Hvað getum við gert? Ásta Kristín Guðmundsdóttir og Ólafur Þór Gunnarsson skrifa 28. febrúar 2022 10:31 Það setti að manni hroll við fréttir af innrás Rússa í Úkraínu. Úkraínskar fjölskyldur eru ýmist í kjöllurum eða lagðar á flótta og samkvæmt fréttum eru hundruðir þúsunda þegar komnar yfir landamæri nágrannaríkjanna í vestri og suðri. Enn fleiri eru á flótta innanlands. Sameinuðu Þjóðirnar telja að um 5 milljónir manna muni hrekjast á flótta ef stríðsátök dragast á langinn. Þegar er ljóst að stór hluti þeirra mun leita út fyrir landamæri Úkraínu. Við getum hjálpað Íslensk stjórnvöld taka þátt í aðgerðum nágrannaríkja okkar og bandalagsríkja. Íslensk sveitarfélög gætu gætu boðist til að taka við flóttamönnum frá Úkraínu. Við tökum kannski ekki á móti tugum þúsunda, en hvert sveitarfélag getur ákveðið að leggja lið. Ef íslensk sveitarfélög ákveða að hjálpa eins mörgum og þau geta, getur það orðið hvatning fyrir önnur evrópsk sveitarfélög að hjálpa líka. Lítil sveitarfélög gætu tekið sig saman um að hjálpa og stór gætu tekið við nokkrum fjölskyldum hvert. Í Bosníustríðinu tóku íslensk sveitarfélög vel á móti flóttafólki. Nú getum við enn orðið að liði og við eigum að gera það. Skýr skilaboð Sveitarfélögin eiga að senda skýr skilaboð. Auðvitað stjórna íslensk sveitarfélög ekki utanríkispólitík, hvað þá gangi heimsmála. En við getum svo vel sýnt að okkur er ekki sama um fólk sem er í neyð. Skilaboðin eru ekki bara til annarra evrópskra sveitarfélaga heldur líka til innlendra stjórnvalda um að við ætlumst til aðgerða. Við erum öll Úkraína ! Ólafur Þór Gunnarsson, læknir og fyrrverandi Alþingismaður Ásta Kristín Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi og formaður VG í Kópavogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Ólafur Þór Gunnarsson Utanríkismál Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Það setti að manni hroll við fréttir af innrás Rússa í Úkraínu. Úkraínskar fjölskyldur eru ýmist í kjöllurum eða lagðar á flótta og samkvæmt fréttum eru hundruðir þúsunda þegar komnar yfir landamæri nágrannaríkjanna í vestri og suðri. Enn fleiri eru á flótta innanlands. Sameinuðu Þjóðirnar telja að um 5 milljónir manna muni hrekjast á flótta ef stríðsátök dragast á langinn. Þegar er ljóst að stór hluti þeirra mun leita út fyrir landamæri Úkraínu. Við getum hjálpað Íslensk stjórnvöld taka þátt í aðgerðum nágrannaríkja okkar og bandalagsríkja. Íslensk sveitarfélög gætu gætu boðist til að taka við flóttamönnum frá Úkraínu. Við tökum kannski ekki á móti tugum þúsunda, en hvert sveitarfélag getur ákveðið að leggja lið. Ef íslensk sveitarfélög ákveða að hjálpa eins mörgum og þau geta, getur það orðið hvatning fyrir önnur evrópsk sveitarfélög að hjálpa líka. Lítil sveitarfélög gætu tekið sig saman um að hjálpa og stór gætu tekið við nokkrum fjölskyldum hvert. Í Bosníustríðinu tóku íslensk sveitarfélög vel á móti flóttafólki. Nú getum við enn orðið að liði og við eigum að gera það. Skýr skilaboð Sveitarfélögin eiga að senda skýr skilaboð. Auðvitað stjórna íslensk sveitarfélög ekki utanríkispólitík, hvað þá gangi heimsmála. En við getum svo vel sýnt að okkur er ekki sama um fólk sem er í neyð. Skilaboðin eru ekki bara til annarra evrópskra sveitarfélaga heldur líka til innlendra stjórnvalda um að við ætlumst til aðgerða. Við erum öll Úkraína ! Ólafur Þór Gunnarsson, læknir og fyrrverandi Alþingismaður Ásta Kristín Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi og formaður VG í Kópavogi
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun