Enn ein veðurviðvörunin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. febrúar 2022 15:21 Nú er það svart, eða reyndar appelsínugult og gult. Staðan á morgun samkvæmt spá Veðurstofunnar. Veðurstofan Veðurstofan hefur gefið út appelsínugular og gular veðurviðvaranir fyrir morgundaginn. Veðurviðvaranir eru í gildi á öllu landinu á morgun. „Skammt stórra högga á milli – eða eigum við segja skammt appelsínugulra viðvarana á milli,“ segir á Facebook-síðu Veðurstofunnar þar sem athygli er vakin á veðurviðvörununum. Veðrið hefur þegar leikið landsmenn grátt í vikunni með víðtækum samgöngutruflunum og tjóni. Gefnar hafa verið út appelsínugular viðvaranir fyrir sex spásvæði og gular viðvaranir fyrir fimm. Það hvessir í nótt og fyrramálið, suðaustan 18-28 m/s á morgun með skafrenningi, snjókomu og síðar talsverðri slyddu eða rigning. Það var slæmt veður í vikunni og það er ekki reiknað með góðu veðri á morgun.Vísir/Vilhelm Frá og með klukkan ellefu á morgun taka appelsínugular veðurviðvarnir gildi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa og Suðurlandi. Slæmt ferðaveður og mikilvægt að hreinsa frá niðurföllum Á höfuðborgarsvæðinu er gert ráð fyrir suðaustan 18-25 m/s með slyddu og síðar rigningu. Hætt er við foktjóni og eru byggingaraðilar hvattir til að ganga vel frá framkvæmdarsvæðum, auk þess sem að bent er á að mikilvægt sé að hreinsa vel frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns. Mikil úrkoma fylgdi veðrinu í vikunni.Vísir/Vilhelm Það sama gildir um Suðurland og Faxaflóa nema þar verður vindurinn heldur hvassari, á bilinu 23-28 m/s. Reikna má með snörpum vindhviðum og slæmu ferðaveðri. Skömmu eftir hádegi á morgun bætast við appelsínugular viðvaranir á Breiðafirði, Vestfjörðum og miðhálendinu. Á Vestfjörðum er varað við austan 20-25 m/s og eru víðtækar samgöngutruflanir og lokanir á vegum líklegar, ekkert ferðaveður. Gengur yfir landið Á sama tíma taka gular viðvaranir við á öðrum stöðum á landinu þar sem reikna má með að vegir teppist vegna snjókomu og hvassviðris. Eftir því sem líður á kvöldið falla viðvaranirnar úr gildi hver á eftir annarri, fyrst á suðvesturhorninu þar sem engin viðvörun er í gildi eftir klukkan 18. Reikna má með að veðrið verði afstaðið um miðnætti annað kvöld, en síðasta gula viðvörunin dettur úr gildi klukkan ellefu, á Austurlandi að Glettingi. Veður Tengdar fréttir Aflýsa óvissustigi vegna óveðursins Ríkislögreglustjór hefur í samráði við lögreglustjóra á landinu ákveðið að fara af óvissustigi Almannavarna, sem sett var á vegna óveðurs sem gekk yfir landið 21. og 22. febrúar. 24. febrúar 2022 14:48 Stutt í næstu lægð eftir sannkallað aftakaveður Óvenju sterkar vindhviður mældust í aftakaveðrinu sem gekk yfir í nótt og slógu í hátt í sjötíu metra á sekúndu á hálendinu, sem er með því hærra sem sést hefur. Víðtækar samgöngu- og rafmagnstruflanir urðu, þök rifnuðu af húsum og uppblásið íþróttahús í Hveragerði jafnaðist við jörðu. Veðurfræðingur segir að næsta lægð, sem væntanleg er á föstudag, líti ekki sérstaklega vel út. 22. febrúar 2022 19:38 Erum enn á lægðarbrautinni: „Við getum ekki hrósað happi alveg strax“ Gera má ráð fyrir áframhaldandi lægðargang næstu daga. Rauðar viðvaranir tóku gildi í gær á suðvesturhorni landsins, í annað sinn í þessum mánuði og í þriðja sinn frá því að litakóðunarkerfi Veðurstofunnar var tekið í notkun árið 2017. 22. febrúar 2022 17:57 Skemmdir á rafmagnslínum Landsnets hlaupa á tugum milljóna Víðtækt rafmagnsleysi er á landinu eftir nóttina og skemmdust bæði línur frá Veitum og Landsneti. Veðrið olli miklu álagi á flutningskerfi Landsnets og víðtækum truflunum á Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum. 22. febrúar 2022 11:43 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Sjá meira
„Skammt stórra högga á milli – eða eigum við segja skammt appelsínugulra viðvarana á milli,“ segir á Facebook-síðu Veðurstofunnar þar sem athygli er vakin á veðurviðvörununum. Veðrið hefur þegar leikið landsmenn grátt í vikunni með víðtækum samgöngutruflunum og tjóni. Gefnar hafa verið út appelsínugular viðvaranir fyrir sex spásvæði og gular viðvaranir fyrir fimm. Það hvessir í nótt og fyrramálið, suðaustan 18-28 m/s á morgun með skafrenningi, snjókomu og síðar talsverðri slyddu eða rigning. Það var slæmt veður í vikunni og það er ekki reiknað með góðu veðri á morgun.Vísir/Vilhelm Frá og með klukkan ellefu á morgun taka appelsínugular veðurviðvarnir gildi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa og Suðurlandi. Slæmt ferðaveður og mikilvægt að hreinsa frá niðurföllum Á höfuðborgarsvæðinu er gert ráð fyrir suðaustan 18-25 m/s með slyddu og síðar rigningu. Hætt er við foktjóni og eru byggingaraðilar hvattir til að ganga vel frá framkvæmdarsvæðum, auk þess sem að bent er á að mikilvægt sé að hreinsa vel frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns. Mikil úrkoma fylgdi veðrinu í vikunni.Vísir/Vilhelm Það sama gildir um Suðurland og Faxaflóa nema þar verður vindurinn heldur hvassari, á bilinu 23-28 m/s. Reikna má með snörpum vindhviðum og slæmu ferðaveðri. Skömmu eftir hádegi á morgun bætast við appelsínugular viðvaranir á Breiðafirði, Vestfjörðum og miðhálendinu. Á Vestfjörðum er varað við austan 20-25 m/s og eru víðtækar samgöngutruflanir og lokanir á vegum líklegar, ekkert ferðaveður. Gengur yfir landið Á sama tíma taka gular viðvaranir við á öðrum stöðum á landinu þar sem reikna má með að vegir teppist vegna snjókomu og hvassviðris. Eftir því sem líður á kvöldið falla viðvaranirnar úr gildi hver á eftir annarri, fyrst á suðvesturhorninu þar sem engin viðvörun er í gildi eftir klukkan 18. Reikna má með að veðrið verði afstaðið um miðnætti annað kvöld, en síðasta gula viðvörunin dettur úr gildi klukkan ellefu, á Austurlandi að Glettingi.
Veður Tengdar fréttir Aflýsa óvissustigi vegna óveðursins Ríkislögreglustjór hefur í samráði við lögreglustjóra á landinu ákveðið að fara af óvissustigi Almannavarna, sem sett var á vegna óveðurs sem gekk yfir landið 21. og 22. febrúar. 24. febrúar 2022 14:48 Stutt í næstu lægð eftir sannkallað aftakaveður Óvenju sterkar vindhviður mældust í aftakaveðrinu sem gekk yfir í nótt og slógu í hátt í sjötíu metra á sekúndu á hálendinu, sem er með því hærra sem sést hefur. Víðtækar samgöngu- og rafmagnstruflanir urðu, þök rifnuðu af húsum og uppblásið íþróttahús í Hveragerði jafnaðist við jörðu. Veðurfræðingur segir að næsta lægð, sem væntanleg er á föstudag, líti ekki sérstaklega vel út. 22. febrúar 2022 19:38 Erum enn á lægðarbrautinni: „Við getum ekki hrósað happi alveg strax“ Gera má ráð fyrir áframhaldandi lægðargang næstu daga. Rauðar viðvaranir tóku gildi í gær á suðvesturhorni landsins, í annað sinn í þessum mánuði og í þriðja sinn frá því að litakóðunarkerfi Veðurstofunnar var tekið í notkun árið 2017. 22. febrúar 2022 17:57 Skemmdir á rafmagnslínum Landsnets hlaupa á tugum milljóna Víðtækt rafmagnsleysi er á landinu eftir nóttina og skemmdust bæði línur frá Veitum og Landsneti. Veðrið olli miklu álagi á flutningskerfi Landsnets og víðtækum truflunum á Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum. 22. febrúar 2022 11:43 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Sjá meira
Aflýsa óvissustigi vegna óveðursins Ríkislögreglustjór hefur í samráði við lögreglustjóra á landinu ákveðið að fara af óvissustigi Almannavarna, sem sett var á vegna óveðurs sem gekk yfir landið 21. og 22. febrúar. 24. febrúar 2022 14:48
Stutt í næstu lægð eftir sannkallað aftakaveður Óvenju sterkar vindhviður mældust í aftakaveðrinu sem gekk yfir í nótt og slógu í hátt í sjötíu metra á sekúndu á hálendinu, sem er með því hærra sem sést hefur. Víðtækar samgöngu- og rafmagnstruflanir urðu, þök rifnuðu af húsum og uppblásið íþróttahús í Hveragerði jafnaðist við jörðu. Veðurfræðingur segir að næsta lægð, sem væntanleg er á föstudag, líti ekki sérstaklega vel út. 22. febrúar 2022 19:38
Erum enn á lægðarbrautinni: „Við getum ekki hrósað happi alveg strax“ Gera má ráð fyrir áframhaldandi lægðargang næstu daga. Rauðar viðvaranir tóku gildi í gær á suðvesturhorni landsins, í annað sinn í þessum mánuði og í þriðja sinn frá því að litakóðunarkerfi Veðurstofunnar var tekið í notkun árið 2017. 22. febrúar 2022 17:57
Skemmdir á rafmagnslínum Landsnets hlaupa á tugum milljóna Víðtækt rafmagnsleysi er á landinu eftir nóttina og skemmdust bæði línur frá Veitum og Landsneti. Veðrið olli miklu álagi á flutningskerfi Landsnets og víðtækum truflunum á Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum. 22. febrúar 2022 11:43