Segja dóminn leggja sig fram við að réttlæta ofbeldi gegn barni Fanndís Birna Logadóttir skrifar 24. febrúar 2022 00:14 Greint var frá dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra í síðustu viku en samtökin segja skeytingarleysi gagnvart réttindum barna og úreltar hugmyndir hafa verið að finna í dóminum. Vísir/Vilhelm Þrjú samtök sem beita sér fyrir velferð nemenda segja það reiðarslag að Héraðsdómur Norðurlands eystra hafi nýverið dæmt kennara sem sló til nemenda í vil. Þau segja orðfæri dómsins gildishlaðið og skora á dómstóla landsins að fylgja Barnasáttmálanum. Greint var frá því í síðustu viku að Héraðsdómur Norðurlands eystra hefði dæmt Dalvíkurbæ til að greiða kennara milljónir króna í bætur en kennaranum hafði verið vikið úr starfi eftir að hann svaraði nemenda í sömu mynt og sló til hans. Var það mat dómsins að kinnhestur kennarans hafi ekki verið gróft brot í starfi sem gæti réttlætt fyrirvaralausan brottrekstur. UNICEF á Íslandi, Barnaheill – Save the Children á Íslandi og Heimili og skóli – Landssamtök foreldra sendu frá sér yfirlýsingu vegna málsins í dag þar sem skylda stjórnvalda til að gera allar viðeigandi ráðstafanir til að vernda börn fyrir hvers kyns ofbeldi var ítrekuð. Niðurstaðan í dómsmáli kennarans í Dalvík hafi því verið reiðarslag en samtökin segja skeytingarleysi gagnvart réttindum barna og úreltar hugmyndir hafa verið að finna í dóminum. Hvergi hafi verið minnst á 19. grein Barnasáttmálans eða réttindi nemandans. „Þá er ekki minnst á að milli barns og fullorðins einstaklings ríkir valdaójafnvægi sem gerir barnið tilfinningalega, vitsmunalega og líkamlega viðkvæmara. Þess í stað er orðfæri dómsins gildishlaðið og látið að því liggja að viðbrögð barnsins hafi verið röng en viðbrögð fullorðna aðilans hafi verið rétt og jafnvel eðlileg,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Áhyggjuefni ef dómstólar ýta undir fordóma gegn börnum Þau segja dóminn vafalaust koma flestum sem vinna með börnum spánskt fyrir sjónir og segja ámælisvert að í dómnum sé hvorki að finna viðurkenningu á viðkvæmri stöðu barnsins né áréttingu dómara um að það skuli aldrei beita börn ofbeldi. Í dómnum sé vísað til reglugerðar sem ítrekar skyldu starfsfólks til að bregðast við ef háttsemi nemenda leiðir af sér hættu fyrir aðra, sem og laga sem kveða á um að nemendur skuli hlíta fyrirmælum starfsfólks. Aftur á móti sé ekki minnst á það að í sömu reglum og lögum sé kveðið á um að starfsfólk skóla skuli bera velferð nemenda fyrir brjósti og sýna þeim stuðning. „Í ljósi þessa kemur ekki á óvart að niðurstaða dómsins sé að ekki hafi verið um gróft brot í starfi að ræða, en þá niðurstöðu verður að skoða í ljósi þess að hvergi er minnst á réttindi barnsins. Ljóst er að dómurinn leggur sig fram um að réttlæta ofbeldi gegn barni, þrátt fyrir að hann segist ekki samþykkja það,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segja þau það áhyggjuefni ef dómstólar landsins ýta undir fordóma gagnvart börnum. „Það færir baráttuna fyrir réttindum barna áratugi aftur í tímann. Við skorum á dómstóla landsins til þess að fylgja Barnasáttmálanum, berjast gegn fáfræði um réttindi barna, tryggja vernd barna, og ábyrgð fullorðinna.“ Dalvíkurbyggð Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Dómsmál Tengdar fréttir Gagnrýna ummæli formannsins: „Að afsaka kennara sem beita börn ofbeldi er óásættanlegt“ Landssamtök foreldra lýsa yfir vonbrigðum með málflutning formanns Félags grunnskólakennara í máli kennara í Dalvík sem hlaut nýverið bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Samtökin segja formanninn hafa tekið afstöðu með einhliða frásögn kennarans og varpa ábyrgðinni á foreldra barnsins. 22. febrúar 2022 20:03 Blöskrar að fólk leyfi sér að réttlæta ofbeldi á samfélagsmiðlum Baráttukonu fyrir réttindum barna í skólakerfinu blöskrar umræða um mál fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla sem lenti í átökum við kennara. Fólk leyfi sér að réttlæta ofbeldi gegn börnum á samfélagsmiðlum en líti fram hjá hinu raunverulega vandamáli: kerfi sem bregðist börnum í vanda. 21. febrúar 2022 21:23 „Kennari bæði sviptur ærunni og lífsviðurværi“ Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara segir að áminning í starfi hefði verið meira viðeigandi en brottrekstur í máli kennarans á Dalvík. 18. febrúar 2022 14:43 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Greint var frá því í síðustu viku að Héraðsdómur Norðurlands eystra hefði dæmt Dalvíkurbæ til að greiða kennara milljónir króna í bætur en kennaranum hafði verið vikið úr starfi eftir að hann svaraði nemenda í sömu mynt og sló til hans. Var það mat dómsins að kinnhestur kennarans hafi ekki verið gróft brot í starfi sem gæti réttlætt fyrirvaralausan brottrekstur. UNICEF á Íslandi, Barnaheill – Save the Children á Íslandi og Heimili og skóli – Landssamtök foreldra sendu frá sér yfirlýsingu vegna málsins í dag þar sem skylda stjórnvalda til að gera allar viðeigandi ráðstafanir til að vernda börn fyrir hvers kyns ofbeldi var ítrekuð. Niðurstaðan í dómsmáli kennarans í Dalvík hafi því verið reiðarslag en samtökin segja skeytingarleysi gagnvart réttindum barna og úreltar hugmyndir hafa verið að finna í dóminum. Hvergi hafi verið minnst á 19. grein Barnasáttmálans eða réttindi nemandans. „Þá er ekki minnst á að milli barns og fullorðins einstaklings ríkir valdaójafnvægi sem gerir barnið tilfinningalega, vitsmunalega og líkamlega viðkvæmara. Þess í stað er orðfæri dómsins gildishlaðið og látið að því liggja að viðbrögð barnsins hafi verið röng en viðbrögð fullorðna aðilans hafi verið rétt og jafnvel eðlileg,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Áhyggjuefni ef dómstólar ýta undir fordóma gegn börnum Þau segja dóminn vafalaust koma flestum sem vinna með börnum spánskt fyrir sjónir og segja ámælisvert að í dómnum sé hvorki að finna viðurkenningu á viðkvæmri stöðu barnsins né áréttingu dómara um að það skuli aldrei beita börn ofbeldi. Í dómnum sé vísað til reglugerðar sem ítrekar skyldu starfsfólks til að bregðast við ef háttsemi nemenda leiðir af sér hættu fyrir aðra, sem og laga sem kveða á um að nemendur skuli hlíta fyrirmælum starfsfólks. Aftur á móti sé ekki minnst á það að í sömu reglum og lögum sé kveðið á um að starfsfólk skóla skuli bera velferð nemenda fyrir brjósti og sýna þeim stuðning. „Í ljósi þessa kemur ekki á óvart að niðurstaða dómsins sé að ekki hafi verið um gróft brot í starfi að ræða, en þá niðurstöðu verður að skoða í ljósi þess að hvergi er minnst á réttindi barnsins. Ljóst er að dómurinn leggur sig fram um að réttlæta ofbeldi gegn barni, þrátt fyrir að hann segist ekki samþykkja það,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segja þau það áhyggjuefni ef dómstólar landsins ýta undir fordóma gagnvart börnum. „Það færir baráttuna fyrir réttindum barna áratugi aftur í tímann. Við skorum á dómstóla landsins til þess að fylgja Barnasáttmálanum, berjast gegn fáfræði um réttindi barna, tryggja vernd barna, og ábyrgð fullorðinna.“
Dalvíkurbyggð Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Dómsmál Tengdar fréttir Gagnrýna ummæli formannsins: „Að afsaka kennara sem beita börn ofbeldi er óásættanlegt“ Landssamtök foreldra lýsa yfir vonbrigðum með málflutning formanns Félags grunnskólakennara í máli kennara í Dalvík sem hlaut nýverið bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Samtökin segja formanninn hafa tekið afstöðu með einhliða frásögn kennarans og varpa ábyrgðinni á foreldra barnsins. 22. febrúar 2022 20:03 Blöskrar að fólk leyfi sér að réttlæta ofbeldi á samfélagsmiðlum Baráttukonu fyrir réttindum barna í skólakerfinu blöskrar umræða um mál fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla sem lenti í átökum við kennara. Fólk leyfi sér að réttlæta ofbeldi gegn börnum á samfélagsmiðlum en líti fram hjá hinu raunverulega vandamáli: kerfi sem bregðist börnum í vanda. 21. febrúar 2022 21:23 „Kennari bæði sviptur ærunni og lífsviðurværi“ Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara segir að áminning í starfi hefði verið meira viðeigandi en brottrekstur í máli kennarans á Dalvík. 18. febrúar 2022 14:43 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Gagnrýna ummæli formannsins: „Að afsaka kennara sem beita börn ofbeldi er óásættanlegt“ Landssamtök foreldra lýsa yfir vonbrigðum með málflutning formanns Félags grunnskólakennara í máli kennara í Dalvík sem hlaut nýverið bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Samtökin segja formanninn hafa tekið afstöðu með einhliða frásögn kennarans og varpa ábyrgðinni á foreldra barnsins. 22. febrúar 2022 20:03
Blöskrar að fólk leyfi sér að réttlæta ofbeldi á samfélagsmiðlum Baráttukonu fyrir réttindum barna í skólakerfinu blöskrar umræða um mál fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla sem lenti í átökum við kennara. Fólk leyfi sér að réttlæta ofbeldi gegn börnum á samfélagsmiðlum en líti fram hjá hinu raunverulega vandamáli: kerfi sem bregðist börnum í vanda. 21. febrúar 2022 21:23
„Kennari bæði sviptur ærunni og lífsviðurværi“ Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara segir að áminning í starfi hefði verið meira viðeigandi en brottrekstur í máli kennarans á Dalvík. 18. febrúar 2022 14:43