Sakar þingmenn um að ganga erinda áfengisframleiðenda Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 26. febrúar 2022 19:50 Á meðal þess sem til stóð að innleiða voru varúðarmiðar á áfengisflöskur, líkt og nú er alþekkt á tóbaksumbúðum. Vísir/Getty Dregið var hressilega úr viðvörunum gegn áfengisneyslu á síðustu stundu þegar Evrópuþingið samþykkti nýja lýðheilsuáætlun til að sporna við krabbameini. Formaður Evrópsku krabbameinssamtakanna segir að þingmenn hafi gengið erinda áfengisframleiðenda í Suður-Evrópu. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, líkt og aðrar alþjóðlegar stofnanir sem fjalla um heilbrigði, hafa árum saman verið sammála um að áfengisneysla í hvaða formi sem er, auki líkurnar á krabbameini. Og því meiri sem neyslan er, því meiri séu líkurnar. Í skýrslu frá árinu 2016 um tengsl áfengisneyslu og krabbameins kemur fram að 10 % krabbameinstilfella á meðal karla megi rekja til áfengisneyslu og 3 % af krabbameinstilfellum kvenna. Það skyldi því engan undra að í komandi lýðheilsuátaki, svokallaðri Evrópuáætlun gegn krabbameini, skyldi hafa staðið til að vekja greinilega athygli á þessum skaðlegu áhrifum áfengis og þeirri áhættu sem áfengisneyslu getur fylgt. Tillögunni breytt á síðustu stundu Á síðustu stundu samþykkti meirihluti þingmanna Evrópuþingsins að draga allhressilega úr varnaðarorðunum um hættuna af áfengisneyslu í lýðheilsuáætluninni. Flestir þeirra eru frá ríkjum Suður-Evrópu, þar sem vín- og bjóriðnaður skiptir gríðarlega miklu máli. Fremst í flokki þingmanna sem vildu draga úr viðvörunum um skaðsemi áfengisneyslu er spænsk þingkona hins hægri sinnaða Lýðflokks á Evrópuþinginu, Dolors Montserrat, sem í þokkabót er fyrrverandi heilbrigðisráðherra Spánar. Hún fagnaði sigrinum á Twitter og sagði að henni og flokki hennar hefði tekist að koma í veg fyrir glæpavæðingu víns, bjórs og freyðivíns. Hún vilji standa vörð um hóflega neyslu áfengis og neysluhætti og matarsiði ríkja við Miðjarðarhafið. Á meðal þess sem til stóð að innleiða voru varúðarmiðar á áfengisflöskur, líkt og nú er alþekkt á tóbaksumbúðum, þess efnis að neysla áfengis geti verið krabbameinsvaldandi. Þá stóð til að banna auglýsingar á áfengum drykkjum á öllum íþróttaviðburðum, en nú hefur verið fallið frá því og þess í stað verður eingöngu sett bann við að auglýsingum á íþróttamótum barna og unglinga. Segir áfengisframleiðendur stjórna þingmönnum Formaður Evrópsku krabbameinssamtakanna, Andreas Charalambous, segir að meirihluti þingmanna Evrópuþingsins hafi látið stjórnast af hagsmunum áfengisframleiðenda, en samtökin halda því fram að árlega megi rekja 740.000 krabbameinstilfelli í Evrópu til áfengisneyslu. Þess má að lokum geta að þær þrjár þjóðir Evrópusambandsins þar sem flestir neyta áfengis daglega eru Portúgal, Spánn og Ítalía, í þessari röð. Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Evrópusambandið Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Sjá meira
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, líkt og aðrar alþjóðlegar stofnanir sem fjalla um heilbrigði, hafa árum saman verið sammála um að áfengisneysla í hvaða formi sem er, auki líkurnar á krabbameini. Og því meiri sem neyslan er, því meiri séu líkurnar. Í skýrslu frá árinu 2016 um tengsl áfengisneyslu og krabbameins kemur fram að 10 % krabbameinstilfella á meðal karla megi rekja til áfengisneyslu og 3 % af krabbameinstilfellum kvenna. Það skyldi því engan undra að í komandi lýðheilsuátaki, svokallaðri Evrópuáætlun gegn krabbameini, skyldi hafa staðið til að vekja greinilega athygli á þessum skaðlegu áhrifum áfengis og þeirri áhættu sem áfengisneyslu getur fylgt. Tillögunni breytt á síðustu stundu Á síðustu stundu samþykkti meirihluti þingmanna Evrópuþingsins að draga allhressilega úr varnaðarorðunum um hættuna af áfengisneyslu í lýðheilsuáætluninni. Flestir þeirra eru frá ríkjum Suður-Evrópu, þar sem vín- og bjóriðnaður skiptir gríðarlega miklu máli. Fremst í flokki þingmanna sem vildu draga úr viðvörunum um skaðsemi áfengisneyslu er spænsk þingkona hins hægri sinnaða Lýðflokks á Evrópuþinginu, Dolors Montserrat, sem í þokkabót er fyrrverandi heilbrigðisráðherra Spánar. Hún fagnaði sigrinum á Twitter og sagði að henni og flokki hennar hefði tekist að koma í veg fyrir glæpavæðingu víns, bjórs og freyðivíns. Hún vilji standa vörð um hóflega neyslu áfengis og neysluhætti og matarsiði ríkja við Miðjarðarhafið. Á meðal þess sem til stóð að innleiða voru varúðarmiðar á áfengisflöskur, líkt og nú er alþekkt á tóbaksumbúðum, þess efnis að neysla áfengis geti verið krabbameinsvaldandi. Þá stóð til að banna auglýsingar á áfengum drykkjum á öllum íþróttaviðburðum, en nú hefur verið fallið frá því og þess í stað verður eingöngu sett bann við að auglýsingum á íþróttamótum barna og unglinga. Segir áfengisframleiðendur stjórna þingmönnum Formaður Evrópsku krabbameinssamtakanna, Andreas Charalambous, segir að meirihluti þingmanna Evrópuþingsins hafi látið stjórnast af hagsmunum áfengisframleiðenda, en samtökin halda því fram að árlega megi rekja 740.000 krabbameinstilfelli í Evrópu til áfengisneyslu. Þess má að lokum geta að þær þrjár þjóðir Evrópusambandsins þar sem flestir neyta áfengis daglega eru Portúgal, Spánn og Ítalía, í þessari röð.
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Evrópusambandið Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Sjá meira