skyldi athugun á þeirri aðferðafræði sem Hagstofa Íslands notar við útreikning vísitölu neysluverðs. Skipaður var starfshópur um þá athugun og fenginn einn færasti sérfræðingur á þessu sviði til þess að vinna greininguna. Samkvæmt niðurstöðu hennar, sem birt var 19. júní 2020, er aðferð Hagstofunnar í fullu samræmi við alþjóðlegar aðferðafræðilýsingar. Skýrslu starfshópsins, sem skipaður var fulltrúum frá Alþýðusambandi Íslands, BHM, BSRB, fjármála- og efnahagsráðuneytinu, forætisráðuneytinu, Kennarasambandi Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Samtökum atvinnulífsins og Seðlabanka Íslands auk Hagstofunnar, má finna á vef Stjórnarráðsins. Verðlag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármál heimilisins Stjórnsýsla Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Sigurður Ingi var gestur Bítisins í morgun en umsjónarmenn voru að velta fyrir sér neysluvísitölunni sem komin er úr böndunum og áhrif svimandi húsnæðisverðs þar á. Sigurður Ingi taldi það standa uppá Hagstofuna að kippa því í liðinn og hann hafi einmitt oft bent á það, að taka ætti markaðsverð húsnæðis úr vísitölu neysluverðs. „Þetta er hjá Hagstofunni. Hún stjórnar þessu, hún ræður þessu og ég hef sagt: Af hverju er ekki löngu búið að þessu,“ sagði Sigurður Ingi og taldi að það hefði mátt að setja í samhengi við síðustu kjarasamninga. Hins vegar hafi lágvaxtaumhverfi tekið við og þá hafi staðan breyst. Þegar ráðherra var spurður hvort hagstofustjóri réði þessu taldi Sigurður Ingi svo vera, eða þá Hagstofan sem slík. Hagstofufólk veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið „Neineineinei,“ segir Ólafur Hjálmarsson Hagstofustjóri í samtali við Vísi þegar hann var spurður um hvort þetta væri á hans könnu. „Í lögum um um vístitölu neysluverðs fylgjum skilgreiningu þjóðhagsreikninga og þar inni er húsnæði eða kostnaður við húsnæði,“ segir Ólafur og skilur ekki alveg hvaðan á sig stendur veðrið. Hann bendir á að vísitalan hafi verið reiknuð frá árinu 1914, og húsnæðisliðurinn hafi komið seinna inn í. „Vísitalan er fyrst og fremst ætluð til að reikna út kaupmátt launa og hvernig kjörin eru að breytast,“ segir Hagstofustjóri. Ólafur rekur það í ítarlegu máli að fenginn hafi verið erlendur sérfræðingur til landsins á sínum tíma sérstaklega í tengslum við nefndarstarf þar sem húsnæðisliðurinn hafi verið tekinn út til athugunar. „Niðurstaðan var sú að þessi aðferðafræði væri mjög traust,“ segir Ólafur. Sem telur misskilnings gæta, húsnæðisliðurinn hafi einmitt til langs tíma jafnað sveiflur í vísitölunni. Þegar gengið hafi fallið og vöruverð hækkað hafi húsnæðisverð lækkað og jafnað. Ráðherra rugli tvennu óskyldu saman Þannig virðist sem ráðherra sé að rugla tveimur óskyldum fyrirbærum saman, annars vegar útreikingi á því hvernig hlutirnir virki og svo hver hafi það með höndum að ákveða hvernig beri að haga beri málum með lagasetningum. Sérfræðingar Hagstofunnar klóra sér nú í kolli eftir áskorun Sigurðar Inga að þeir einfaldlega kippi húsnæðisliðnum úr vísitölunni. Það eru fréttir fyrir þá að það sé á þeirra könnu, þeir eru í útreikningum en ekki lagasetningum.vísir/vilhelm „Það er ekki Hagstofan sem ákvað að verðtryggja lán í landinu, það eru stjórnvöld sem ákveða það og þau geta breytt því með breytingum á lögum um vexti og verðtryggingu. Það er þeim í lófa lagið og kemur Hagstofunni ekkert við,“ segir Ólafur og bendir á að þeirra þar sé að reikna út vísitölu. Og það geri Hagstofan í ýmsum myndum. Vísitalan sé alveg til útreiknuð án húsnæðis. „En það eru stjórnmálamenn sem geta sagt um það í lögum hvernig þeir vilja hafa verðtrygginguna,“ segir Ólafur sem vill ekki trúa því að menn ætli að fara að breyta mælingum um vísitölu neysluverðs í landinu. Þannig að þetta er bara ekkert á þinni könnu eða Hagstofunnar? „Nei, við höfum ekkert um lög um vexti og verðtryggingu í landinu að gera. En okkur ber að mæla kaupmátt,“ segir Ólafur og dregur ekki fjöður yfir að orð ráðherra komi honum og fólki innan Hagstofunnar afar spánskt fyrir sjónir. Að stinga höfðinu í sandinn Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir um þetta sama efni í viðtali við fréttastofu að til að verja stöðugleika þurfi að hægja á ferðinni. Hann segir ekki hlutverk Seðlabanka að hafa skoðun á því hvernig verðbólga er mæld. Að taka húsnæðisliðinn úr vísitölunni sé ekki verðbólguaðgerð sem hjálpi, spurður af fréttamanni hvort það sé líkt og að stinga höfðinu í sandinn. Uppfært klukkan 14:30 Hagstofan hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins. Vegna fréttaflutnings um húsnæðislið vísitölu neysluverðs Mikilvægt er að hafa í huga, þegar rætt er um vísitölu neysluverðs, að hún er einfaldlega mælikvarði á verðbreytingar útgjalda heimilanna í landinu sem Hagstofa Íslands reiknar út í samræmi við lög um vísitölu neysluverðs. Hins vegar er fyrirkomulag verðtryggingar ekki á borði Hagstofunnar. Hagstofa Íslands telur mikilvægt að tryggja gegnsæi varðandi þær aðferðir sem notaðar eru við útreikning á vísitölu neysluverðs og styðst við alþjóðlega viðurkenndar aðferðir í þeim efnum. Meginmarkmið við mælingu vísitölunnar er að tryggja vandaða og ábyggilega mælingu á þeim breytingum sem verða á verðlagi einkaneyslu í landinu. Vísitölu neysluverðs er fyrst og fremst ætlað að sýna breytingar á neyslukostnaði heimilanna og er hún meðal annars notuð til þess að reikna kaupmátt launa og er mikilvægur mælikvarði á þróun lykilstærða í efnahagslífinu. Fyrirkomulag verðtryggingar er ákveðið í lögum um vexti og verðtryggingu sem stjórnmálamenn taka ákvörðun um. Hagstofa Íslands reiknar margar vísitölur og þar á meðal vísitölu neysluverðs, bæði með og án húsnæðis. Sé vilji til þess að breyta verðtryggingu fjárskuldbindinga er Alþingi í lófa lagið að breyta lögum um vexti og verðtryggingu óháð þeirri aðferðarfræði sem beitt er við að reikna vísitölu neysluverðs. Í tengslum við gerð kjarasamninga, sem undirritaðir voru 3. apríl 2019, gaf ríkisstjórnin út yfirlýsingu þar sem meðal annars var kveðið á um að gerð skyldi athugun á þeirri aðferðafræði sem Hagstofa Íslands notar við útreikning vísitölu neysluverðs. Skipaður var starfshópur um þá athugun og fenginn einn færasti sérfræðingur á þessu sviði til þess að vinna greininguna. Samkvæmt niðurstöðu hennar, sem birt var 19. júní 2020, er aðferð Hagstofunnar í fullu samræmi við alþjóðlegar aðferðafræðilýsingar. Skýrslu starfshópsins, sem skipaður var fulltrúum frá Alþýðusambandi Íslands, BHM, BSRB, fjármála- og efnahagsráðuneytinu, forætisráðuneytinu, Kennarasambandi Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Samtökum atvinnulífsins og Seðlabanka Íslands auk Hagstofunnar, má finna á vef Stjórnarráðsins.
Vegna fréttaflutnings um húsnæðislið vísitölu neysluverðs Mikilvægt er að hafa í huga, þegar rætt er um vísitölu neysluverðs, að hún er einfaldlega mælikvarði á verðbreytingar útgjalda heimilanna í landinu sem Hagstofa Íslands reiknar út í samræmi við lög um vísitölu neysluverðs. Hins vegar er fyrirkomulag verðtryggingar ekki á borði Hagstofunnar. Hagstofa Íslands telur mikilvægt að tryggja gegnsæi varðandi þær aðferðir sem notaðar eru við útreikning á vísitölu neysluverðs og styðst við alþjóðlega viðurkenndar aðferðir í þeim efnum. Meginmarkmið við mælingu vísitölunnar er að tryggja vandaða og ábyggilega mælingu á þeim breytingum sem verða á verðlagi einkaneyslu í landinu. Vísitölu neysluverðs er fyrst og fremst ætlað að sýna breytingar á neyslukostnaði heimilanna og er hún meðal annars notuð til þess að reikna kaupmátt launa og er mikilvægur mælikvarði á þróun lykilstærða í efnahagslífinu. Fyrirkomulag verðtryggingar er ákveðið í lögum um vexti og verðtryggingu sem stjórnmálamenn taka ákvörðun um. Hagstofa Íslands reiknar margar vísitölur og þar á meðal vísitölu neysluverðs, bæði með og án húsnæðis. Sé vilji til þess að breyta verðtryggingu fjárskuldbindinga er Alþingi í lófa lagið að breyta lögum um vexti og verðtryggingu óháð þeirri aðferðarfræði sem beitt er við að reikna vísitölu neysluverðs. Í tengslum við gerð kjarasamninga, sem undirritaðir voru 3. apríl 2019, gaf ríkisstjórnin út yfirlýsingu þar sem meðal annars var kveðið á um að gerð skyldi athugun á þeirri aðferðafræði sem Hagstofa Íslands notar við útreikning vísitölu neysluverðs. Skipaður var starfshópur um þá athugun og fenginn einn færasti sérfræðingur á þessu sviði til þess að vinna greininguna. Samkvæmt niðurstöðu hennar, sem birt var 19. júní 2020, er aðferð Hagstofunnar í fullu samræmi við alþjóðlegar aðferðafræðilýsingar. Skýrslu starfshópsins, sem skipaður var fulltrúum frá Alþýðusambandi Íslands, BHM, BSRB, fjármála- og efnahagsráðuneytinu, forætisráðuneytinu, Kennarasambandi Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Samtökum atvinnulífsins og Seðlabanka Íslands auk Hagstofunnar, má finna á vef Stjórnarráðsins.
Verðlag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármál heimilisins Stjórnsýsla Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent