Kærkomið frelsi Birta Karen Tryggvadóttir skrifar 24. febrúar 2022 11:02 Afnám allra sóttvarnartakmarkana eru kærkomin kaflaskil. Loks getum við byrjað að lifa og njóta þess að vera til án takmarkana, því ber að fagna ákaft. En í öllum frestuðu veislunum sem nú fara að hellast yfir okkur, allar í einu, megum við ekki gleyma að draga lærdóm af þeim takmörkunum sem voru á okkur sett. Þau hafa, þrátt fyrir nauðsyn sína, kennt okkur hversu dýrmætt frelsið er okkur öllum; að geta hitt hvort annað, faðmað, haft gaman og búið til minningar saman. Þetta megum við sem lifðum þennan tíma, aldrei aftur taka sem sjálfsögðum hlut. Ég vona líka virkilega að þessi lærdómur skili sér í aukinni virðingu fyrir frelsinu ásamt skilningi á því að jafnvel hin minnsta frelsisskerðing kemur niður á lífsgæðum okkar. Því er ávallt rík ástæða til að halda uppi þeirri ófrávíkjanlegri kröfu á stjórnvöld að gífurlegir almannahagsmunir (eins og heimsfaraldur) verði að búa að baki öllum frelsisskerðingum á líf okkar, stórum sem smáum. Ég ásamt fleira ungu fólki bjóðum okkur þess vegna fram til stjórnarsetu í Heimdalli. Félagi ungmenna sem hefur barist fyrir frelsinu sleitulaust í 95 ár. Það er okkar von að við hljótum stuðning til þess að blása lífi og krafti í starf þessa sögulega og mikilvæga félags, til að halda mikilvægi frelsisins kröftuglega á lofti og veita stjórnvöldum ærið aðhald. Nú þegar sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda renna sitt skeið er mikilvægt að þau þurfi enn að svara því hvenær aðrar hömlur þess á okkar líf verða afnumdar. Hvenær fáum við að versla eðlilega með löglegar neysluvörur líkt og áfengi? Hvenær fá aðrir en handhafar leyfa, sem ganga í erfðir að skutla fólki fyrir greiðslu? Hvenær fáum við að versla okkur verkjalyf utan takmarkaðra opnunartíma apóteka? Hvenær munum við byrja að taka á neysluvanda sem heilbrigðismáli en ekki lögreglumáli? Fyrir sumum eru þessi mál ómerkileg en fyrir öðrum eru þetta skerðingar á lífsgæðum og réttindum. Því skal aldrei tekið af léttúð. Stjórnvöld verða að geta rökstutt þessar áframhaldandi hömlur á líf okkur, en það gerist ekki nema að einhver krefji þau um það. Það höfum við í Heimdalli alltaf gert og munum áfram gera af krafti, fái ég til þess umboð að leiða félagið. Kosið verður í dag milli 16 og 20 og milli 16 og 19 á föstudaginn. Öll á aldrinum 15-35 ára sem eru skráð í flokkinn geta kosið, hægt að skrá sig hér: https://xd.is/minar-sidur/ Höfundur leiðir lista Birtu og Kára til stjórnarsetu í Heimdalli, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birta Karen Tryggvadóttir Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Afnám allra sóttvarnartakmarkana eru kærkomin kaflaskil. Loks getum við byrjað að lifa og njóta þess að vera til án takmarkana, því ber að fagna ákaft. En í öllum frestuðu veislunum sem nú fara að hellast yfir okkur, allar í einu, megum við ekki gleyma að draga lærdóm af þeim takmörkunum sem voru á okkur sett. Þau hafa, þrátt fyrir nauðsyn sína, kennt okkur hversu dýrmætt frelsið er okkur öllum; að geta hitt hvort annað, faðmað, haft gaman og búið til minningar saman. Þetta megum við sem lifðum þennan tíma, aldrei aftur taka sem sjálfsögðum hlut. Ég vona líka virkilega að þessi lærdómur skili sér í aukinni virðingu fyrir frelsinu ásamt skilningi á því að jafnvel hin minnsta frelsisskerðing kemur niður á lífsgæðum okkar. Því er ávallt rík ástæða til að halda uppi þeirri ófrávíkjanlegri kröfu á stjórnvöld að gífurlegir almannahagsmunir (eins og heimsfaraldur) verði að búa að baki öllum frelsisskerðingum á líf okkar, stórum sem smáum. Ég ásamt fleira ungu fólki bjóðum okkur þess vegna fram til stjórnarsetu í Heimdalli. Félagi ungmenna sem hefur barist fyrir frelsinu sleitulaust í 95 ár. Það er okkar von að við hljótum stuðning til þess að blása lífi og krafti í starf þessa sögulega og mikilvæga félags, til að halda mikilvægi frelsisins kröftuglega á lofti og veita stjórnvöldum ærið aðhald. Nú þegar sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda renna sitt skeið er mikilvægt að þau þurfi enn að svara því hvenær aðrar hömlur þess á okkar líf verða afnumdar. Hvenær fáum við að versla eðlilega með löglegar neysluvörur líkt og áfengi? Hvenær fá aðrir en handhafar leyfa, sem ganga í erfðir að skutla fólki fyrir greiðslu? Hvenær fáum við að versla okkur verkjalyf utan takmarkaðra opnunartíma apóteka? Hvenær munum við byrja að taka á neysluvanda sem heilbrigðismáli en ekki lögreglumáli? Fyrir sumum eru þessi mál ómerkileg en fyrir öðrum eru þetta skerðingar á lífsgæðum og réttindum. Því skal aldrei tekið af léttúð. Stjórnvöld verða að geta rökstutt þessar áframhaldandi hömlur á líf okkur, en það gerist ekki nema að einhver krefji þau um það. Það höfum við í Heimdalli alltaf gert og munum áfram gera af krafti, fái ég til þess umboð að leiða félagið. Kosið verður í dag milli 16 og 20 og milli 16 og 19 á föstudaginn. Öll á aldrinum 15-35 ára sem eru skráð í flokkinn geta kosið, hægt að skrá sig hér: https://xd.is/minar-sidur/ Höfundur leiðir lista Birtu og Kára til stjórnarsetu í Heimdalli, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar