Eldingar á Íslandi Gunnar Sigvaldason skrifar 28. janúar 2025 16:31 Í frétt á Vísi í síðastliðinni viku var sagt frá eldingu sem laust niður í íbúðarhús í Dyrhólahverfi rétt við Vík í Mýrdal. Íbúar hússins urðu fyrir því tjóni að rafmagnstaflan í húsinu eyðilagðist og má segja að hún hafi sprungið sökum eldingarinnar. Leiða má að því líkum að engar eldingavarnir hafi verið til staðar í húsinu, en það hefur verið lenskan hérlendis. Tíðni eldinga á Íslandi er frekar lág miðað við önnur lönd en hættan er þó til staðar. Það sem hefur gerst í Dyrhólahverfinu er að eldingin hefur losað um gríðarlega mikla orku á örskömmum tíma og getur rafstraumur í einni eldingu verið á bilinu 10.000 til 400.000 A (amper). Til að setja þennan rafstraum í samhengi þá er dæmigerð heimilisryksuga að nota um 8 A. Hitastigið í eldingunni getur náð allt að 30.000°C, til samanburðar er vert að minna á að yfirborðshiti Sólarinnar er um 5.500°C. Þessi orka hefur á einhvern hátt fundið leið inn í raflögn hússins og farið beint inn í rafmagnstöfluna, hjarta rafkerfis byggingarinnar. Svona atburðir eru vissulega ekki algengir á Íslandi en þeim verður að gefa gaum, því þeir eru þó það algengir og tjón sem af þeim hlýst er oftast mjög mikið. Sérstaklega á þetta við um umrætt landsvæði allt frá Eyjafjöllum og austur að Höfn og sömuleiðis á Reykjanesi og Snæfellsnesi. Mýmörg dæmi má nefna, m.a. frá Rauðuskriðum í Fljótshlíð/Landeyjum, eins úr Álftaveri þar sem eldingum sló niður í mannvirki og olli miklu tjóni á búnaði og fólki.Atvikið í Áftaveri var þannig að maður hlaut talsverða áverka eftir eldingu sem sló niður í símalögn á sama tíma og viðkomandi var að tala í síma og eldinginn hljóp því að hluta til í gegnum hann. Hægt er að lágmarka áhættu á að eldingar valdi tjóni á rafkerfum bygginga með ýmsum aðferðum. Í sumum tilvikum er ekki um mjög kostnaðarsamar aðgerðir að ræða. Ein aðferðin gerngur út á að „grípa“ eldinguna og koma henni örugglega til jarðar, framhjá rafkerfi byggingarinnar og mannfólki. Að auki er oft nauðsynlegt að vera með yfirspennuvarnir við rafmagnsinntök sem getur varið búnað fyrir háum spennum. Þá gildir það hvort sem yfirspenna komi frá eldingum eða spennuflökkti í rafkerfi. Maður sem er að nota viðkomandi búnað fær auk þess vörn og hefði klárað sitt símtal í næði, ólíkt ábúanda Álftavers. Þeir sem vilja verja sig gagnvart þessum vágesti, sérstaklega þeir sem búa á fyrrnefndum svæðum hafa eins og fram hefur komið ýmis ráð til þess. Hægt er að leita sér aðstoðar hjá kunnáttufólki, og eru verkfræðistofur og rafverktakar þar augljósir kostir. Mikilvægt er að kynna sér hvaða varnir eru til staðar í rafmagnstöflum viðkomandi bygginga og ganga úr skugga um hvort búnaðurinn sé varinn því oft á tíðum með einföldum lausnum er hægt að koma í veg fyrir fjárhaglegt tjón, jafnvel líkamlegt, með tiltölulega litlum tilkostnaði. Með þessu greinarkorni er ætlunin að hvetja fólk til þess að skoða þessi mál á sínum starfstöðvum og heimilum, láta kanna hvort það þurfi að gera ráðstafanir og leita til þar til bærra aðila ef sú er niðurstaðan. Höfundur er raforkuverkfræðingur hjá Lotu ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Veður Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Í frétt á Vísi í síðastliðinni viku var sagt frá eldingu sem laust niður í íbúðarhús í Dyrhólahverfi rétt við Vík í Mýrdal. Íbúar hússins urðu fyrir því tjóni að rafmagnstaflan í húsinu eyðilagðist og má segja að hún hafi sprungið sökum eldingarinnar. Leiða má að því líkum að engar eldingavarnir hafi verið til staðar í húsinu, en það hefur verið lenskan hérlendis. Tíðni eldinga á Íslandi er frekar lág miðað við önnur lönd en hættan er þó til staðar. Það sem hefur gerst í Dyrhólahverfinu er að eldingin hefur losað um gríðarlega mikla orku á örskömmum tíma og getur rafstraumur í einni eldingu verið á bilinu 10.000 til 400.000 A (amper). Til að setja þennan rafstraum í samhengi þá er dæmigerð heimilisryksuga að nota um 8 A. Hitastigið í eldingunni getur náð allt að 30.000°C, til samanburðar er vert að minna á að yfirborðshiti Sólarinnar er um 5.500°C. Þessi orka hefur á einhvern hátt fundið leið inn í raflögn hússins og farið beint inn í rafmagnstöfluna, hjarta rafkerfis byggingarinnar. Svona atburðir eru vissulega ekki algengir á Íslandi en þeim verður að gefa gaum, því þeir eru þó það algengir og tjón sem af þeim hlýst er oftast mjög mikið. Sérstaklega á þetta við um umrætt landsvæði allt frá Eyjafjöllum og austur að Höfn og sömuleiðis á Reykjanesi og Snæfellsnesi. Mýmörg dæmi má nefna, m.a. frá Rauðuskriðum í Fljótshlíð/Landeyjum, eins úr Álftaveri þar sem eldingum sló niður í mannvirki og olli miklu tjóni á búnaði og fólki.Atvikið í Áftaveri var þannig að maður hlaut talsverða áverka eftir eldingu sem sló niður í símalögn á sama tíma og viðkomandi var að tala í síma og eldinginn hljóp því að hluta til í gegnum hann. Hægt er að lágmarka áhættu á að eldingar valdi tjóni á rafkerfum bygginga með ýmsum aðferðum. Í sumum tilvikum er ekki um mjög kostnaðarsamar aðgerðir að ræða. Ein aðferðin gerngur út á að „grípa“ eldinguna og koma henni örugglega til jarðar, framhjá rafkerfi byggingarinnar og mannfólki. Að auki er oft nauðsynlegt að vera með yfirspennuvarnir við rafmagnsinntök sem getur varið búnað fyrir háum spennum. Þá gildir það hvort sem yfirspenna komi frá eldingum eða spennuflökkti í rafkerfi. Maður sem er að nota viðkomandi búnað fær auk þess vörn og hefði klárað sitt símtal í næði, ólíkt ábúanda Álftavers. Þeir sem vilja verja sig gagnvart þessum vágesti, sérstaklega þeir sem búa á fyrrnefndum svæðum hafa eins og fram hefur komið ýmis ráð til þess. Hægt er að leita sér aðstoðar hjá kunnáttufólki, og eru verkfræðistofur og rafverktakar þar augljósir kostir. Mikilvægt er að kynna sér hvaða varnir eru til staðar í rafmagnstöflum viðkomandi bygginga og ganga úr skugga um hvort búnaðurinn sé varinn því oft á tíðum með einföldum lausnum er hægt að koma í veg fyrir fjárhaglegt tjón, jafnvel líkamlegt, með tiltölulega litlum tilkostnaði. Með þessu greinarkorni er ætlunin að hvetja fólk til þess að skoða þessi mál á sínum starfstöðvum og heimilum, láta kanna hvort það þurfi að gera ráðstafanir og leita til þar til bærra aðila ef sú er niðurstaðan. Höfundur er raforkuverkfræðingur hjá Lotu ehf.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun