Kærkomið frelsi Birta Karen Tryggvadóttir skrifar 24. febrúar 2022 11:02 Afnám allra sóttvarnartakmarkana eru kærkomin kaflaskil. Loks getum við byrjað að lifa og njóta þess að vera til án takmarkana, því ber að fagna ákaft. En í öllum frestuðu veislunum sem nú fara að hellast yfir okkur, allar í einu, megum við ekki gleyma að draga lærdóm af þeim takmörkunum sem voru á okkur sett. Þau hafa, þrátt fyrir nauðsyn sína, kennt okkur hversu dýrmætt frelsið er okkur öllum; að geta hitt hvort annað, faðmað, haft gaman og búið til minningar saman. Þetta megum við sem lifðum þennan tíma, aldrei aftur taka sem sjálfsögðum hlut. Ég vona líka virkilega að þessi lærdómur skili sér í aukinni virðingu fyrir frelsinu ásamt skilningi á því að jafnvel hin minnsta frelsisskerðing kemur niður á lífsgæðum okkar. Því er ávallt rík ástæða til að halda uppi þeirri ófrávíkjanlegri kröfu á stjórnvöld að gífurlegir almannahagsmunir (eins og heimsfaraldur) verði að búa að baki öllum frelsisskerðingum á líf okkar, stórum sem smáum. Ég ásamt fleira ungu fólki bjóðum okkur þess vegna fram til stjórnarsetu í Heimdalli. Félagi ungmenna sem hefur barist fyrir frelsinu sleitulaust í 95 ár. Það er okkar von að við hljótum stuðning til þess að blása lífi og krafti í starf þessa sögulega og mikilvæga félags, til að halda mikilvægi frelsisins kröftuglega á lofti og veita stjórnvöldum ærið aðhald. Nú þegar sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda renna sitt skeið er mikilvægt að þau þurfi enn að svara því hvenær aðrar hömlur þess á okkar líf verða afnumdar. Hvenær fáum við að versla eðlilega með löglegar neysluvörur líkt og áfengi? Hvenær fá aðrir en handhafar leyfa, sem ganga í erfðir að skutla fólki fyrir greiðslu? Hvenær fáum við að versla okkur verkjalyf utan takmarkaðra opnunartíma apóteka? Hvenær munum við byrja að taka á neysluvanda sem heilbrigðismáli en ekki lögreglumáli? Fyrir sumum eru þessi mál ómerkileg en fyrir öðrum eru þetta skerðingar á lífsgæðum og réttindum. Því skal aldrei tekið af léttúð. Stjórnvöld verða að geta rökstutt þessar áframhaldandi hömlur á líf okkur, en það gerist ekki nema að einhver krefji þau um það. Það höfum við í Heimdalli alltaf gert og munum áfram gera af krafti, fái ég til þess umboð að leiða félagið. Kosið verður í dag milli 16 og 20 og milli 16 og 19 á föstudaginn. Öll á aldrinum 15-35 ára sem eru skráð í flokkinn geta kosið, hægt að skrá sig hér: https://xd.is/minar-sidur/ Höfundur leiðir lista Birtu og Kára til stjórnarsetu í Heimdalli, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birta Karen Tryggvadóttir Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Afnám allra sóttvarnartakmarkana eru kærkomin kaflaskil. Loks getum við byrjað að lifa og njóta þess að vera til án takmarkana, því ber að fagna ákaft. En í öllum frestuðu veislunum sem nú fara að hellast yfir okkur, allar í einu, megum við ekki gleyma að draga lærdóm af þeim takmörkunum sem voru á okkur sett. Þau hafa, þrátt fyrir nauðsyn sína, kennt okkur hversu dýrmætt frelsið er okkur öllum; að geta hitt hvort annað, faðmað, haft gaman og búið til minningar saman. Þetta megum við sem lifðum þennan tíma, aldrei aftur taka sem sjálfsögðum hlut. Ég vona líka virkilega að þessi lærdómur skili sér í aukinni virðingu fyrir frelsinu ásamt skilningi á því að jafnvel hin minnsta frelsisskerðing kemur niður á lífsgæðum okkar. Því er ávallt rík ástæða til að halda uppi þeirri ófrávíkjanlegri kröfu á stjórnvöld að gífurlegir almannahagsmunir (eins og heimsfaraldur) verði að búa að baki öllum frelsisskerðingum á líf okkar, stórum sem smáum. Ég ásamt fleira ungu fólki bjóðum okkur þess vegna fram til stjórnarsetu í Heimdalli. Félagi ungmenna sem hefur barist fyrir frelsinu sleitulaust í 95 ár. Það er okkar von að við hljótum stuðning til þess að blása lífi og krafti í starf þessa sögulega og mikilvæga félags, til að halda mikilvægi frelsisins kröftuglega á lofti og veita stjórnvöldum ærið aðhald. Nú þegar sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda renna sitt skeið er mikilvægt að þau þurfi enn að svara því hvenær aðrar hömlur þess á okkar líf verða afnumdar. Hvenær fáum við að versla eðlilega með löglegar neysluvörur líkt og áfengi? Hvenær fá aðrir en handhafar leyfa, sem ganga í erfðir að skutla fólki fyrir greiðslu? Hvenær fáum við að versla okkur verkjalyf utan takmarkaðra opnunartíma apóteka? Hvenær munum við byrja að taka á neysluvanda sem heilbrigðismáli en ekki lögreglumáli? Fyrir sumum eru þessi mál ómerkileg en fyrir öðrum eru þetta skerðingar á lífsgæðum og réttindum. Því skal aldrei tekið af léttúð. Stjórnvöld verða að geta rökstutt þessar áframhaldandi hömlur á líf okkur, en það gerist ekki nema að einhver krefji þau um það. Það höfum við í Heimdalli alltaf gert og munum áfram gera af krafti, fái ég til þess umboð að leiða félagið. Kosið verður í dag milli 16 og 20 og milli 16 og 19 á föstudaginn. Öll á aldrinum 15-35 ára sem eru skráð í flokkinn geta kosið, hægt að skrá sig hér: https://xd.is/minar-sidur/ Höfundur leiðir lista Birtu og Kára til stjórnarsetu í Heimdalli, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun