Skera upp herör gegn kynferðisofbeldi á djamminu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. mars 2022 13:16 Fjöldi fólks hefur komið að herferðinni. Aðsend Dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan kynntu vitundarvakningu gegn kynferðisofbeldi á blaðamannafundi í dag. Tilkynntum nauðgunum fækkaði um 43% árið 2020 þegar samkomutakmarkanir voru í hámarki. Almenningur er hvattur til að vera vakandi gegn ofbeldi og spyrja „Er allt í góðu?“,- ef ekki þá á að hafa samband við 112. Dómsmálaráðuneytið, ríkislögreglustjóri (RLS) og Neyðarlínan hafa hrundið af stað vitundarvakningu gegn kynferðisofbeldi og í fyrsta hluta hennar er sjónum beint að skemmtanalífinu. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri og Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, kynntu nýja kynningarherferð helgaða málefninu á blaðamannafundi á Hótel Borg fyrr í dag. Herferðin hefur verið nokkurn tíma í undirbúningi og var ákveðið að hrinda henni af stað núna, þegar „djammið“ er að komast í fullan gang eftir Covid-takmarkanir. Hinir ýmsu forsvarsmenn skemmtanalífsins komu að undirbúningi herferðarinnar með stjórnvöldum. Ríkislögreglustjóri, dómsmálaráðherra og framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar við merktan strætisvagn sem notaður verður í herferðinni.Aðsend Fjöldi tilkynntra nauðgana dróst saman um 43% þegar samkomutakmarkanir voru sem strangastar Samkvæmt tölum RLS á meginþorri tilkynntra nauðgana til lögreglu sér stað um helgar, frá föstudegi til sunnudags og þá sér í lagi frá miðnætti til sex um morguninn. Árið 2020 voru samkomutakmarkanir í tengslum við Covid-19 sem strangastar og skemmtanalíf því í lágmarki. Þá fækkaði tilkynntum nauðgunum um 43% miðað við meðaltal áranna 2017-2019. Alls voru skráðar 114 nauðganir hjá lögreglunni það ár, en meðaltalið á fyrrnefndu árabili var 201. Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, hélt erindi á fundinum í dag. Tilkynntum nauðgunum fjölgaði síðan á ný í fyrra en slakað var á samkomutakmörkunum hluta af árinu 2021. Þá voru skráðar nauðganir alls 150 talsins sem nemur 32% fjölgun frá árinu áður. Breytingar á takmörkunum höfðu því greinileg áhrif á tíðni nauðgana. Verum vakandi og spyrjum: Er allt í góðu? Á grunni þessara upplýsinga ákvað dómsmálaráðherra, í samráði við starfshóp gegn kynbundnu ofbeldi, að efnt yrði til vitundarvakningar í samvinnu dómsmálaráðuneytis, ríkislögreglustjóra, Neyðarlínu, lögregluembættanna og fleiri ólíkra aðila sem koma að skemmtanalífi landsmanna. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, leiðir hópinn en í honum sitja jafnframt Guðfinnur Sigurvinsson, Hildur Sunna Pálmadóttir og Eygló Harðardóttir. Sigríður Björk fór yfir stöðuna á fundinum. Skilaboð herferðarinnar eru skýr og einföld til allra sem málinu tengjast: Verum vakandi – er allt í góðu? Í auglýsingum, sem beint verður að fólki á djamminu og í kringum það, er það hvatt til þess að vera vakandi og að kanna aðstæður óhikað með því að spyrja einfaldlega; Er allt í góðu? Ef svo reynist ekki vera á að hafa samband við 112 í síma, á vefnum eða í appinu. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra: „Ég hef lagt áherslu á að til að draga úr kynferðisbrotum þurfi að virkja allt samfélagið. Að öll verðum við að vera vakandi og ekki sé hægt að horfa framhjá ábyrgð okkar á að uppræta þetta mein í íslensku samfélagi. Reynsla okkar í gegnum heimsfaraldurinn sýnir að það þurfi ekki að vera eitthvað lögmál að nauðganir eða annað ofbeldi eigi sér stað. Við viljum öll aftur líf án sóttvarnartakmarkana en við viljum einnig líf án ofbeldis. Í þeim tilgangi förum við í þessa vitundarvakningu gegn kynferðisofbeldi.“ Kynferðisofbeldi Lögreglumál Næturlíf Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Almenningur er hvattur til að vera vakandi gegn ofbeldi og spyrja „Er allt í góðu?“,- ef ekki þá á að hafa samband við 112. Dómsmálaráðuneytið, ríkislögreglustjóri (RLS) og Neyðarlínan hafa hrundið af stað vitundarvakningu gegn kynferðisofbeldi og í fyrsta hluta hennar er sjónum beint að skemmtanalífinu. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri og Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, kynntu nýja kynningarherferð helgaða málefninu á blaðamannafundi á Hótel Borg fyrr í dag. Herferðin hefur verið nokkurn tíma í undirbúningi og var ákveðið að hrinda henni af stað núna, þegar „djammið“ er að komast í fullan gang eftir Covid-takmarkanir. Hinir ýmsu forsvarsmenn skemmtanalífsins komu að undirbúningi herferðarinnar með stjórnvöldum. Ríkislögreglustjóri, dómsmálaráðherra og framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar við merktan strætisvagn sem notaður verður í herferðinni.Aðsend Fjöldi tilkynntra nauðgana dróst saman um 43% þegar samkomutakmarkanir voru sem strangastar Samkvæmt tölum RLS á meginþorri tilkynntra nauðgana til lögreglu sér stað um helgar, frá föstudegi til sunnudags og þá sér í lagi frá miðnætti til sex um morguninn. Árið 2020 voru samkomutakmarkanir í tengslum við Covid-19 sem strangastar og skemmtanalíf því í lágmarki. Þá fækkaði tilkynntum nauðgunum um 43% miðað við meðaltal áranna 2017-2019. Alls voru skráðar 114 nauðganir hjá lögreglunni það ár, en meðaltalið á fyrrnefndu árabili var 201. Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, hélt erindi á fundinum í dag. Tilkynntum nauðgunum fjölgaði síðan á ný í fyrra en slakað var á samkomutakmörkunum hluta af árinu 2021. Þá voru skráðar nauðganir alls 150 talsins sem nemur 32% fjölgun frá árinu áður. Breytingar á takmörkunum höfðu því greinileg áhrif á tíðni nauðgana. Verum vakandi og spyrjum: Er allt í góðu? Á grunni þessara upplýsinga ákvað dómsmálaráðherra, í samráði við starfshóp gegn kynbundnu ofbeldi, að efnt yrði til vitundarvakningar í samvinnu dómsmálaráðuneytis, ríkislögreglustjóra, Neyðarlínu, lögregluembættanna og fleiri ólíkra aðila sem koma að skemmtanalífi landsmanna. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, leiðir hópinn en í honum sitja jafnframt Guðfinnur Sigurvinsson, Hildur Sunna Pálmadóttir og Eygló Harðardóttir. Sigríður Björk fór yfir stöðuna á fundinum. Skilaboð herferðarinnar eru skýr og einföld til allra sem málinu tengjast: Verum vakandi – er allt í góðu? Í auglýsingum, sem beint verður að fólki á djamminu og í kringum það, er það hvatt til þess að vera vakandi og að kanna aðstæður óhikað með því að spyrja einfaldlega; Er allt í góðu? Ef svo reynist ekki vera á að hafa samband við 112 í síma, á vefnum eða í appinu. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra: „Ég hef lagt áherslu á að til að draga úr kynferðisbrotum þurfi að virkja allt samfélagið. Að öll verðum við að vera vakandi og ekki sé hægt að horfa framhjá ábyrgð okkar á að uppræta þetta mein í íslensku samfélagi. Reynsla okkar í gegnum heimsfaraldurinn sýnir að það þurfi ekki að vera eitthvað lögmál að nauðganir eða annað ofbeldi eigi sér stað. Við viljum öll aftur líf án sóttvarnartakmarkana en við viljum einnig líf án ofbeldis. Í þeim tilgangi förum við í þessa vitundarvakningu gegn kynferðisofbeldi.“
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Næturlíf Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira