Götubardagar og sprengingar í Kænugarði í alla nótt en nú dauðaþögn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. febrúar 2022 08:37 Óskar vaknaði við sprengjuregn í Kænugarði í morgun. Vísir Enn ein erfið nótt er liðin í Úkraínu og var hart barist í öllum stærstu borgum landsins. Útgöngubann er í gildi í Kænugarði og verður í gildi þar til klukkan átta í fyrramálið. Íbúi í Kænugarði segir hörðustu bardagana háða í skjóli nætur. „Núna er dauðaþögn, það kemur reyndar ein og ein sprenging inn á milli, en það er útgöngubann. Það eru engir bílar úti, engir,“ segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og íbúi í Kænugarði. Útgöngubann tók gildi í borginni klukkan fimm síðdegis í gær og gildir þar til í fyrramálið. Hann segir ástæðuna fjölda skemmdarverkamanna, sem rússneski herinn sendi inn í borgina, sem hafa verið að merkja skotmörk með flúormálningu og stjórna þannig hvar eldflaugar Rússa lenda. „Það er bara búið að gefa það út að ef þú ert úti núna þá er litið á þig sem rússneskan hermann,“ segir Óskar. Þegar fréttastofa ræddi við Óskar í gærmorgun var lítið um að vera, eiginlega dauðaþögn, utan einstakra sprenginga í borginni. Hann segir það sama gilda núna en átök hafi hafist í gærkvöldi um leið og fór að dimma. „Í gær þegar byrjaði að dimma fer maður strax að heyra sprengingar og skothljóð í fjarlægð. Þó það sé stutt síðan þetta byrjaði er maður bara orðinn vanur því að heyra þetta,“ segir Óskar. Sprengjuskýlið eins og kartöflukofi Óskar og konan hans Mariika eru búsett í miðborg Kænugarðs en bardagarnir hafa ekki enn náð inn í hverfið þeirra. Þau þurftu þó að leita skjóls í kjallaranum heima hjá sér í gærkvöldi vegna mögulegrar sprengjuárásar og vörðu hluta næturinnar inni á baðherbergi, sem er staðsett innst í íbúðinni þeirra og fjærst frá gluggunum. Undanfarna daga hafa þau leitað skjóls í næsta húsi, þar sem sprengjuskýlið í kjallaranum er vel útbúið. Vegna útgöngubannsins var það þó ekki möguleiki í gær. „Við fórum niður og tókum ekki einu sinni séns á að fara yfir í næsta hús sem er með miklu betra sprengjuskýli en okkar, sprengjuskýlið sem er hérna niðri er eins og einhver kartöflukofi, alveg ógeðslegt,“ segir Óskar. Þau hafi þó ákveðið að færa sig aftur upp í íbúð þar sem þau heyri ekkert í kjallaranum vegna hávaða í pípulögnum hússins, sem allar liggja um kjallarann. „Hérna eru eyrun á manni bestu vinir manns.“ Þegar upp hafi verið komið hafi þau heyrt í miklum götubardögum en færri sprengingar en undanfarna daga. „Og það var ekkert svo langt frá okkur, kannski þrjá eða fjóra kílómetra frá okkur.“ Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir „Enn þá meiri uggur í mér“ Íslendingur sem býr í Kænugarði segist lítið hafa sofið í nótt fyrir sprengingum. Útgöngubann tók gildi þar klukkan þrjú í dag og stendur til átta í fyrramálið. Hann segir óþægilegt að hafa fylgst með starfsfólk Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu flýja úr borginni í morgun. 26. febrúar 2022 18:30 „Ég vaknaði nokkrum sinnum við sprengingar og byssuhvelli“ Miklir bardagar voru í Kænugarði í nótt og heyra mátti sprengingar og byssuhvelli. Borgarstjóri Kænugarðs sagði í tilkynningu í morgun að 35 almennir borgarar hafi særst í átökunum í nótt, þar af tvö börn. 26. febrúar 2022 09:30 Íbúar Kænugarðs leita skjóls í neðanjarðarlestarstöðvum Fólk hefur hópast niður í neðanjarðarlestarstöðvarnar í Kænugarði frá því loftvarnaflautur fóru að hljóma í gær. 25. febrúar 2022 20:00 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira
„Núna er dauðaþögn, það kemur reyndar ein og ein sprenging inn á milli, en það er útgöngubann. Það eru engir bílar úti, engir,“ segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og íbúi í Kænugarði. Útgöngubann tók gildi í borginni klukkan fimm síðdegis í gær og gildir þar til í fyrramálið. Hann segir ástæðuna fjölda skemmdarverkamanna, sem rússneski herinn sendi inn í borgina, sem hafa verið að merkja skotmörk með flúormálningu og stjórna þannig hvar eldflaugar Rússa lenda. „Það er bara búið að gefa það út að ef þú ert úti núna þá er litið á þig sem rússneskan hermann,“ segir Óskar. Þegar fréttastofa ræddi við Óskar í gærmorgun var lítið um að vera, eiginlega dauðaþögn, utan einstakra sprenginga í borginni. Hann segir það sama gilda núna en átök hafi hafist í gærkvöldi um leið og fór að dimma. „Í gær þegar byrjaði að dimma fer maður strax að heyra sprengingar og skothljóð í fjarlægð. Þó það sé stutt síðan þetta byrjaði er maður bara orðinn vanur því að heyra þetta,“ segir Óskar. Sprengjuskýlið eins og kartöflukofi Óskar og konan hans Mariika eru búsett í miðborg Kænugarðs en bardagarnir hafa ekki enn náð inn í hverfið þeirra. Þau þurftu þó að leita skjóls í kjallaranum heima hjá sér í gærkvöldi vegna mögulegrar sprengjuárásar og vörðu hluta næturinnar inni á baðherbergi, sem er staðsett innst í íbúðinni þeirra og fjærst frá gluggunum. Undanfarna daga hafa þau leitað skjóls í næsta húsi, þar sem sprengjuskýlið í kjallaranum er vel útbúið. Vegna útgöngubannsins var það þó ekki möguleiki í gær. „Við fórum niður og tókum ekki einu sinni séns á að fara yfir í næsta hús sem er með miklu betra sprengjuskýli en okkar, sprengjuskýlið sem er hérna niðri er eins og einhver kartöflukofi, alveg ógeðslegt,“ segir Óskar. Þau hafi þó ákveðið að færa sig aftur upp í íbúð þar sem þau heyri ekkert í kjallaranum vegna hávaða í pípulögnum hússins, sem allar liggja um kjallarann. „Hérna eru eyrun á manni bestu vinir manns.“ Þegar upp hafi verið komið hafi þau heyrt í miklum götubardögum en færri sprengingar en undanfarna daga. „Og það var ekkert svo langt frá okkur, kannski þrjá eða fjóra kílómetra frá okkur.“
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir „Enn þá meiri uggur í mér“ Íslendingur sem býr í Kænugarði segist lítið hafa sofið í nótt fyrir sprengingum. Útgöngubann tók gildi þar klukkan þrjú í dag og stendur til átta í fyrramálið. Hann segir óþægilegt að hafa fylgst með starfsfólk Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu flýja úr borginni í morgun. 26. febrúar 2022 18:30 „Ég vaknaði nokkrum sinnum við sprengingar og byssuhvelli“ Miklir bardagar voru í Kænugarði í nótt og heyra mátti sprengingar og byssuhvelli. Borgarstjóri Kænugarðs sagði í tilkynningu í morgun að 35 almennir borgarar hafi særst í átökunum í nótt, þar af tvö börn. 26. febrúar 2022 09:30 Íbúar Kænugarðs leita skjóls í neðanjarðarlestarstöðvum Fólk hefur hópast niður í neðanjarðarlestarstöðvarnar í Kænugarði frá því loftvarnaflautur fóru að hljóma í gær. 25. febrúar 2022 20:00 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira
„Enn þá meiri uggur í mér“ Íslendingur sem býr í Kænugarði segist lítið hafa sofið í nótt fyrir sprengingum. Útgöngubann tók gildi þar klukkan þrjú í dag og stendur til átta í fyrramálið. Hann segir óþægilegt að hafa fylgst með starfsfólk Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu flýja úr borginni í morgun. 26. febrúar 2022 18:30
„Ég vaknaði nokkrum sinnum við sprengingar og byssuhvelli“ Miklir bardagar voru í Kænugarði í nótt og heyra mátti sprengingar og byssuhvelli. Borgarstjóri Kænugarðs sagði í tilkynningu í morgun að 35 almennir borgarar hafi særst í átökunum í nótt, þar af tvö börn. 26. febrúar 2022 09:30
Íbúar Kænugarðs leita skjóls í neðanjarðarlestarstöðvum Fólk hefur hópast niður í neðanjarðarlestarstöðvarnar í Kænugarði frá því loftvarnaflautur fóru að hljóma í gær. 25. febrúar 2022 20:00