Skömminni skilað Inga Daníelsdóttir skrifar 27. febrúar 2022 12:00 Það eru ekki mörg ár síðan hugmyndin um að skila skömm var sett í loftið en nánast samstundis og hún kom fram hóf hún sig til flugs, varð strax alþekkt og viðtekin sem grundvallar mannréttindi kvenna sem höfðu verið beittar ofbeldi og órétti. Mér hefur skilist að mannréttindi séu í eðli sínu algild, burtséð frá kyni, litarhætti, uppruna, stétt eða stöðu. Þannig finnst mér líka að þau eigi að vera. Það er nefnilega mannskemmandi að sitja uppi með áfall. Því fylgir síðan sorg á sorg ofan að vera einn með áfallið án samúðar og stuðnings. Þvert á móti er kannski skömm og fyrirlitningu smurt í sárið. Slíkt mun seint gróa. Sársaukinn sem fylgir slíkum aðstæðum er sammannlegur, hann er ekki bundinn við konur. Við konur erum upp til hópa ekki heilagar guðsmæður, við erum jafn mannlegar og breiskar og bræður okkar, karlmennirnir. Við gerum mistök, við iðrumst, reynum að breiða yfir, leyna. Þá getur verið að við grípum til þess ráðs að snúa vörn í sókn. Gifta konan sem ekki vildi fara með manninum sínum heim af djamminu er ekki líkleg til að ganga að því vísu, þegar hún kemur heim á hádegi daginn eftir, að allir verði bara glaðir og sáttir. Hún býr til afsökun og afsökunin er að eitthvað hafi verið öðrum að kenna. Maðurinn sem var sá kjáni að fara fullur heim með konu sem hann þekkti ekki neitt, sá ekki fyrir áralangt fangelsi vegna þeirra mistaka. Nú langar mig að fara fram á að mannréttindin að fá að skila skömminni fái að ná til allra þeirra sem dæmdir eru saklausir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen Skoðun Af hverju þegir Versló? Pétur Orri Pétursson Skoðun Kæru félagar í Sjálfstæðisflokki Snorri Ásmundarson Skoðun Blóðmjólkum ekki náttúru Íslands Bjarni Bjarnason Skoðun Þögnin er ærandi Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Sterki maðurinn Bjarni Karlsson Skoðun Hvar liggur ábyrgðin? Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Eldingar á Íslandi Gunnar Sigvaldason Skoðun Svefn - ein dýrmætasta gjöfin sem þú getur gefið barninu þínu Stefán Þorri Helgason Skoðun Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Að stefna í hæstu hæðir Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Kæru félagar í Sjálfstæðisflokki Snorri Ásmundarson skrifar Skoðun Eldingar á Íslandi Gunnar Sigvaldason skrifar Skoðun Sterki maðurinn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Blóðmjólkum ekki náttúru Íslands Bjarni Bjarnason skrifar Skoðun Spörum með einfaldara eftirliti Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgðin? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kærleikurinn stuðar Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Svefn - ein dýrmætasta gjöfin sem þú getur gefið barninu þínu Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Af skráningum stjórmálaflokka og styrkjum til þeirra Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Þögnin er ærandi Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun „Leyfðu þeim“ aðferðin Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Af hverju þegir Versló? Pétur Orri Pétursson skrifar Skoðun Siðapostuli Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Óheftar strandveiðar Arthur Bogason skrifar Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Sjá meira
Það eru ekki mörg ár síðan hugmyndin um að skila skömm var sett í loftið en nánast samstundis og hún kom fram hóf hún sig til flugs, varð strax alþekkt og viðtekin sem grundvallar mannréttindi kvenna sem höfðu verið beittar ofbeldi og órétti. Mér hefur skilist að mannréttindi séu í eðli sínu algild, burtséð frá kyni, litarhætti, uppruna, stétt eða stöðu. Þannig finnst mér líka að þau eigi að vera. Það er nefnilega mannskemmandi að sitja uppi með áfall. Því fylgir síðan sorg á sorg ofan að vera einn með áfallið án samúðar og stuðnings. Þvert á móti er kannski skömm og fyrirlitningu smurt í sárið. Slíkt mun seint gróa. Sársaukinn sem fylgir slíkum aðstæðum er sammannlegur, hann er ekki bundinn við konur. Við konur erum upp til hópa ekki heilagar guðsmæður, við erum jafn mannlegar og breiskar og bræður okkar, karlmennirnir. Við gerum mistök, við iðrumst, reynum að breiða yfir, leyna. Þá getur verið að við grípum til þess ráðs að snúa vörn í sókn. Gifta konan sem ekki vildi fara með manninum sínum heim af djamminu er ekki líkleg til að ganga að því vísu, þegar hún kemur heim á hádegi daginn eftir, að allir verði bara glaðir og sáttir. Hún býr til afsökun og afsökunin er að eitthvað hafi verið öðrum að kenna. Maðurinn sem var sá kjáni að fara fullur heim með konu sem hann þekkti ekki neitt, sá ekki fyrir áralangt fangelsi vegna þeirra mistaka. Nú langar mig að fara fram á að mannréttindin að fá að skila skömminni fái að ná til allra þeirra sem dæmdir eru saklausir.
Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson Skoðun