Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar 27. janúar 2025 11:01 Nú hefur komið í ljós að bæði Flokkur fólksins og Vinstri græn fengu styrki sem eru ætlaðir stjórnmálasamtökum – án þess að flokkarnir væru skráðir stjórnmálasamtök í stjórnmálasamtakaskrá hjá Skattinum. Sem er afdráttarlaust og ótvírætt skilyrði styrkveitingarinnar. Hvað segir stjórnsýslufræðingur í slíku máli? Um er að ræða 240 milljónir til Flokks fólksins og til Vinstri grænna fóru „amk. 207 milljónir” – skv. Morgunblaðinu 27. jan 2025. Vinstri græn virðast hafa skráð sig í stjórnmálasamtakaskrá í lok mars 2023 – hafi flokkurinn hins vegar gert það eftir 25. janúar 2024 fékk hann auk þess 100 milljónir heimildarlaust. Í þessu efni gerist tvennt: Fjársýsla ríkisins gerir mistök með því að greiða út styrki án heimildar og viðkomandi flokkar tóku við fé sem þeim bar ekki. Hið opinbera – sem jafnvel umfram aðrar skyldur ber að fara vel með almannafé – getur ekki annað gert en að afturkalla styrkina og krefjast endurgreiðslu. Það getur ekki sleppt því að sækja málið. Um háar upphæðir er að ræða til aðila sem óhjákvæmilega verða vegna stöðu sinnar gagnvart almenningi að hafa allt sitt á hreinu. Raunar líka þótt svo væri ekki. Má minna á ofgreiðslur til æðstu embættismanna ríkisins í fyrra, en það mál fór til dómstóla. Það unnu reyndar embættismennirnir, m.a. á þeirri forsendu að þeir hefðu verið í góðri trú, en ekki tekið vísvitandi við ofgreiðslu. Tæplega gildir það sama um Flokk fólksins og Vinstri græn og gilti um embættismennina því skilyrði styrkveitingarinnar eru skýrt og greinilega tilgreint efst í lögunum um starfsemi stjórnmálasamtaka. Þau lög hafa flokksmenn orðið að lesa, bæði vegna þessa styrks og annarra styrkja sem veittir eru á grundvelli þeirra laga. Þau lög eru biblía stjórnmálaframboða. Æðstu embættismenn ríkisins höfðu engar sambærilegar upplýsingar og gátu ekki séð fyrir að launagreiðslur þeirra væru of háar. Í þessu felst svo afdráttarlaus munur að telja verður víst að ríkið ynni dómsmál gegn Flokki fólksins og Vinstri grænum. Þá er ljóst að starfsmenn Fjársýslu ríkisins hafa gert sig seka um vanrækslu – þeir áttu að kanna hvort skilyrðum fjárveitingarinnar væri fullnægt – og þeir gera það óneitanlega þegar þeir greiða aðra styrki og til síður mikilvægra aðila. Svo stórt er þetta mál – upp á 400-500 milljónir kr. – að eðlilegt er að forstöðumaður Fjársýslunnar verði áminntur fyrir vanrækslu í starfi. Hvað geta flokkarnir gert? Hið augljósa svar er að þeir verða að leita til félagsmanna sinna eftir styrkveitingum. Það er hin heiðarlega og siðlega leið. Hins vegar gæti það verið erfitt – og hin íslenska leið, að fara í gjaldþrot, gæti orðið þrautaráðið. Það liggur beint við hjá Vinstri grænum sem ekki hefur marga fylgismenn lengur (endurgreiðslur flokksmanna yrðu 41.616 kr. pr. hvert atkvæði sem flokkurinn fékk 30. nóv. s.l. eða 61.720 ef flokkurinn skráði sig eftir 25. jan. 2024). Flokkur fólksins hefur hins vegar mikið fleiri fylgismenn, en honum er leikur einn að leggja niður flokksfélagið sem þarf að endurgreiða ríkinu og stofna ný stjórnmálasamtök á næsta landsfundi – þ.e. hafa kennitöluskipti. Þótt flokkurinn sem bauð fram hverfi þannig af sjónarsviðinu hefur það engin áhrif á þingmennsku þingmanna flokksins – þeir eru orðnir alþingismenn og það verður ekki af þeim tekið. Þá er það ósagt – sem mörgum mun þykja skemmtilegt – að stjórnmálasamtök sem voru rétt skráð á árunum sem um ræðir eiga tvímælalausan rétt á að fá frá ríkinu það fé sem ofgreitt var til Flokks fólksins og Vinstri grænna. Morgunblaðið hefur reiknað þessar kröfur út og gefum því orðið: „Sjálfstæðisflokkurinn var hlunnfarinn um 115-145 milljónir, eftir því hvenær árs 2024 VG hlaut skráningu hjá Skattinum, Framsóknarflokkurinn um 81-103 milljónir, Samfylkingin [varð] af 47-59 milljónum, Píratar af 40-51 milljón, Viðreisn af 39-49 milljónum, Miðflokkurinn af 26-33 milljónum og Sósíalistaflokkurinn af 19-24 milljónum.“ (Mbl. 27. jan. 2025). Höfundur er stjórnsýslufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Styrkir til stjórnmálasamtaka Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Nú hefur komið í ljós að bæði Flokkur fólksins og Vinstri græn fengu styrki sem eru ætlaðir stjórnmálasamtökum – án þess að flokkarnir væru skráðir stjórnmálasamtök í stjórnmálasamtakaskrá hjá Skattinum. Sem er afdráttarlaust og ótvírætt skilyrði styrkveitingarinnar. Hvað segir stjórnsýslufræðingur í slíku máli? Um er að ræða 240 milljónir til Flokks fólksins og til Vinstri grænna fóru „amk. 207 milljónir” – skv. Morgunblaðinu 27. jan 2025. Vinstri græn virðast hafa skráð sig í stjórnmálasamtakaskrá í lok mars 2023 – hafi flokkurinn hins vegar gert það eftir 25. janúar 2024 fékk hann auk þess 100 milljónir heimildarlaust. Í þessu efni gerist tvennt: Fjársýsla ríkisins gerir mistök með því að greiða út styrki án heimildar og viðkomandi flokkar tóku við fé sem þeim bar ekki. Hið opinbera – sem jafnvel umfram aðrar skyldur ber að fara vel með almannafé – getur ekki annað gert en að afturkalla styrkina og krefjast endurgreiðslu. Það getur ekki sleppt því að sækja málið. Um háar upphæðir er að ræða til aðila sem óhjákvæmilega verða vegna stöðu sinnar gagnvart almenningi að hafa allt sitt á hreinu. Raunar líka þótt svo væri ekki. Má minna á ofgreiðslur til æðstu embættismanna ríkisins í fyrra, en það mál fór til dómstóla. Það unnu reyndar embættismennirnir, m.a. á þeirri forsendu að þeir hefðu verið í góðri trú, en ekki tekið vísvitandi við ofgreiðslu. Tæplega gildir það sama um Flokk fólksins og Vinstri græn og gilti um embættismennina því skilyrði styrkveitingarinnar eru skýrt og greinilega tilgreint efst í lögunum um starfsemi stjórnmálasamtaka. Þau lög hafa flokksmenn orðið að lesa, bæði vegna þessa styrks og annarra styrkja sem veittir eru á grundvelli þeirra laga. Þau lög eru biblía stjórnmálaframboða. Æðstu embættismenn ríkisins höfðu engar sambærilegar upplýsingar og gátu ekki séð fyrir að launagreiðslur þeirra væru of háar. Í þessu felst svo afdráttarlaus munur að telja verður víst að ríkið ynni dómsmál gegn Flokki fólksins og Vinstri grænum. Þá er ljóst að starfsmenn Fjársýslu ríkisins hafa gert sig seka um vanrækslu – þeir áttu að kanna hvort skilyrðum fjárveitingarinnar væri fullnægt – og þeir gera það óneitanlega þegar þeir greiða aðra styrki og til síður mikilvægra aðila. Svo stórt er þetta mál – upp á 400-500 milljónir kr. – að eðlilegt er að forstöðumaður Fjársýslunnar verði áminntur fyrir vanrækslu í starfi. Hvað geta flokkarnir gert? Hið augljósa svar er að þeir verða að leita til félagsmanna sinna eftir styrkveitingum. Það er hin heiðarlega og siðlega leið. Hins vegar gæti það verið erfitt – og hin íslenska leið, að fara í gjaldþrot, gæti orðið þrautaráðið. Það liggur beint við hjá Vinstri grænum sem ekki hefur marga fylgismenn lengur (endurgreiðslur flokksmanna yrðu 41.616 kr. pr. hvert atkvæði sem flokkurinn fékk 30. nóv. s.l. eða 61.720 ef flokkurinn skráði sig eftir 25. jan. 2024). Flokkur fólksins hefur hins vegar mikið fleiri fylgismenn, en honum er leikur einn að leggja niður flokksfélagið sem þarf að endurgreiða ríkinu og stofna ný stjórnmálasamtök á næsta landsfundi – þ.e. hafa kennitöluskipti. Þótt flokkurinn sem bauð fram hverfi þannig af sjónarsviðinu hefur það engin áhrif á þingmennsku þingmanna flokksins – þeir eru orðnir alþingismenn og það verður ekki af þeim tekið. Þá er það ósagt – sem mörgum mun þykja skemmtilegt – að stjórnmálasamtök sem voru rétt skráð á árunum sem um ræðir eiga tvímælalausan rétt á að fá frá ríkinu það fé sem ofgreitt var til Flokks fólksins og Vinstri grænna. Morgunblaðið hefur reiknað þessar kröfur út og gefum því orðið: „Sjálfstæðisflokkurinn var hlunnfarinn um 115-145 milljónir, eftir því hvenær árs 2024 VG hlaut skráningu hjá Skattinum, Framsóknarflokkurinn um 81-103 milljónir, Samfylkingin [varð] af 47-59 milljónum, Píratar af 40-51 milljón, Viðreisn af 39-49 milljónum, Miðflokkurinn af 26-33 milljónum og Sósíalistaflokkurinn af 19-24 milljónum.“ (Mbl. 27. jan. 2025). Höfundur er stjórnsýslufræðingur.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun