„Hreint neyðarástand hjá Útlendingastofnun“ Snorri Másson skrifar 25. febrúar 2022 20:38 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir neyðarástand ríkja hjá Útlendingastofnun. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segir að hreint neyðarástand ríki hjá Útlendingastofnun. Flóttamenn sem fyrir eru teppi aðstöðuna fyrir þeim flóttamönnum sem kunna að koma frá Úkraínu. Fyrirséð er að Íslendingar muni taka við flóttamönnum frá Úkraínu. „Við sem hluti af alþjóðasamfélaginu og hluti af þjóð og ríki sem vill aðstoða fólk í neyð, við munum axla þá ábyrgð,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra, í samtali við fréttastofu í dag. En inn í flóttamannavandann fram undan blandast innlent ástand, sem þegar var slæmt að sögn Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Hann kveðst hafa miklar áhyggjur af stöðunni. „Í gær setti ríkislögreglustjóri landamæravinnuna upp á óvissustig og það má vel vera að það þurfi að fara upp á hærra öryggisstig vegna þessa ástands sem er og fjölda flóttamanna sem eru að koma hingað og leita eftir vernd. Fjöldinn var um 53 í janúar, hann verður nær 200 í febrúar og við erum að sjá þetta í algeru samræmi við það sem Útlendingastofnun hefur varað við að um leið og Covid-takmörkunum léttir, þá muni streyma hingað fólk,“ segir Jón Gunnarsson. Í svona neyðarástandi, þurfum við ekki eitthvað að rýmka okkar svigrúm til að bregðast við þegar fólk er í sárri neyð? „Það er í sjálfu sér engin ástæða til að rýmka eitthvað sérstaklega. Reglurnar eru bara þannig að eins og staðan er í dag, þegar búið er að lýsa Úkraínu sem óöruggu landi mun fólk óhindrað geta komið hingað til Íslands. Við munum síðan í samstarfi við okkar bandalagsþjóðir þurfa að taka á þessum flóttamannavanda,“ sagði Jón. Að sögn ráðherrans eru á þriðja hundrað flóttamanna á Íslandi sem nú neita að undirgangast PCR-próf, sem aftur er forsenda fyrir því að hægt sé að vísa þeim aftur til viðtökulandsins. „Þetta fólk neitar að fara í PCR-próf þannig að viðtökulandið neitar að taka við þeim. Við höfum engar valdheimildir til að láta það gera það. Þannig að þetta fólk teppir húsnæði og aðstöðu fyrir aðra sem við myndum vilja taka á móti. Það er hreint neyðarástand hjá Útlendingastofnun að finna húsnæði fyrir fólkið sem er að koma núna,“ segir Jón. Frumvarp til breyttra útlendingalaga verður lagt fram af ráðherra á allra næstu dögum. „Þar er meðal annars ákvæði þar sem er gríðarlega mikilvægt, að við getum skikkað fólk til að fara í til dæmis PCR-próf,“ segir Jón Gunnarsson. Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Ráðherra hefur ekki falið flóttamannanefnd að fjalla um Úkraínu Flóttamannanefnd mun koma saman í næstu viku á reglulegum fundi. Ráðherra hefur enn ekki falið nefndinni að meta stöðu mála í Úkraínu en Stefán Vagn Stefánsson, formaður nefndarinnar, segir í samtali við fréttastofu að ástandið í Úkraínu verði að öllum líkindum rætt á fundi nefndarinnar, sama hvort það verðir á dagskrá eða utan hennar. 25. febrúar 2022 10:24 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skert hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Sjá meira
Fyrirséð er að Íslendingar muni taka við flóttamönnum frá Úkraínu. „Við sem hluti af alþjóðasamfélaginu og hluti af þjóð og ríki sem vill aðstoða fólk í neyð, við munum axla þá ábyrgð,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra, í samtali við fréttastofu í dag. En inn í flóttamannavandann fram undan blandast innlent ástand, sem þegar var slæmt að sögn Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Hann kveðst hafa miklar áhyggjur af stöðunni. „Í gær setti ríkislögreglustjóri landamæravinnuna upp á óvissustig og það má vel vera að það þurfi að fara upp á hærra öryggisstig vegna þessa ástands sem er og fjölda flóttamanna sem eru að koma hingað og leita eftir vernd. Fjöldinn var um 53 í janúar, hann verður nær 200 í febrúar og við erum að sjá þetta í algeru samræmi við það sem Útlendingastofnun hefur varað við að um leið og Covid-takmörkunum léttir, þá muni streyma hingað fólk,“ segir Jón Gunnarsson. Í svona neyðarástandi, þurfum við ekki eitthvað að rýmka okkar svigrúm til að bregðast við þegar fólk er í sárri neyð? „Það er í sjálfu sér engin ástæða til að rýmka eitthvað sérstaklega. Reglurnar eru bara þannig að eins og staðan er í dag, þegar búið er að lýsa Úkraínu sem óöruggu landi mun fólk óhindrað geta komið hingað til Íslands. Við munum síðan í samstarfi við okkar bandalagsþjóðir þurfa að taka á þessum flóttamannavanda,“ sagði Jón. Að sögn ráðherrans eru á þriðja hundrað flóttamanna á Íslandi sem nú neita að undirgangast PCR-próf, sem aftur er forsenda fyrir því að hægt sé að vísa þeim aftur til viðtökulandsins. „Þetta fólk neitar að fara í PCR-próf þannig að viðtökulandið neitar að taka við þeim. Við höfum engar valdheimildir til að láta það gera það. Þannig að þetta fólk teppir húsnæði og aðstöðu fyrir aðra sem við myndum vilja taka á móti. Það er hreint neyðarástand hjá Útlendingastofnun að finna húsnæði fyrir fólkið sem er að koma núna,“ segir Jón. Frumvarp til breyttra útlendingalaga verður lagt fram af ráðherra á allra næstu dögum. „Þar er meðal annars ákvæði þar sem er gríðarlega mikilvægt, að við getum skikkað fólk til að fara í til dæmis PCR-próf,“ segir Jón Gunnarsson.
Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Ráðherra hefur ekki falið flóttamannanefnd að fjalla um Úkraínu Flóttamannanefnd mun koma saman í næstu viku á reglulegum fundi. Ráðherra hefur enn ekki falið nefndinni að meta stöðu mála í Úkraínu en Stefán Vagn Stefánsson, formaður nefndarinnar, segir í samtali við fréttastofu að ástandið í Úkraínu verði að öllum líkindum rætt á fundi nefndarinnar, sama hvort það verðir á dagskrá eða utan hennar. 25. febrúar 2022 10:24 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skert hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Sjá meira
Ráðherra hefur ekki falið flóttamannanefnd að fjalla um Úkraínu Flóttamannanefnd mun koma saman í næstu viku á reglulegum fundi. Ráðherra hefur enn ekki falið nefndinni að meta stöðu mála í Úkraínu en Stefán Vagn Stefánsson, formaður nefndarinnar, segir í samtali við fréttastofu að ástandið í Úkraínu verði að öllum líkindum rætt á fundi nefndarinnar, sama hvort það verðir á dagskrá eða utan hennar. 25. febrúar 2022 10:24