Félagslegt húsnæði og biðlistarnir í Hafnarfirði Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 22. febrúar 2022 22:30 Það er grundvallarskylda sveitarfélaga að sjá fólki fyrir húsnæði sem af einhverjum ástæðum þarf á stuðningi að halda í þeim efnum. Árið 2020 voru þrjár íbúðir keyptar inn í félagslega íbúðakerfið og 6 í fyrra. Slæleg frammistaða bæjarins í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á undanförnum átta árum undir stjórn Sjálfstæðisflokksins spilar að einhverju leyti þarna inn í því íbúðirnar hafa hreinlega ekki verið til í bænum. Hér er því sannarlega verk að vinna á næsta kjörtímabili. Barátta um grundvallarmannréttindi Margt fólk í mjög erfiðum aðstæðum er á biðlista eftir félagslegu húsnæði og þarfnast úrlausnar sem fyrst. Það býr í foreldrahúsum, ósamþykktum íbúðum í iðnaðarhverfum, í leiguíbúðum þar sem 60-70% af ráðstöfunartekjum þess fer í leiguna og í íbúðum sem mæta ekki þörfum þess. Í Kastljósi í gærkvöldi sáum við umfjöllun um síðastnefnda dæmið. Þar var talað við öryrkja með lögheimili í Hafnarfirði sem er á biðlista eftir húsnæði hjá Hafnarfjarðarbæ. Hann veit ekkert um það hvenær röðin kemur að honum. Eftir að hafa upplifað gríðarlegt áfall vegna veikinda, eins og viðmælandi Kastljóssins í gær, þá er ömurlegt til þess að vita að við taki barátta við kerfið um grundvallarmannréttindi. Þetta er óásættanleg staða með öllu. Bæjarstjóri skilar auðu í umræðunni Í umræðum í Kastljósi ræddu formaður Öryrkjabandalagsins og bæjarstjóri Hafnarfjarðar um búsetuúrræði fyrir fatlað fólk og félagslegt húsnæði. Í máli bæjarstjóra kom fram að hann telur það stórkostlegt átak af hálfu bæjarins að hafa bætt 40 íbúðum inn í félagslega íbúðarkerfið á síðustu sjö árum, eða sem nemur tæpum 6 íbúðum á ári að meðaltali. Niðurstaðan af þessu stórkostlega átaki bæjarstjóra er hins vegar sú að um 100 einstaklingar og fjölskyldur eru á biðlista eftir félagslegu húsnæði og stór hluti þeirra er í brýnni þörf, líkt og við sáum dæmi um í Kastljósi gærkvöldsins. Bæjarstjóri ver stefnu Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og á Seltjarnarnesi Það er því deginum ljósara að það hefur ekki verið nóg gert undanfarin ár í Hafnarfirði. Hér tala tölurnar sínu máli um frammistöðu Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði í þessum mikilvæga málaflokki. Út yfir tók þó þegar bæjarstjóri Hafnarfjarðar varði sérstaklega frammistöðu Garðabæjar og Seltjarnarness í þessum málum því að í þeim sveitarfélögum birtist stefna Sjálfstæðisflokksins einmitt með hvað skýrustum hætti. Stefna sem felst í því að lækka skatta og álögur á hátekjufólkið og efnamesta fólkið. Það kemur svo niður á þjónustu sveitarfélaganna við þá hópa sem helst þurfa á henni að halda. Og vandanum er svo velt yfir á nærliggjandi sveitarfélög. Þetta gat bæjarstjóri Hafnarfjarðar ekki gagnrýnt í Kastljósinu í gær, enda um stefnu Sjálfstæðisflokksins að ræða. Rjúfum kyrrstöðuna Megin niðurstaðan af umræðum Kastljóssins í gær er því sú að Hafnarfjörður, undir forystu Sjálfstæðisflokksins, hefur engan veginn staðið sig í þessum málefnum. Þörf er á stórkostlegu átaki á næsta kjörtímabili til að fjölga íbúðum í félagslega íbúðarkerfinu til að stytta biðlistana og bið fólks á þeim. Þörf er á nýjum hugmyndum sem bornar eru uppi af fólki sem hefur raunverulegan áhuga á málinu og veit hversu mikilvæg húsnæðismálin eru fyrir fólk í erfiðum aðstæðum. Samfylkingin mun setja húsnæðismál í víðu samhengi í algjöran forgang á næsta kjörtímabili og rjúfa þá kyrrstöðu sem einkennt hefur málaflokkinn undanfarin ár undir forystu Sjálfstæðisflokksins í bænum. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og fulltrúi flokksins í fjölskylduráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Félagsmál Húsnæðismál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Árni Rúnar Þorvaldsson Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Við mótmælum… Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
Það er grundvallarskylda sveitarfélaga að sjá fólki fyrir húsnæði sem af einhverjum ástæðum þarf á stuðningi að halda í þeim efnum. Árið 2020 voru þrjár íbúðir keyptar inn í félagslega íbúðakerfið og 6 í fyrra. Slæleg frammistaða bæjarins í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á undanförnum átta árum undir stjórn Sjálfstæðisflokksins spilar að einhverju leyti þarna inn í því íbúðirnar hafa hreinlega ekki verið til í bænum. Hér er því sannarlega verk að vinna á næsta kjörtímabili. Barátta um grundvallarmannréttindi Margt fólk í mjög erfiðum aðstæðum er á biðlista eftir félagslegu húsnæði og þarfnast úrlausnar sem fyrst. Það býr í foreldrahúsum, ósamþykktum íbúðum í iðnaðarhverfum, í leiguíbúðum þar sem 60-70% af ráðstöfunartekjum þess fer í leiguna og í íbúðum sem mæta ekki þörfum þess. Í Kastljósi í gærkvöldi sáum við umfjöllun um síðastnefnda dæmið. Þar var talað við öryrkja með lögheimili í Hafnarfirði sem er á biðlista eftir húsnæði hjá Hafnarfjarðarbæ. Hann veit ekkert um það hvenær röðin kemur að honum. Eftir að hafa upplifað gríðarlegt áfall vegna veikinda, eins og viðmælandi Kastljóssins í gær, þá er ömurlegt til þess að vita að við taki barátta við kerfið um grundvallarmannréttindi. Þetta er óásættanleg staða með öllu. Bæjarstjóri skilar auðu í umræðunni Í umræðum í Kastljósi ræddu formaður Öryrkjabandalagsins og bæjarstjóri Hafnarfjarðar um búsetuúrræði fyrir fatlað fólk og félagslegt húsnæði. Í máli bæjarstjóra kom fram að hann telur það stórkostlegt átak af hálfu bæjarins að hafa bætt 40 íbúðum inn í félagslega íbúðarkerfið á síðustu sjö árum, eða sem nemur tæpum 6 íbúðum á ári að meðaltali. Niðurstaðan af þessu stórkostlega átaki bæjarstjóra er hins vegar sú að um 100 einstaklingar og fjölskyldur eru á biðlista eftir félagslegu húsnæði og stór hluti þeirra er í brýnni þörf, líkt og við sáum dæmi um í Kastljósi gærkvöldsins. Bæjarstjóri ver stefnu Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og á Seltjarnarnesi Það er því deginum ljósara að það hefur ekki verið nóg gert undanfarin ár í Hafnarfirði. Hér tala tölurnar sínu máli um frammistöðu Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði í þessum mikilvæga málaflokki. Út yfir tók þó þegar bæjarstjóri Hafnarfjarðar varði sérstaklega frammistöðu Garðabæjar og Seltjarnarness í þessum málum því að í þeim sveitarfélögum birtist stefna Sjálfstæðisflokksins einmitt með hvað skýrustum hætti. Stefna sem felst í því að lækka skatta og álögur á hátekjufólkið og efnamesta fólkið. Það kemur svo niður á þjónustu sveitarfélaganna við þá hópa sem helst þurfa á henni að halda. Og vandanum er svo velt yfir á nærliggjandi sveitarfélög. Þetta gat bæjarstjóri Hafnarfjarðar ekki gagnrýnt í Kastljósinu í gær, enda um stefnu Sjálfstæðisflokksins að ræða. Rjúfum kyrrstöðuna Megin niðurstaðan af umræðum Kastljóssins í gær er því sú að Hafnarfjörður, undir forystu Sjálfstæðisflokksins, hefur engan veginn staðið sig í þessum málefnum. Þörf er á stórkostlegu átaki á næsta kjörtímabili til að fjölga íbúðum í félagslega íbúðarkerfinu til að stytta biðlistana og bið fólks á þeim. Þörf er á nýjum hugmyndum sem bornar eru uppi af fólki sem hefur raunverulegan áhuga á málinu og veit hversu mikilvæg húsnæðismálin eru fyrir fólk í erfiðum aðstæðum. Samfylkingin mun setja húsnæðismál í víðu samhengi í algjöran forgang á næsta kjörtímabili og rjúfa þá kyrrstöðu sem einkennt hefur málaflokkinn undanfarin ár undir forystu Sjálfstæðisflokksins í bænum. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og fulltrúi flokksins í fjölskylduráði.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun