Sterki maðurinn Bjarni Karlsson skrifar 28. janúar 2025 14:15 Nú eru 80 ár frá því síðustu fangar sluppu lifandi úr útrýmingabúðum Þriðja ríkisins. Það er brýnt öryggismál að samfélög heimsins gleymi ekki þróun mála í Þýskalandi nasismans. Við þurfum að skilja hvað veldur þegar félagsauður gufar upp í samfélagi svo fólk hættir að vænta góðs af ókunnugum. Það sem veldur er alltaf einhver uppsöfnuð skömm og andúð sem ekki hefur verið rædd og hugguð. Þá treysta menn ekki lengur á samtalið. Lýðræðið missir trúverðugleika sinn og ákallið um sterka manninn verður hærra og hærra - uns hann birtist! Því hann birtist alltaf. Sterki maðurinn, líkt og Pútín, Netanjahú og Trump, er aldrei sjálfskapaður heldur er hann afurð samfélagsins. Hann er líkömnuð þrá eftir stóra bróður sem kann tökin á hinu endurleysandi ofbeldi sem búa skal öruggan heim fyrir konur og börn. Við höfum haft Jósef Stalín, Augusto Pinochet, Kim Il-sung, Benito Mussolini o.fl. Sterki maðurinn lætur engan komast upp með moðreyk og þegar hann hefur sýnt vald sitt líður heilu þjóðfélögunum eins og nýflengdum börnum. Allt er orðið gott. Allt er öruggt. Aftur. Fyrst tekur hann Úkraínu svo tekur hann Gaza og Grænland. Hvað sem þarf. Innst inni vill hann örugglega vel, vonar fólk. Þótt ekki sé allt fallegt sem hann aðhefst. Er Trump ekki friðarforseti þrátt fyrir allt? Endurlausnarofbeldið, hugmyndin um að hið góða líf eigi forsendu sína í vel heppnaðri valdbeitingu fremur en samráði, er ævafornt.[1] Heimurinn var, jú, skapaður úr hræi hrímþursins Ýmis, ekki satt? Ekkert er nýtt undir sólu. Ekki heldur sterki maðurinn. Meðfram því að tryggja hagsmuni ríkisins og öryggi almennings (Lebensraum) gagnvart hvers kyns hernaðarógn, sameinar sterki maðurinn þjóðfélagið með því að benda á óvini innan þess sjálfs. Til þess að tryggja völdin þarf hann nefnilega að skapa hina réttu blöndu af ótta og feginleika hjá almenningi. Útlendingar eru alltaf tortryggilegir og nýtast því jafnan vel í þessa suðu. Svo þarf að finna réttu minnihlutahópana. Um miðja síðustu öld voru það Gyðingar og hommar. Núna höfum við múslima og fjölbreytt kynseginsamfélag sem sterki maðurinn snýst gegn og minnir á að það séu nú bara tvö kyn. Þá getur obbi fólks aldeilis andað léttar því það tilheyrir jú meirihlutanum. Aðalveruleikanum. Hjúkk, hjúkk, hjúkk. Aukaveruleikinn er merktur skömm og skít, höfnun og dauða. Ekki viltu tilheyra honum? Þú vilt ekki vera múslilmi, kynsegin eða óreiðumaður í heimi sterka mannsins. Nei, hér erum við sko hrein og sönn. Nú verðum við aftur eins og við alltaf áttum að vera. Eins og Guð hafði einmitt ætlað. Nú verðum við stórkostleg að nýju... Í þessu samhengi ígrunda ég orð Jesú um þjónandi forystu: „Konungar þjóða drottna yfir þeim og valdhafar þeirra kallast velgjörðamenn. En eigi sé yður svo farið heldur sé hinn mesti yðar á meðal sem væri hann yngstur og foringinn sem þjónn. Því hvort er sá meiri sem situr til borðs eða hinn sem þjónar? Er það ekki sá sem situr til borðs? Samt er ég meðal yðar eins og þjónninn.“[2] Höfundur er prestur og siðfræðingur. [1] Walter Wink, 1992, Engaging the Powers, Augsburg Fortress, Minneapolis, Minnesota USA.s. 23 – 26. [2] Lúkasarguðspjall 22. 25-27 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Skoðun Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú eru 80 ár frá því síðustu fangar sluppu lifandi úr útrýmingabúðum Þriðja ríkisins. Það er brýnt öryggismál að samfélög heimsins gleymi ekki þróun mála í Þýskalandi nasismans. Við þurfum að skilja hvað veldur þegar félagsauður gufar upp í samfélagi svo fólk hættir að vænta góðs af ókunnugum. Það sem veldur er alltaf einhver uppsöfnuð skömm og andúð sem ekki hefur verið rædd og hugguð. Þá treysta menn ekki lengur á samtalið. Lýðræðið missir trúverðugleika sinn og ákallið um sterka manninn verður hærra og hærra - uns hann birtist! Því hann birtist alltaf. Sterki maðurinn, líkt og Pútín, Netanjahú og Trump, er aldrei sjálfskapaður heldur er hann afurð samfélagsins. Hann er líkömnuð þrá eftir stóra bróður sem kann tökin á hinu endurleysandi ofbeldi sem búa skal öruggan heim fyrir konur og börn. Við höfum haft Jósef Stalín, Augusto Pinochet, Kim Il-sung, Benito Mussolini o.fl. Sterki maðurinn lætur engan komast upp með moðreyk og þegar hann hefur sýnt vald sitt líður heilu þjóðfélögunum eins og nýflengdum börnum. Allt er orðið gott. Allt er öruggt. Aftur. Fyrst tekur hann Úkraínu svo tekur hann Gaza og Grænland. Hvað sem þarf. Innst inni vill hann örugglega vel, vonar fólk. Þótt ekki sé allt fallegt sem hann aðhefst. Er Trump ekki friðarforseti þrátt fyrir allt? Endurlausnarofbeldið, hugmyndin um að hið góða líf eigi forsendu sína í vel heppnaðri valdbeitingu fremur en samráði, er ævafornt.[1] Heimurinn var, jú, skapaður úr hræi hrímþursins Ýmis, ekki satt? Ekkert er nýtt undir sólu. Ekki heldur sterki maðurinn. Meðfram því að tryggja hagsmuni ríkisins og öryggi almennings (Lebensraum) gagnvart hvers kyns hernaðarógn, sameinar sterki maðurinn þjóðfélagið með því að benda á óvini innan þess sjálfs. Til þess að tryggja völdin þarf hann nefnilega að skapa hina réttu blöndu af ótta og feginleika hjá almenningi. Útlendingar eru alltaf tortryggilegir og nýtast því jafnan vel í þessa suðu. Svo þarf að finna réttu minnihlutahópana. Um miðja síðustu öld voru það Gyðingar og hommar. Núna höfum við múslima og fjölbreytt kynseginsamfélag sem sterki maðurinn snýst gegn og minnir á að það séu nú bara tvö kyn. Þá getur obbi fólks aldeilis andað léttar því það tilheyrir jú meirihlutanum. Aðalveruleikanum. Hjúkk, hjúkk, hjúkk. Aukaveruleikinn er merktur skömm og skít, höfnun og dauða. Ekki viltu tilheyra honum? Þú vilt ekki vera múslilmi, kynsegin eða óreiðumaður í heimi sterka mannsins. Nei, hér erum við sko hrein og sönn. Nú verðum við aftur eins og við alltaf áttum að vera. Eins og Guð hafði einmitt ætlað. Nú verðum við stórkostleg að nýju... Í þessu samhengi ígrunda ég orð Jesú um þjónandi forystu: „Konungar þjóða drottna yfir þeim og valdhafar þeirra kallast velgjörðamenn. En eigi sé yður svo farið heldur sé hinn mesti yðar á meðal sem væri hann yngstur og foringinn sem þjónn. Því hvort er sá meiri sem situr til borðs eða hinn sem þjónar? Er það ekki sá sem situr til borðs? Samt er ég meðal yðar eins og þjónninn.“[2] Höfundur er prestur og siðfræðingur. [1] Walter Wink, 1992, Engaging the Powers, Augsburg Fortress, Minneapolis, Minnesota USA.s. 23 – 26. [2] Lúkasarguðspjall 22. 25-27
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun