Meirihluti stuðningsmanna vill losna við Ronaldo Sindri Sverrisson skrifar 22. febrúar 2022 14:01 Cristiano Ronaldo ætti að yfirgefa Manchester United í sumar að mati meirihluta stuðningsmanna. Getty/Martin Rickett Skoðanakönnun The Athletic á meðal stuðningsmanna Manchester United kemur ansi illa út fyrir Cristiano Ronaldo og sérstaklega Harry Maguire en Bruno Fernandes er greinilega aðalmaður liðsins í huga flestra. The Athletic gerði skoðanakönnun á meðal þeirra lesenda sinna sem styðja United og á meðal helstu niðurstaðna er sú staðreynd að 55% þeirra vilja ekki að Ronaldo verði áfram með liðinu á næstu leiktíð. Ronaldo, sem nú er orðinn 37 ára gamall, sneri aftur til United síðasta sumar eftir 12 ára fjarveru en mörkin níu sem hann hefur skorað í ensku úrvalsdeildinni í vetur duga ekki til að stuðningsmenn United vilji halda Portúgalanum. The Athletic surveyed #MUFC supporters: Over 50% don't want Ronaldo at club next season 58% want Ten Hag More think Maguire should be captain than Ronaldo 56% think #MUFC won't win #PL again until 2026-30 59% say Fernandes is most important player @Ankaman616— The Athletic UK (@TheAthleticUK) February 22, 2022 Þess ber þó að geta að þó að meirihluti stuðningsmanna United vilji að Ronaldo yfirgefi félagið í sumar telja 64% þeirra að hann eigi að vera í byrjunarliðinu út þessa leiktíð. Hluti stuðningsmannahóps United hefur kallað eftir því að fyrirliðinn Maguire missi sæti sitt í liðinu og samkvæmt könnuninni vilja aðeins 12% að hann haldi fyrirliðabandinu. Fernandes er vinsælastur og vilja 42% að hann verði gerður að fyrirliða, og 25% að markvörðurinn David de Gea sé fyrirliði. Vilja Ten Hag sem stjóra Samkvæmt könnuninni vilja 61% stuðningsmanna að Maguire missi sæti sitt í byrjunarliðinu. Svipaður fjöldi, eða 60%, telur að Fernandes sé mikilvægasti leikmaður liðsins. United er í leit að framtíðarknattspyrnustjóra til að taka við af Ralf Rangnick í sumar þegar hann fer í starf ráðgjafa hjá félaginu. Samkvæmt könnuninni vilja 58% stuðningsmanna fá Erik ten Hag, stjóra Ajax, en 25,5% vilja Mauricio Pochettino sem stýrir PSG. Enski boltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjá meira
The Athletic gerði skoðanakönnun á meðal þeirra lesenda sinna sem styðja United og á meðal helstu niðurstaðna er sú staðreynd að 55% þeirra vilja ekki að Ronaldo verði áfram með liðinu á næstu leiktíð. Ronaldo, sem nú er orðinn 37 ára gamall, sneri aftur til United síðasta sumar eftir 12 ára fjarveru en mörkin níu sem hann hefur skorað í ensku úrvalsdeildinni í vetur duga ekki til að stuðningsmenn United vilji halda Portúgalanum. The Athletic surveyed #MUFC supporters: Over 50% don't want Ronaldo at club next season 58% want Ten Hag More think Maguire should be captain than Ronaldo 56% think #MUFC won't win #PL again until 2026-30 59% say Fernandes is most important player @Ankaman616— The Athletic UK (@TheAthleticUK) February 22, 2022 Þess ber þó að geta að þó að meirihluti stuðningsmanna United vilji að Ronaldo yfirgefi félagið í sumar telja 64% þeirra að hann eigi að vera í byrjunarliðinu út þessa leiktíð. Hluti stuðningsmannahóps United hefur kallað eftir því að fyrirliðinn Maguire missi sæti sitt í liðinu og samkvæmt könnuninni vilja aðeins 12% að hann haldi fyrirliðabandinu. Fernandes er vinsælastur og vilja 42% að hann verði gerður að fyrirliða, og 25% að markvörðurinn David de Gea sé fyrirliði. Vilja Ten Hag sem stjóra Samkvæmt könnuninni vilja 61% stuðningsmanna að Maguire missi sæti sitt í byrjunarliðinu. Svipaður fjöldi, eða 60%, telur að Fernandes sé mikilvægasti leikmaður liðsins. United er í leit að framtíðarknattspyrnustjóra til að taka við af Ralf Rangnick í sumar þegar hann fer í starf ráðgjafa hjá félaginu. Samkvæmt könnuninni vilja 58% stuðningsmanna fá Erik ten Hag, stjóra Ajax, en 25,5% vilja Mauricio Pochettino sem stýrir PSG.
Enski boltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjá meira