Dánarbú Tryggva Rúnars fær leyfi frá Hæstarétti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. febrúar 2022 10:59 Hilmar Leifsson, bróðir Tryggva Rúnars Leifssonar, og fleiri aðstandendur Tryggva í Hæstarétti árið 2018 þegar sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum voru sýknaðir. Vísir/Daníel Þór Hæstiréttur hefur fallist á áfrýjunarbeiðni dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar sem fékk engar bætur dæmdar í einkamáli við íslenska ríkið. Hæstiréttur telur mál Tryggva hafa fordæmisgildi og verður því fjallað um málið á æðsta dómstigi landsins. Málið er angi af Guðmundar- og Geirfinnsmálunum en Tryggvi Rúnar var árið 1980 sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi, brennu, nauðgun og þjófnaðarbrot. Refsing hans var ákveðin fangelsi í 13 ár. Tryggvi Rúnar lést 1. maí 2009. Hinn 24. febrúar 2017 féllst endurupptökunefnd á endurupptöku máls Tryggva og fleiri sakborninga. Var hann með dómi Hæstaréttar árið 2018 sýknaður af ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Erfingjar Tryggva Rúnars höfðuðu líkt og aðrir sakborningar og erfingjar þeirra miskabótamál á hendur ríkinu á þeim grundvelli að Tryggvi Rúnar hefði hlotið óréttláta málsmeðferð, frelsissviptingu og harðræði í gæsluvarðhaldi. Sömuleiðis bóta vegna atvinnumissis og annars fjárhagslegs tjóns vegna málsins. Íslenska ríkið var sýknað í bótamáli dánarbús Tryggva á þeim grundvelli að skilyrði væru ekki uppfyllt á þann veg að krafa um miskabætur gæti erfst og runnið til dánarbúsins. Þá taldi Landsréttur að dánarbúið hefði ekki lagt fram nein gögn til stuðnings kröfu sinni um skaðabætur vegna atvinnumissis og annars fjártjóns. Þeirri kröfu var því vísað frá héraðsdómi sökum vanreifunar. Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður dánarbús Tryggva Rúnars, var harðorður í garð íslenska ríkisins þegar niðurstaðan var ljós í Landsrétti í desember. Við sama tilefni voru dánarbúi Kristjáns Viðars Júlíussonar, annars sakbornings í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, dæmdar 350 milljónir krónur í bætur. „Málið fellur á því að ríkið er sýknað því Tryggvi lést áður en málið var höfðað,“ sagði Páll Rúnar í samtali við fréttastofu. „Hins vegar er fallist á bótarétt Kristján því hann lést eftir að málið var höfðað.“ Hann sagðist eiga von á því að íslenska ríkið gerði upp við dánarbú Tryggva Rúnars líkt og hinna, ella yrði málinu áfrýjað til Hæstaréttar sem nú er orðin raunin. Hæstiréttur féllst á að dómurinn kynni að hafa fordæmisgildi og var áfrýjunarbeiðnin því samþykkt. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Veikur rekstrargrunnur, línudans og leiðin út úr vítahring Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Sjá meira
Málið er angi af Guðmundar- og Geirfinnsmálunum en Tryggvi Rúnar var árið 1980 sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi, brennu, nauðgun og þjófnaðarbrot. Refsing hans var ákveðin fangelsi í 13 ár. Tryggvi Rúnar lést 1. maí 2009. Hinn 24. febrúar 2017 féllst endurupptökunefnd á endurupptöku máls Tryggva og fleiri sakborninga. Var hann með dómi Hæstaréttar árið 2018 sýknaður af ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Erfingjar Tryggva Rúnars höfðuðu líkt og aðrir sakborningar og erfingjar þeirra miskabótamál á hendur ríkinu á þeim grundvelli að Tryggvi Rúnar hefði hlotið óréttláta málsmeðferð, frelsissviptingu og harðræði í gæsluvarðhaldi. Sömuleiðis bóta vegna atvinnumissis og annars fjárhagslegs tjóns vegna málsins. Íslenska ríkið var sýknað í bótamáli dánarbús Tryggva á þeim grundvelli að skilyrði væru ekki uppfyllt á þann veg að krafa um miskabætur gæti erfst og runnið til dánarbúsins. Þá taldi Landsréttur að dánarbúið hefði ekki lagt fram nein gögn til stuðnings kröfu sinni um skaðabætur vegna atvinnumissis og annars fjártjóns. Þeirri kröfu var því vísað frá héraðsdómi sökum vanreifunar. Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður dánarbús Tryggva Rúnars, var harðorður í garð íslenska ríkisins þegar niðurstaðan var ljós í Landsrétti í desember. Við sama tilefni voru dánarbúi Kristjáns Viðars Júlíussonar, annars sakbornings í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, dæmdar 350 milljónir krónur í bætur. „Málið fellur á því að ríkið er sýknað því Tryggvi lést áður en málið var höfðað,“ sagði Páll Rúnar í samtali við fréttastofu. „Hins vegar er fallist á bótarétt Kristján því hann lést eftir að málið var höfðað.“ Hann sagðist eiga von á því að íslenska ríkið gerði upp við dánarbú Tryggva Rúnars líkt og hinna, ella yrði málinu áfrýjað til Hæstaréttar sem nú er orðin raunin. Hæstiréttur féllst á að dómurinn kynni að hafa fordæmisgildi og var áfrýjunarbeiðnin því samþykkt.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Veikur rekstrargrunnur, línudans og leiðin út úr vítahring Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Sjá meira