Mótmæli við sendiráðið: „Erfitt að lýsa þessu með orðum“ Snorri Másson skrifar 24. febrúar 2022 15:35 Andrei Menshenin hefur áður boðað til mótmæla við sendiráð Rússa þegar honum misbýður pólitískar ákvarðanir þeirra - en gerir ráð fyrir að fleiri hundruð mæti í dag. Facebook Rússneskur blaðamaður búsettur á Íslandi kveðst skammast sín fyrir hönd þjóðar sinnar í dag, nú þegar rússneski herinn hefur ráðist af fullum mætti inn í Úkraínu. Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráð við Túngötu klukkan 17.30. Þegar Andrei Menshenin frétti af innrásinni í morgun kveðst hann hafa fengið áfall. „Bara sjokk. Það var tilfinningin sem ég fékk og líklega hundruðir þúsunda Rússa. Ég er sjálfur aðallega bara vonsvikinn. Maður hefur fylgst með stöðunni alveg frá innlimun Krímskaga 2014 sem blaðamaður. En hvorki þá né fram að þessu óraði mig fyrir því að það kæmi til allsherjarstríðs. Maður hafði bara ekki ímyndunarafl til að sjá það fyrir sér. Þeim mun hræðilegra áfall eru þessar fréttir,“ segir Andrei í samtali við fréttastofu. Andrei er að læra íslensku sem annað mál og hefur verið búsettur hérlendis um árabil. Hér er hann ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta.Facebook Andrei telur Vladimír Pútín forseta bera ábyrgð á því að efna til stríðsátakanna. „Rússland hefur sögulega séð verið stórveldi. Á 17. öld, 19. öld og á tímum Sovétríkjanna. Þótt þetta hafi fremur verið raunin hjá kynslóðunum sem á undan fóru, er hugarfar okkar enn þannig að við séum á meðal stórþjóða heims. Þess vegna berum við ábyrgð gagnvart minni þjóðum, ekki síst slavneskum. Það sem við erum að gera núna finnst mér að megi líkja við samskipti innan fjölskyldu þar sem eldri bróðir níðist á yngri bróður. Mér finnst satt að segja erfitt að lýsa þessu með orðum,“ segir Andrei. Frásagnir af árásum Rússa á Úkraínumenn fylla síður hvers einasta vestræna fjölmiðils og hafa gert frá því í nótt. Öðru máli gegnir að sögn Andrei um rússneska miðla, en sagt hefur verið frá því að rússneskur almenningur hefur ekki endilega upplýsingar um að her þjóðarinnar sé að ráðast inn í annað land. „Ég ræddi við móður mína fyrr í dag og hún er í Rússlandi. Hún sagði að í rússneskum miðlum sé lítið að finna um innrásina. Það er bara venjulegur dagur í Rússlandi í dag. Verið að spila tónlist í útvarpinu, spjallþættirnir rúlla áfram og í fréttum er lítið vikið að þessu. Jú, það er sagt frá ákveðnum sértækum aðgerðum við landamærin en alveg án þess að segja frá því sem er raunverulega að gerast. Það eru sjálfstæðir miðlar sem reyna að dekka þetta en þeir ná til svo miklu færri en ríkismiðlarnir.“ Hér má finna hlekkinn að viðburðinum á Facebook. Mótmælin eru boðuð í Túngötu klukkan 17.30. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína NATO Reykjavík Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Heimsfrægur barnaníðingur drepinn af samföngum Erlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira
Þegar Andrei Menshenin frétti af innrásinni í morgun kveðst hann hafa fengið áfall. „Bara sjokk. Það var tilfinningin sem ég fékk og líklega hundruðir þúsunda Rússa. Ég er sjálfur aðallega bara vonsvikinn. Maður hefur fylgst með stöðunni alveg frá innlimun Krímskaga 2014 sem blaðamaður. En hvorki þá né fram að þessu óraði mig fyrir því að það kæmi til allsherjarstríðs. Maður hafði bara ekki ímyndunarafl til að sjá það fyrir sér. Þeim mun hræðilegra áfall eru þessar fréttir,“ segir Andrei í samtali við fréttastofu. Andrei er að læra íslensku sem annað mál og hefur verið búsettur hérlendis um árabil. Hér er hann ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta.Facebook Andrei telur Vladimír Pútín forseta bera ábyrgð á því að efna til stríðsátakanna. „Rússland hefur sögulega séð verið stórveldi. Á 17. öld, 19. öld og á tímum Sovétríkjanna. Þótt þetta hafi fremur verið raunin hjá kynslóðunum sem á undan fóru, er hugarfar okkar enn þannig að við séum á meðal stórþjóða heims. Þess vegna berum við ábyrgð gagnvart minni þjóðum, ekki síst slavneskum. Það sem við erum að gera núna finnst mér að megi líkja við samskipti innan fjölskyldu þar sem eldri bróðir níðist á yngri bróður. Mér finnst satt að segja erfitt að lýsa þessu með orðum,“ segir Andrei. Frásagnir af árásum Rússa á Úkraínumenn fylla síður hvers einasta vestræna fjölmiðils og hafa gert frá því í nótt. Öðru máli gegnir að sögn Andrei um rússneska miðla, en sagt hefur verið frá því að rússneskur almenningur hefur ekki endilega upplýsingar um að her þjóðarinnar sé að ráðast inn í annað land. „Ég ræddi við móður mína fyrr í dag og hún er í Rússlandi. Hún sagði að í rússneskum miðlum sé lítið að finna um innrásina. Það er bara venjulegur dagur í Rússlandi í dag. Verið að spila tónlist í útvarpinu, spjallþættirnir rúlla áfram og í fréttum er lítið vikið að þessu. Jú, það er sagt frá ákveðnum sértækum aðgerðum við landamærin en alveg án þess að segja frá því sem er raunverulega að gerast. Það eru sjálfstæðir miðlar sem reyna að dekka þetta en þeir ná til svo miklu færri en ríkismiðlarnir.“ Hér má finna hlekkinn að viðburðinum á Facebook. Mótmælin eru boðuð í Túngötu klukkan 17.30.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína NATO Reykjavík Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Heimsfrægur barnaníðingur drepinn af samföngum Erlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira