„Ég svara ykkur eftir nokkra daga ef ég verð enn á lífi“ Margrét Helga Erlingsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 24. febrúar 2022 11:57 Oksana hefur gríðarlegar áhyggjur af fjölskyldunni sem býr úti í Úkraínu. Systir hennar segir skelfingu og neyð einkenna lífið í Úkraínu í dag. Vísir/Egill Þessi orð mælti faðir Oksönu Shabatura þegar hún bað hann um að leggja mat á ástandið og spá fyrir um framhaldið í Úkraínu. Þau eru til marks um þá óvissu og skelfingarástand sem almenningur í Úkraínu býr nú við. Oksana er úkraínsk en hefur búið á Íslandi í átján ár og starfar í Fellaskóla í Breiðholti. Hún vaknaði felmtri slegin klukkan sex í morgun við fréttir um innrás og sprengingar. „Þetta er bara hræðilegt. Við vorum öll að vona að þetta væri bara tal til að hræða stjórnmálamenn í Úkraínu. Engan grunaði að það yrði alvöru stríð.“ Það fyrsta sem Oksana gerði var að reyna að ná sambandi við systur sína sem býr úti. Þrátt fyrir stopult símasamband náði systir hennar að segja Oksönu frá þeim raunveruleika sem blasir nú við almenningi í stríðshrjáðri Úkraínu; skelfing og neyðarástand. Ringulreið og neyðarástand „Hún bara hágrætur og er í „panic“. Það eru allir í „panic“ í Úkraínu. Fólk reynir að fara eftir leiðbeiningum. Það fer í hraðbanka til að taka út pening en það er ekki hægt, það er allt tómt. Fólk fer á bensínstöðvar til að fylla á bensín en það eru hundrað manna raðir. Fólk kaupir mat fyrir peningaseðla því ekki er hægt að nota kort. Það kaupir kerfi og vatn því það er mikið talað um yfirvofandi vatns-og rafmagnsleysi. Fólk er bara mjög hrætt.“ Oksana hóf vinnudaginn á að opna Krakkafréttir fyrir börnin líkt og hún gjarnan gerir á meðan þau snæða morgunmat. Henni brá þó talsvert við þeirri sjón sem blasti við Oksönu og börnunum á forsíðu RÚV. „Það fyrsta sem poppar upp eru myndir frá Úkraínu; stríð, fólk í blóði og skriðdrekar. Mér bara brá og börnunum mínum líka.“ Hefur mestar áhyggjur af litla frænda í hernum Oksana hefur talsverðar áhyggjur af fjölskyldu sinni og vinum úti í Úkraínu. Hún brotnaði niður þegar hún minntist á litla frænda sinn. Frændi Oksönu býr í Úkraínu og er í hernum. Vísir/Egill „Ég hef mestar áhyggjur af litla frænda mínum sem er í hernum. Við vitum að ef það verður stríð þá eru hermennirnir þeir sem standa í fremstu víglínu. Þetta er bara átján ára barn.“ Oksana og fjölskylda hennar býr í vestanverðri Úkraínu en hún hafði þess vegna haldið að hennar ástvinir væru tiltölulega óhlutir „en stutt frá heimilinu mínu þá heyrir fólk sprengjur hér og þar.“ https://www.visir.is/k/782acbaf-8505-419b-bfdf-f856f68e2a5d-1645706767133 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði í morgun innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24. febrúar 2022 06:23 Úkraína óskar eftir neyðarfundi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Úkraína hefur óskað eftir að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman á neyðarfundi vegna ástandsins í landinu. Gervihnattamyndir sýna skýrt liðssöfnun Rússa við landamærin. 23. febrúar 2022 22:55 Úkraínska þingið samþykkir að lýsa yfir neyðarástandi Úkraínska þingið samþykkti rétt í þessu að lýsa yfir neyðarástandi í landinu vegna yfirvofandi allsherjarinnrásar Rússa í landið. 23. febrúar 2022 20:21 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sjá meira
Oksana er úkraínsk en hefur búið á Íslandi í átján ár og starfar í Fellaskóla í Breiðholti. Hún vaknaði felmtri slegin klukkan sex í morgun við fréttir um innrás og sprengingar. „Þetta er bara hræðilegt. Við vorum öll að vona að þetta væri bara tal til að hræða stjórnmálamenn í Úkraínu. Engan grunaði að það yrði alvöru stríð.“ Það fyrsta sem Oksana gerði var að reyna að ná sambandi við systur sína sem býr úti. Þrátt fyrir stopult símasamband náði systir hennar að segja Oksönu frá þeim raunveruleika sem blasir nú við almenningi í stríðshrjáðri Úkraínu; skelfing og neyðarástand. Ringulreið og neyðarástand „Hún bara hágrætur og er í „panic“. Það eru allir í „panic“ í Úkraínu. Fólk reynir að fara eftir leiðbeiningum. Það fer í hraðbanka til að taka út pening en það er ekki hægt, það er allt tómt. Fólk fer á bensínstöðvar til að fylla á bensín en það eru hundrað manna raðir. Fólk kaupir mat fyrir peningaseðla því ekki er hægt að nota kort. Það kaupir kerfi og vatn því það er mikið talað um yfirvofandi vatns-og rafmagnsleysi. Fólk er bara mjög hrætt.“ Oksana hóf vinnudaginn á að opna Krakkafréttir fyrir börnin líkt og hún gjarnan gerir á meðan þau snæða morgunmat. Henni brá þó talsvert við þeirri sjón sem blasti við Oksönu og börnunum á forsíðu RÚV. „Það fyrsta sem poppar upp eru myndir frá Úkraínu; stríð, fólk í blóði og skriðdrekar. Mér bara brá og börnunum mínum líka.“ Hefur mestar áhyggjur af litla frænda í hernum Oksana hefur talsverðar áhyggjur af fjölskyldu sinni og vinum úti í Úkraínu. Hún brotnaði niður þegar hún minntist á litla frænda sinn. Frændi Oksönu býr í Úkraínu og er í hernum. Vísir/Egill „Ég hef mestar áhyggjur af litla frænda mínum sem er í hernum. Við vitum að ef það verður stríð þá eru hermennirnir þeir sem standa í fremstu víglínu. Þetta er bara átján ára barn.“ Oksana og fjölskylda hennar býr í vestanverðri Úkraínu en hún hafði þess vegna haldið að hennar ástvinir væru tiltölulega óhlutir „en stutt frá heimilinu mínu þá heyrir fólk sprengjur hér og þar.“ https://www.visir.is/k/782acbaf-8505-419b-bfdf-f856f68e2a5d-1645706767133
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði í morgun innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24. febrúar 2022 06:23 Úkraína óskar eftir neyðarfundi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Úkraína hefur óskað eftir að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman á neyðarfundi vegna ástandsins í landinu. Gervihnattamyndir sýna skýrt liðssöfnun Rússa við landamærin. 23. febrúar 2022 22:55 Úkraínska þingið samþykkir að lýsa yfir neyðarástandi Úkraínska þingið samþykkti rétt í þessu að lýsa yfir neyðarástandi í landinu vegna yfirvofandi allsherjarinnrásar Rússa í landið. 23. febrúar 2022 20:21 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sjá meira
Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði í morgun innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24. febrúar 2022 06:23
Úkraína óskar eftir neyðarfundi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Úkraína hefur óskað eftir að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman á neyðarfundi vegna ástandsins í landinu. Gervihnattamyndir sýna skýrt liðssöfnun Rússa við landamærin. 23. febrúar 2022 22:55
Úkraínska þingið samþykkir að lýsa yfir neyðarástandi Úkraínska þingið samþykkti rétt í þessu að lýsa yfir neyðarástandi í landinu vegna yfirvofandi allsherjarinnrásar Rússa í landið. 23. febrúar 2022 20:21