Aflétta öllum takmörkunum á föstudag Eiður Þór Árnason skrifar 23. febrúar 2022 13:27 Afléttingarnar taka gildi 25. febrúar. Þær eru fyrr á ferðinni en upphaflega var gert ráð fyrir. Vísir/Vilhelm Öllum sóttvarnatakmörkunum verður aflétt frá og með föstudeginum 25. febrúar, bæði innanlands og á landamærunum. Sömuleiðis fellur krafa um einangrun þeirra sem sýkjast af Covid-19 úr gildi. Ríkisstjórnin samþykkti þetta á fundi sínum í dag en breytingarnar byggja á tillögum sóttvarnalæknis. Full samstaða var um aðgerðirnar í ríkisstjórn að sögn heilbrigðisráðherra og forsætisráðherra. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi að áfram sé fólk hvatt til að passa sig og halda sig heima ef það finnur fyrir einkennum. Þá geti það nýtt sér hraðpróf hjá heilsugæslunni og einkaaðilum. Landsmenn hafi lært að umgangast veiruna. Hann bætir við að þó búið sé að aflétta takmörkunum eigi fólk að gæta að sér innan um viðkvæma hópa og á heilbrigðisstofnunum. Fólk er hvatt til þess að nota grímur og halda fjarlægð þar sem á við. Willum Þór segir að helstu rökin fyrir allsherjar afléttingu sé að útbreiðsla Covid-19 sé orðin það mikil að takmarkanir skili engu á þessum tímapunkti. „Við erum að endurheimta eðlilegt líf en veiran er enn þá með okkur. Við vitum alveg að það eru mörg sem eiga eftir að smitast enn þá og það getur skapað erfiðleika inn á vinnustöðum, heilbrigðisstofnunum og bara í lífi hvers og eins,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. „Við teljum okkur geta lifað með þessari veiru.“ Hún segir að áfram þurfi að fylgjast með nýjum afbrigðum og stöðu faraldursins hér heima og erlendis. Í afléttingaráætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í lok janúar var gert ráð fyrir að öllum takmörkunum yrði ekki aflétt fyrr en um miðjan mars. Hefur þeim breytingum nú verið flýtt í ljósi jákvæðrar stöðu faraldursins. Willum Þór segir að róðurinn hafi verið þungur í heilbrigðiskerfinu.Vísir/Vilhelm Vonandi seinasta breytingin Að loknum ríkisstjórnarfundi í dag hrósaði Willum Þór starfsfólki á heilbrigðisstofnunum í hástert og óskaði landsmönnum til hamingju með daginn. Hann segist vera í stöðugu samtali við stjórnendur á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum í landinu. „Róðurinn hefur verið þungur og hann verður það áfram í einhverjar vikur. Það er enn þá fólk að leggjast inn á spítalann og smitast inn á spítalanum og á heilbrigðisstofnunum víða. Svo er starfsfólkið að smitast af Covid og þetta raskar auðvitað starfinu og gerir þetta snúið.“ Stjórnvöld muni veita heilbrigðiskerfinu stuðning í þessum efnum. Ráðherrarnir segja það óskandi að þetta verði í síðasta skipti sem tilkynnt er um breytingar á sóttvarnatakmörkunum. Sóttvarnalæknir hafi þó brýnt að áfram þurfi að vera vakandi fyrir nýjum afbrigðum veirunnar. Hægt sé að bregðast skjótt við ef eitthvað komi upp. Stefni í 80 prósent samfélagslegt ónæmi seinni hlutann í mars Fram kemur í minnisblaði sóttvarnalæknis að daglega hafi greinst á milli 2.100 og 2.800 tilfelli að undanförnu en alvarleg veikindi ekki aukist að sama skapi. „Að mati sóttvarnalæknis er víðtækt samfélagslegt ónæmi gegn COVID-19 helsta leiðin út úr faraldrinum, eða allt að 80%. Til að ná því þurfi sem flestir að smitast af veirunni þar sem bóluefnin dugi ekki til, þótt þau veiti góða vernd gegn alvarlegum veikindum. Um 110.000 manns hafa greinst með COVID-19 en áætlað er út frá mótefnamælingum að annar eins fjöldi einstaklinga hafi smitast án greiningar. Að þessu gefnu telur sóttvarnalæknir að miðað við svipaðan fjölda daglegra smita og undanfarið náist 80% markmiðið seinni hlutann í mars,“ segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Vegna mikillar útbreiðslu smita og þar með ónæmis í samfélaginu telji sóttvarnalæknir skynsamlegt að aflétta sóttvarnaaðgerðum samtímis innanlands og á landamærum. Stjórnvöld þurfi þó að vera reiðubúin að innleiða sóttvarnaaðgerðir á landamærum hratt, ef ný og hættuleg afbrigði veirunnar komi fram erlendis. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ríkisstjórnin samþykkti þetta á fundi sínum í dag en breytingarnar byggja á tillögum sóttvarnalæknis. Full samstaða var um aðgerðirnar í ríkisstjórn að sögn heilbrigðisráðherra og forsætisráðherra. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi að áfram sé fólk hvatt til að passa sig og halda sig heima ef það finnur fyrir einkennum. Þá geti það nýtt sér hraðpróf hjá heilsugæslunni og einkaaðilum. Landsmenn hafi lært að umgangast veiruna. Hann bætir við að þó búið sé að aflétta takmörkunum eigi fólk að gæta að sér innan um viðkvæma hópa og á heilbrigðisstofnunum. Fólk er hvatt til þess að nota grímur og halda fjarlægð þar sem á við. Willum Þór segir að helstu rökin fyrir allsherjar afléttingu sé að útbreiðsla Covid-19 sé orðin það mikil að takmarkanir skili engu á þessum tímapunkti. „Við erum að endurheimta eðlilegt líf en veiran er enn þá með okkur. Við vitum alveg að það eru mörg sem eiga eftir að smitast enn þá og það getur skapað erfiðleika inn á vinnustöðum, heilbrigðisstofnunum og bara í lífi hvers og eins,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. „Við teljum okkur geta lifað með þessari veiru.“ Hún segir að áfram þurfi að fylgjast með nýjum afbrigðum og stöðu faraldursins hér heima og erlendis. Í afléttingaráætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í lok janúar var gert ráð fyrir að öllum takmörkunum yrði ekki aflétt fyrr en um miðjan mars. Hefur þeim breytingum nú verið flýtt í ljósi jákvæðrar stöðu faraldursins. Willum Þór segir að róðurinn hafi verið þungur í heilbrigðiskerfinu.Vísir/Vilhelm Vonandi seinasta breytingin Að loknum ríkisstjórnarfundi í dag hrósaði Willum Þór starfsfólki á heilbrigðisstofnunum í hástert og óskaði landsmönnum til hamingju með daginn. Hann segist vera í stöðugu samtali við stjórnendur á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum í landinu. „Róðurinn hefur verið þungur og hann verður það áfram í einhverjar vikur. Það er enn þá fólk að leggjast inn á spítalann og smitast inn á spítalanum og á heilbrigðisstofnunum víða. Svo er starfsfólkið að smitast af Covid og þetta raskar auðvitað starfinu og gerir þetta snúið.“ Stjórnvöld muni veita heilbrigðiskerfinu stuðning í þessum efnum. Ráðherrarnir segja það óskandi að þetta verði í síðasta skipti sem tilkynnt er um breytingar á sóttvarnatakmörkunum. Sóttvarnalæknir hafi þó brýnt að áfram þurfi að vera vakandi fyrir nýjum afbrigðum veirunnar. Hægt sé að bregðast skjótt við ef eitthvað komi upp. Stefni í 80 prósent samfélagslegt ónæmi seinni hlutann í mars Fram kemur í minnisblaði sóttvarnalæknis að daglega hafi greinst á milli 2.100 og 2.800 tilfelli að undanförnu en alvarleg veikindi ekki aukist að sama skapi. „Að mati sóttvarnalæknis er víðtækt samfélagslegt ónæmi gegn COVID-19 helsta leiðin út úr faraldrinum, eða allt að 80%. Til að ná því þurfi sem flestir að smitast af veirunni þar sem bóluefnin dugi ekki til, þótt þau veiti góða vernd gegn alvarlegum veikindum. Um 110.000 manns hafa greinst með COVID-19 en áætlað er út frá mótefnamælingum að annar eins fjöldi einstaklinga hafi smitast án greiningar. Að þessu gefnu telur sóttvarnalæknir að miðað við svipaðan fjölda daglegra smita og undanfarið náist 80% markmiðið seinni hlutann í mars,“ segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Vegna mikillar útbreiðslu smita og þar með ónæmis í samfélaginu telji sóttvarnalæknir skynsamlegt að aflétta sóttvarnaaðgerðum samtímis innanlands og á landamærum. Stjórnvöld þurfi þó að vera reiðubúin að innleiða sóttvarnaaðgerðir á landamærum hratt, ef ný og hættuleg afbrigði veirunnar komi fram erlendis. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Erfitt að sjá hverju takmarkanir skila þegar útbreiðslan er svona mikil Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir erfitt að sjá hverju sóttvarnatakmarkanir skili nú þegar útbreiðsla kórónuveirunnar er jafn mikil og raun ber vitni. Hann stefnir að því að aflétta öllum sóttvarnaaðgerðum innanlands og á landamærum í síðasta lagi á föstudag. 23. febrúar 2022 08:53 Bareigendur til í slaginn um helgina og taka afléttingum fagnandi Að óbreyttu verður tilkynnt um afléttingar á öllum takmörkunum innanlands og á landamærunum í síðasta lagi á föstudag. Bareigendur eru farnir að búa sig undir mikil skemmtanahöld um helgina. 22. febrúar 2022 21:00 Öllu aflétt í síðasta lagi á föstudag Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra á von á því að tilkynnt verði um afléttingar innanlands og á landamærum í allra síðasta lagi á föstudaginn. Þetta kom fram í máli hans að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. 22. febrúar 2022 14:13 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Sjá meira
Erfitt að sjá hverju takmarkanir skila þegar útbreiðslan er svona mikil Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir erfitt að sjá hverju sóttvarnatakmarkanir skili nú þegar útbreiðsla kórónuveirunnar er jafn mikil og raun ber vitni. Hann stefnir að því að aflétta öllum sóttvarnaaðgerðum innanlands og á landamærum í síðasta lagi á föstudag. 23. febrúar 2022 08:53
Bareigendur til í slaginn um helgina og taka afléttingum fagnandi Að óbreyttu verður tilkynnt um afléttingar á öllum takmörkunum innanlands og á landamærunum í síðasta lagi á föstudag. Bareigendur eru farnir að búa sig undir mikil skemmtanahöld um helgina. 22. febrúar 2022 21:00
Öllu aflétt í síðasta lagi á föstudag Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra á von á því að tilkynnt verði um afléttingar innanlands og á landamærum í allra síðasta lagi á föstudaginn. Þetta kom fram í máli hans að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. 22. febrúar 2022 14:13