Kjósum það besta – eins og Vanda! Hópur stuðningsfólks Vöndu Sigurgeirsdóttur skrifar 24. febrúar 2022 09:31 Þessa grein skrifar hópur fólks sem telst víst vera snemmmiðaldra árið 2022. En einu sinni vorum við unglingar í ört stækkandi úthverfi að nafni Árbær. Við áttum það sameiginlegt að elska félagsmiðstöðina okkar, Ársel. Þar var forstöðumaður að nafni Vanda Sigurgeirsdóttir, 24 ára gömul, sem átti eftir að setja mark sitt á okkur á djúpstæðari hátt en við – og kannski hún sjálf – áttuðum okkur á þá. Vanda var eldhugi í félagsmiðstöðvastarfi. Hún treysti okkur svo vel til að tækla alls kyns flókin mál, að við eiginlega skiljum það ekki enn þann dag í dag. Við söfnuðum okkur til dæmis fyrir utanlandsferð til Gautaborgar, til að hitta aðra unglinga og kynnast ungmennahúsum í sænskum stíl. Við söfnuðum okkur fyrir hverri krónu sjálf, með því til dæmis að þýða brandarabækur yfir á íslensku sem gefnar voru út af virðulegu bókaforlagi hér í borg. Við skipulögðum tveggja sólarhringalangt lærdómsmaraþon, sem við söfnuðum áheitum fyrir hjá allri Hraunbæjarblokkinni frá númerum 2-198 flest kvöld á köldum vetrarmánuðum veturinn 1990-1991. Svo seldum við popp og stjórnuðum leikjum á vorhátíðum, unnum í sjoppunni á ungverjaböllum (10-12 ára), sinntum ýmsum hreinsunar- og þjóðþrifastörfum í hverfinu og ýmislegt fleira. Mál sem skipta máli Vanda var talsmaður unglingalýðræðis og frumkvöðull á því sviði í upphafi 10. áratugar síðustu aldar. Hún sendi nokkur okkar sem sátum í Árselsráði út í aðrar félagsmiðstöðvar að kynna unglingalýðræði sem var á þessum tíma frekar ókunnugt, og jafnvel óþægilegt viðfangsefni. Á nú að treysta unglingum til að ráða öllu í sinni félagsmiðstöð? Spurði fullorðið fólk og hristi höfuðið í undran. Já – sagði Vanda, að því gefnu að þau læri að rammar og lög setja þeim mörk. Af því að þau verða að læra að þekkja réttindi sín og skyldur. Við fundum alltaf til öryggis undir hennar verndarvæng, því hjá Vöndu haldast ábyrgð og traust hönd í hönd. Einn veturinn voru allir bekkir í Árbæjarskóla boðaðir í hópum út í Ársel í eineltisfræðslu. Þetta var í byrjun 10. áratugarins og einelti var ekki endilega orð sem öll okkar þekktu. Áður en hóparnir komu hafði Vanda skoðað myndir og nöfn allra krakka í öllum árgöngum skólans og lagt nöfnin á minnið. Því að það skiptir máli, í hópefli og fræðslu um mál sem skipta máli. Þannig var Vanda, hún lagði sig fram um að láta okkur finna að við skiptum öll máli, að góð og vinsamleg samskipti skiptu máli, að traust skipti máli. Unglingar fæddir 1976 í félagsmiðstöðinni Árseli 1990-1992. Vanda kýs traust og heilbrigði samskipti Svo var hún Vanda bara svo hrikalega skemmtileg! Við vorum sum hjá henni í klúbbnum Klúbblegur sem fór í ferðalög, við áttum vikulega fundi, settum mál á dagskrá en vorum líka bara að spila, keppa í einhverri vitleysu, hlæja og mikið óskaplega sem hún Vanda gat hlegið með okkur og að okkur. Það eina sem við áttum ekki sameiginlegt með Vöndu var fótboltinn. Við vorum listaspírur og fjallahjólafólk, nördar og pæjur, ræðumeistarar eða reykjandi töffarar í villingaúlpum. Það duldist okkur þó ekki að í fótboltaþjálfun og spilamennsku var hún í ástríðufullu essinu sínu. Í dag eigum sum okkar börn og ungmenni sem æfa fótbolta og við vitum að það skiptir máli að í KSÍ stjórni fólk sem stendur fyrir traust og heiðarleika. Ef við gætum kosið á ársþingi KSÍ þá myndum við kjósa Vöndu. Því hún kýs alltaf það besta fyrir börn og unglinga, hún kýs traust og heilbrigð samskipti. Alltaf. Áfram Vanda! Unglingar fæddir 1976 í félagsmiðstöðinni Árseli 1990-1992. Aðalheiður Kristinsdóttir, Berglind Magnúsdóttir, Bergþóra Guðmundsdóttir, Birgir Örn Steinarsson, Curver, Eggert Gíslason, Erna Kristín Gylfadóttir, Gauti Sigurgeirsson, Gréta Hergils, Guðmundur Arnar Ástvaldsson, Haukur Tómasson, Kolbrún Ósk Ívarsdóttir, Margrét Júlía Júlíusdóttir, Oddný Sturludóttir, Ólafur Thorarensen, Ólafur Ragnar Helgason, Ólöf Júlíusdóttir og Vignir Jónsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KSÍ Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Þessa grein skrifar hópur fólks sem telst víst vera snemmmiðaldra árið 2022. En einu sinni vorum við unglingar í ört stækkandi úthverfi að nafni Árbær. Við áttum það sameiginlegt að elska félagsmiðstöðina okkar, Ársel. Þar var forstöðumaður að nafni Vanda Sigurgeirsdóttir, 24 ára gömul, sem átti eftir að setja mark sitt á okkur á djúpstæðari hátt en við – og kannski hún sjálf – áttuðum okkur á þá. Vanda var eldhugi í félagsmiðstöðvastarfi. Hún treysti okkur svo vel til að tækla alls kyns flókin mál, að við eiginlega skiljum það ekki enn þann dag í dag. Við söfnuðum okkur til dæmis fyrir utanlandsferð til Gautaborgar, til að hitta aðra unglinga og kynnast ungmennahúsum í sænskum stíl. Við söfnuðum okkur fyrir hverri krónu sjálf, með því til dæmis að þýða brandarabækur yfir á íslensku sem gefnar voru út af virðulegu bókaforlagi hér í borg. Við skipulögðum tveggja sólarhringalangt lærdómsmaraþon, sem við söfnuðum áheitum fyrir hjá allri Hraunbæjarblokkinni frá númerum 2-198 flest kvöld á köldum vetrarmánuðum veturinn 1990-1991. Svo seldum við popp og stjórnuðum leikjum á vorhátíðum, unnum í sjoppunni á ungverjaböllum (10-12 ára), sinntum ýmsum hreinsunar- og þjóðþrifastörfum í hverfinu og ýmislegt fleira. Mál sem skipta máli Vanda var talsmaður unglingalýðræðis og frumkvöðull á því sviði í upphafi 10. áratugar síðustu aldar. Hún sendi nokkur okkar sem sátum í Árselsráði út í aðrar félagsmiðstöðvar að kynna unglingalýðræði sem var á þessum tíma frekar ókunnugt, og jafnvel óþægilegt viðfangsefni. Á nú að treysta unglingum til að ráða öllu í sinni félagsmiðstöð? Spurði fullorðið fólk og hristi höfuðið í undran. Já – sagði Vanda, að því gefnu að þau læri að rammar og lög setja þeim mörk. Af því að þau verða að læra að þekkja réttindi sín og skyldur. Við fundum alltaf til öryggis undir hennar verndarvæng, því hjá Vöndu haldast ábyrgð og traust hönd í hönd. Einn veturinn voru allir bekkir í Árbæjarskóla boðaðir í hópum út í Ársel í eineltisfræðslu. Þetta var í byrjun 10. áratugarins og einelti var ekki endilega orð sem öll okkar þekktu. Áður en hóparnir komu hafði Vanda skoðað myndir og nöfn allra krakka í öllum árgöngum skólans og lagt nöfnin á minnið. Því að það skiptir máli, í hópefli og fræðslu um mál sem skipta máli. Þannig var Vanda, hún lagði sig fram um að láta okkur finna að við skiptum öll máli, að góð og vinsamleg samskipti skiptu máli, að traust skipti máli. Unglingar fæddir 1976 í félagsmiðstöðinni Árseli 1990-1992. Vanda kýs traust og heilbrigði samskipti Svo var hún Vanda bara svo hrikalega skemmtileg! Við vorum sum hjá henni í klúbbnum Klúbblegur sem fór í ferðalög, við áttum vikulega fundi, settum mál á dagskrá en vorum líka bara að spila, keppa í einhverri vitleysu, hlæja og mikið óskaplega sem hún Vanda gat hlegið með okkur og að okkur. Það eina sem við áttum ekki sameiginlegt með Vöndu var fótboltinn. Við vorum listaspírur og fjallahjólafólk, nördar og pæjur, ræðumeistarar eða reykjandi töffarar í villingaúlpum. Það duldist okkur þó ekki að í fótboltaþjálfun og spilamennsku var hún í ástríðufullu essinu sínu. Í dag eigum sum okkar börn og ungmenni sem æfa fótbolta og við vitum að það skiptir máli að í KSÍ stjórni fólk sem stendur fyrir traust og heiðarleika. Ef við gætum kosið á ársþingi KSÍ þá myndum við kjósa Vöndu. Því hún kýs alltaf það besta fyrir börn og unglinga, hún kýs traust og heilbrigð samskipti. Alltaf. Áfram Vanda! Unglingar fæddir 1976 í félagsmiðstöðinni Árseli 1990-1992. Aðalheiður Kristinsdóttir, Berglind Magnúsdóttir, Bergþóra Guðmundsdóttir, Birgir Örn Steinarsson, Curver, Eggert Gíslason, Erna Kristín Gylfadóttir, Gauti Sigurgeirsson, Gréta Hergils, Guðmundur Arnar Ástvaldsson, Haukur Tómasson, Kolbrún Ósk Ívarsdóttir, Margrét Júlía Júlíusdóttir, Oddný Sturludóttir, Ólafur Thorarensen, Ólafur Ragnar Helgason, Ólöf Júlíusdóttir og Vignir Jónsson.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun