Til varnar skóla án aðgreiningar Ragnar Þór Pétursson skrifar 28. febrúar 2022 15:01 Nýlega hefur enn á ný blossað upp umræða um skóla án aðgreiningar. Hún hefur að þessu sinni gengið svo langt að því er haldið fram, við nokkrar undirtektir, að líklega þurfi að „flokka“ nemendur meira en nú er gert í skólum. Þá hefur enn á ný borið mjög á þeim málflutningi að „skóli án aðgreiningar“ sé göfug og góð hugmynd en líklega með öllu óraunhæf. Slík umræða kemur ekki á óvart. Rannsókn Evrópumiðstöðvar á framkvæmd skóla án aðgreiningar leiddi í ljós djúpa hugmyndafræðilega bresti í grunni stefnunnar. Í ljós kom að það hefur líklega aldrei verið nein samstaða um að skóli án aðgreiningar sé forsenda eða markmið skólastarfs á Íslandi – annars staðar en á pappírunum. Reynt að dulbúa stefnuna Til að bregðast við þessu hefur meðal annars verið reynt að dulbúa skóla án aðgreiningar sem eitthvað annað. Tvisvar hefur verið skipt um nafn á stefnunni. Fyrst breyttist hún í „menntun fyrir alla“ og svo „skóla fjölbreytileikans“. Það er enda mjög íslenskt, að breyta ásýnd eða yfirborði einhvers og halda að þar með muni inntakið taka stakkaskiptum. Það gerist að sjálfsögðu ekki. Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að sú staðreynd að skólafólk, stjórnvöld og almenningur á Íslandi skuli ekki oftar rísa upp til varnar fyrir skóla án aðgreiningar sé ein stærsta samfélagslega ógnin sem við búum við. Þar til nýlega áttuðum við okkur ekki fyllilega á inntaki þess að reka skólakerfi án aðgreiningar. Við vorum, og erum líklega enn, með einsleitari þjóðum. Við héldum mjög lengi að við værum öll næstum eins og ættum og gætum öll gert það sama með sömu aðferðum. Lengi vel upplifðum við að skóli án aðgreiningar snerist um frávik, um það hvernig (og jafnvel hvort) börn með fatlanir ættu heima í skólakerfinu. Það er enn býsna stór hluti þjóðarinnar sem ólst upp við það að sjá varla fatlað fólk nema stöku sinnum á förnum vegi. Í mörgum samfélögum, hringinn í kringum landið, voru fatlaðir jaðarsettir, gengu undir viðurnefnum og voru litnir hornauga. Ég á minningar úr grunnskóla þar sem hópar stráka gerðu sér það að skemmtun að ginna fatlaða menn til „að segja ljótt“. Það er kannski ekki skrítið að skólakerfi „án aðgreiningar“ sem rís upp úr slíkri „menningu“ sé dálítið brogað. Ranghugmynd þjóðarinnar Hið þrönga sjónarhorn á fatlaða og ófatlaða leiddi til þess að skapa alvarlegar ranghugmyndir hjá þjóðinni um skóla án aðgreiningar. Í stað þess að horfa á alla nemendur sem fullgilda þátttakendur í samfélagi skólans fór vinnan í allt of miklum mæli að snúast um það hversu mikil „frávik“ einstakir nemendur væru; hversu „gallaðir“ eða „takmarkaðir“ af náttúrunnar hendir. Og þá í framhaldinu: Að hversu miklu leyti viðkomandi galli kæmi í veg fyrir að nemandinn næði námsmarkmiðum hinna heilbrigðu – og að hversu miklu leyti gallinn birtist í hegðun sem tefði fyrir eða spillti námi hinna nemendanna. Loks kom svo spurningin: Hvað þyrfti að gera til að nemandinn næði markmiðunum– eða væri að minnsta kosti ekki að trufla aðra of mikið. Árangur okkar, fyrstu tvo áratugina, af skóla án aðgreiningar er af þessum sökum mjög dapurlegur. Við gerðum ráð fyrir því að skóli án aðgreiningar snerist um að setja upp rampa og lyftur en ekki því að víkka út þau viðfangsefni sem skólinn tækist á hendur og þær námsleiðir sem notaðar væru. Það var ekki fyrr en fjölbreytnin fór að vaxa í samfélaginu og skella á okkur úr öllum áttum – að við byrjuðum sem samfélag (og skóli) að átta okkur á því að samfélag án aðgreiningar snýst alls ekki um aðlögun fólks að samfélagi, heldur öfugt. Nú, þegar lokið er dottið af dollu einsleitninnar blasir við að ungt fólk er margfalt fjölbreyttari hópur en við okkur hefði getað grunað og fyrir mörg þeirra er lykillinn að lífshamingjunni sá að fjölbreytnin sé virt og viðurkennd. Skóli án aðgreiningar er ekki hugmyndafræðilega gjaldþrota – ekkert frekar en hugmyndin um hið lýðræðislega samfélag. Það, hvernig við ástundum hvort tveggja, þarf að bæta. Réttlæti hinna sterku Fyrir 45 árum skrifaði vitur skólamaður grein í blað af því tilefni að nemendur í býsna „góðum“ skóla vestur í bæ höfðu krafist ógildingar samræmdra prófa því þeir höfðu undir höndum eiðsvarnar yfirlýsingar um að kennarar í öðrum skólum hefðu sýnt meiri linkind við fyrirlögn prófanna. Hann taldi nauðsynlegt að ræða tilgang slíkra prófa betur og benti á að próf sem hefðu þann tilgang að búa til raðir úr nemendum hefðu almennt nauðaómerkilegan tilgang, hvort sem sjónarhornið væri próffræðilegt eða annað. Það er auðvitað skiljanlegt að „sterkir“ námsmenn sem lagt hafa hart að sér skuli svíða óréttlætið í því að sitja undir strangari prófdómurum og fá jafnvel dálítið minni tíma en nemendur „austur í bæ“ eða „handan lækjarins“. Það er skiljanlegt að þeir mótmæli og krefjist ógildingar. Sérstaklega ef niðurstaða prófsins hefur stýrandi áhrif á aðgang að vinsælum framhaldsskólum. Slíka réttlætiskennd er auðvelt að skilja og við kunnum ágætlega að bregðast við svona henni. Við tökum hana gjarnan til okkar. En hvað með óréttlætið sem hin mega þola, að sitja stöðugt undir kröfum kerfis sem hannað er utan um veruleika, áhuga og styrkleika annarra en þín? Mannréttindabarátta fatlaðra hefur ekkert gert við íslenskt samfélag annað en að auðga það. Fatlaðir hafa alla tíð borið miklu meiri kostnað af samfélaginu en öfugt. Mannréttindabarátta annarra jarðarsettra hópa mun einnig auðga samfélagið ef við hættum að standa gegn henni. Slík barátta snýst nánast alltaf um að fá að taka þátt. Fá að leggja sitt af mörkum. Fá að læra og dafna. Og fá að tilheyra á eigin forsendum en ekki aðeins upp að því marki sem hinir sjá samsvörun við þig. Að læra af dauðum farfuglum Vitur skólakona sagði mér nýlega að umhverfisbreytingar tækju mis mikinn toll af tegundum farfugla eftir getu fuglanna til að aðlaga sig breytingum. Þær tegundir sem af vana sækja í sömu óðölin þrátt fyrir gerbreytt veðurlag skrimtu við illan kost eða hreinlega gæfu upp öndina á meðan þær tegundir sem eltu kjörskilyrðin stæðu sterkar. Sá heimur er ekki til þar sem einsleitur hluti þjóðar getur lokað að sér. Samfélög sem reyna slíkt munu springa í sundur á saumunum – en þó ekki fyrr en þau hafa alið á þjáningum og átökum. Skóli sem „flokkar“ börn er vissulega klassískur. En hann er ekki að sama skapi góður. Eftir hverju í ósköpunum eigum við að flokka? Hugmyndaauðgi, heiðarleika, minni, gæsku, handleikni, snerpu, líkamsstyrk, orðaforða? Skóli án aðgreiningar er mikilvægari nú en nokkru sinni fyrr – einfaldlega vegna þess að samfélagið er fjölbreyttara en áður. Bilið á milli hinnar raunverulegu fjölbreytni samfélagsins og hinnar yfirborðskenndu einsleitni hefur byggt upp gríðarlega spennu sem við getum fundið útrás í aukinn fjölbreytni, athafna- og lífsgleði. Ef við gerum það ekki mun spennan halda áfram að leita sér útrásar í glufum og sprungum okkur öllum til vanda – og þeim mest sem liggja næst jaðrinum. Grundvallarskuldbinding okkar gagnvart samfélaginu leyfir slíkt ekki. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Pétursson Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýlega hefur enn á ný blossað upp umræða um skóla án aðgreiningar. Hún hefur að þessu sinni gengið svo langt að því er haldið fram, við nokkrar undirtektir, að líklega þurfi að „flokka“ nemendur meira en nú er gert í skólum. Þá hefur enn á ný borið mjög á þeim málflutningi að „skóli án aðgreiningar“ sé göfug og góð hugmynd en líklega með öllu óraunhæf. Slík umræða kemur ekki á óvart. Rannsókn Evrópumiðstöðvar á framkvæmd skóla án aðgreiningar leiddi í ljós djúpa hugmyndafræðilega bresti í grunni stefnunnar. Í ljós kom að það hefur líklega aldrei verið nein samstaða um að skóli án aðgreiningar sé forsenda eða markmið skólastarfs á Íslandi – annars staðar en á pappírunum. Reynt að dulbúa stefnuna Til að bregðast við þessu hefur meðal annars verið reynt að dulbúa skóla án aðgreiningar sem eitthvað annað. Tvisvar hefur verið skipt um nafn á stefnunni. Fyrst breyttist hún í „menntun fyrir alla“ og svo „skóla fjölbreytileikans“. Það er enda mjög íslenskt, að breyta ásýnd eða yfirborði einhvers og halda að þar með muni inntakið taka stakkaskiptum. Það gerist að sjálfsögðu ekki. Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að sú staðreynd að skólafólk, stjórnvöld og almenningur á Íslandi skuli ekki oftar rísa upp til varnar fyrir skóla án aðgreiningar sé ein stærsta samfélagslega ógnin sem við búum við. Þar til nýlega áttuðum við okkur ekki fyllilega á inntaki þess að reka skólakerfi án aðgreiningar. Við vorum, og erum líklega enn, með einsleitari þjóðum. Við héldum mjög lengi að við værum öll næstum eins og ættum og gætum öll gert það sama með sömu aðferðum. Lengi vel upplifðum við að skóli án aðgreiningar snerist um frávik, um það hvernig (og jafnvel hvort) börn með fatlanir ættu heima í skólakerfinu. Það er enn býsna stór hluti þjóðarinnar sem ólst upp við það að sjá varla fatlað fólk nema stöku sinnum á förnum vegi. Í mörgum samfélögum, hringinn í kringum landið, voru fatlaðir jaðarsettir, gengu undir viðurnefnum og voru litnir hornauga. Ég á minningar úr grunnskóla þar sem hópar stráka gerðu sér það að skemmtun að ginna fatlaða menn til „að segja ljótt“. Það er kannski ekki skrítið að skólakerfi „án aðgreiningar“ sem rís upp úr slíkri „menningu“ sé dálítið brogað. Ranghugmynd þjóðarinnar Hið þrönga sjónarhorn á fatlaða og ófatlaða leiddi til þess að skapa alvarlegar ranghugmyndir hjá þjóðinni um skóla án aðgreiningar. Í stað þess að horfa á alla nemendur sem fullgilda þátttakendur í samfélagi skólans fór vinnan í allt of miklum mæli að snúast um það hversu mikil „frávik“ einstakir nemendur væru; hversu „gallaðir“ eða „takmarkaðir“ af náttúrunnar hendir. Og þá í framhaldinu: Að hversu miklu leyti viðkomandi galli kæmi í veg fyrir að nemandinn næði námsmarkmiðum hinna heilbrigðu – og að hversu miklu leyti gallinn birtist í hegðun sem tefði fyrir eða spillti námi hinna nemendanna. Loks kom svo spurningin: Hvað þyrfti að gera til að nemandinn næði markmiðunum– eða væri að minnsta kosti ekki að trufla aðra of mikið. Árangur okkar, fyrstu tvo áratugina, af skóla án aðgreiningar er af þessum sökum mjög dapurlegur. Við gerðum ráð fyrir því að skóli án aðgreiningar snerist um að setja upp rampa og lyftur en ekki því að víkka út þau viðfangsefni sem skólinn tækist á hendur og þær námsleiðir sem notaðar væru. Það var ekki fyrr en fjölbreytnin fór að vaxa í samfélaginu og skella á okkur úr öllum áttum – að við byrjuðum sem samfélag (og skóli) að átta okkur á því að samfélag án aðgreiningar snýst alls ekki um aðlögun fólks að samfélagi, heldur öfugt. Nú, þegar lokið er dottið af dollu einsleitninnar blasir við að ungt fólk er margfalt fjölbreyttari hópur en við okkur hefði getað grunað og fyrir mörg þeirra er lykillinn að lífshamingjunni sá að fjölbreytnin sé virt og viðurkennd. Skóli án aðgreiningar er ekki hugmyndafræðilega gjaldþrota – ekkert frekar en hugmyndin um hið lýðræðislega samfélag. Það, hvernig við ástundum hvort tveggja, þarf að bæta. Réttlæti hinna sterku Fyrir 45 árum skrifaði vitur skólamaður grein í blað af því tilefni að nemendur í býsna „góðum“ skóla vestur í bæ höfðu krafist ógildingar samræmdra prófa því þeir höfðu undir höndum eiðsvarnar yfirlýsingar um að kennarar í öðrum skólum hefðu sýnt meiri linkind við fyrirlögn prófanna. Hann taldi nauðsynlegt að ræða tilgang slíkra prófa betur og benti á að próf sem hefðu þann tilgang að búa til raðir úr nemendum hefðu almennt nauðaómerkilegan tilgang, hvort sem sjónarhornið væri próffræðilegt eða annað. Það er auðvitað skiljanlegt að „sterkir“ námsmenn sem lagt hafa hart að sér skuli svíða óréttlætið í því að sitja undir strangari prófdómurum og fá jafnvel dálítið minni tíma en nemendur „austur í bæ“ eða „handan lækjarins“. Það er skiljanlegt að þeir mótmæli og krefjist ógildingar. Sérstaklega ef niðurstaða prófsins hefur stýrandi áhrif á aðgang að vinsælum framhaldsskólum. Slíka réttlætiskennd er auðvelt að skilja og við kunnum ágætlega að bregðast við svona henni. Við tökum hana gjarnan til okkar. En hvað með óréttlætið sem hin mega þola, að sitja stöðugt undir kröfum kerfis sem hannað er utan um veruleika, áhuga og styrkleika annarra en þín? Mannréttindabarátta fatlaðra hefur ekkert gert við íslenskt samfélag annað en að auðga það. Fatlaðir hafa alla tíð borið miklu meiri kostnað af samfélaginu en öfugt. Mannréttindabarátta annarra jarðarsettra hópa mun einnig auðga samfélagið ef við hættum að standa gegn henni. Slík barátta snýst nánast alltaf um að fá að taka þátt. Fá að leggja sitt af mörkum. Fá að læra og dafna. Og fá að tilheyra á eigin forsendum en ekki aðeins upp að því marki sem hinir sjá samsvörun við þig. Að læra af dauðum farfuglum Vitur skólakona sagði mér nýlega að umhverfisbreytingar tækju mis mikinn toll af tegundum farfugla eftir getu fuglanna til að aðlaga sig breytingum. Þær tegundir sem af vana sækja í sömu óðölin þrátt fyrir gerbreytt veðurlag skrimtu við illan kost eða hreinlega gæfu upp öndina á meðan þær tegundir sem eltu kjörskilyrðin stæðu sterkar. Sá heimur er ekki til þar sem einsleitur hluti þjóðar getur lokað að sér. Samfélög sem reyna slíkt munu springa í sundur á saumunum – en þó ekki fyrr en þau hafa alið á þjáningum og átökum. Skóli sem „flokkar“ börn er vissulega klassískur. En hann er ekki að sama skapi góður. Eftir hverju í ósköpunum eigum við að flokka? Hugmyndaauðgi, heiðarleika, minni, gæsku, handleikni, snerpu, líkamsstyrk, orðaforða? Skóli án aðgreiningar er mikilvægari nú en nokkru sinni fyrr – einfaldlega vegna þess að samfélagið er fjölbreyttara en áður. Bilið á milli hinnar raunverulegu fjölbreytni samfélagsins og hinnar yfirborðskenndu einsleitni hefur byggt upp gríðarlega spennu sem við getum fundið útrás í aukinn fjölbreytni, athafna- og lífsgleði. Ef við gerum það ekki mun spennan halda áfram að leita sér útrásar í glufum og sprungum okkur öllum til vanda – og þeim mest sem liggja næst jaðrinum. Grundvallarskuldbinding okkar gagnvart samfélaginu leyfir slíkt ekki. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun