Ekki tímabært að slíta stjórnmálasambandi við Rússa Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. mars 2022 13:47 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Egill Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það ekki á dagskrá að svo stöddu að slíta stjórnmálasambandi við Rússa vegna innrásarinnar í Úkraínu þar sem slíkt væri síðasta úrræði. Hún telur að þær refsiaðgerðir sem kynntar hafi verið komi til með að setja þrýsting á rússnesk stjórnvöld og segir alþjóðasamfélagið samstíga í sinni afstöðu. Rússar réðust inn í Úkraínu aðfaranótt fimmtudags í síðustu viku og hafa mörg ríki heims fordæmt innrásina. Fjármálaráðherra sagði í samtali við fréttastofu síðastliðinn föstudag að það væri ekki útilokað að íslensk stjórnvöld myndu slíta stjórnmálasamstarfi við Rússa. Forsætisráðherra er þó á öðru máli. „Það liggur alveg fyrir af okkar hálfu, eins og allra nágrannaþjóða okkar, að það er ekki á dagskrá núna. Það er í raun og veru síðasta úrræðið sem er gripið til í svona málum og það er ekki orðið tímabært að ræða það,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Þá hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort kalla eigi sendiherra Íslands í Rússlandi heim en að sögn Katrínar myndi það ekki endilega fela í sér slit á stjórnmálasambandi. „Þeir hafa líka mikilvægu hlutverki að gegna, að koma til skila mjög skýrum skilaboðum íslenskra stjórnvalda svo dæmi sé tekið, þannig að það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það enn þá,“ segir Katrín. Tilbúin að taka á móti fólki þegar kallið kemur Vesturlöndin hafa tilkynnt um umfangsmiklar refsiaðgerðir gegn Rússlandi og segist Katrín vongóð um að þær aðgerðir beri árangur. Staðan úti sé þó slæm og segir hún skelfilegt að heimsbyggðin horfi upp á stríðsátök í Evrópu. „Það er algjörlega ljóst að alþjóðasamfélagið er mjög samstíga í sinni afstöðu gagnvart þessari innrás en auðvitað eins og alltaf í stríðsátökum þá eru fórnarlömbin óbreyttir borgarar, menn, konur og börn, sem falla nú í valinn,“ segir Katrín. Á innan við viku hafa fleiri en 500 þúsund manns þurft að flýja heimili sín í Úkraínu en óljóst er hversu margir munu í raun setjast að utan Úkraínu. Katrín vísar til þess að margir staldri við þegar þau eru komin yfir landamærin í von um að þau geti snúið aftur til síns heima þegar stríðsátökunum linnir. „Það eru auðvitað tilfinningar sem maður skilur mjög vel en við erum hins vegar fullkomlega reiðubúin til að taka á móti hópi fólks,“ segir Katrín. Flóttamannanefnd er nú búin að fara yfir málin og mun hún funda aftur á morgun en Katrín segir Ísland vera tilbúið þegar kallið kemur að taka á móti fólki. Við fylgjumst ítarlega með stöðu mála í Úkraínu í vaktinni hér á Vísi. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Diplómatar Sameinuðu þjóðanna snúa baki við Lavrov Diplómatar hjá Sameinuðu þjóðunum hafa margir neitað að hlusta á málflutning Sergei Lavrovs, utanríkisráðherra Rússlands, í dag. 1. mars 2022 13:36 Segir Rússa ekki ætla að breyta um stefnu vegna refsiaðgerða Refsiaðgerðir munu aldrei fá Rússa til að hætta innrás þeirra í Úkraínu. Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta, við blaðamenn í morgun. 1. mars 2022 11:24 Efnahagsþvinganir farnar að bíta hinn almenna Rússa Afleiðingar efnahagsþvingana sem ríki heimsins hafa sett á Rússa vegna innrásar rússneska hersins í Úkraínu eru farnar að bíta hinn almenna borgara í Rússlandi. 28. febrúar 2022 23:31 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Rússar réðust inn í Úkraínu aðfaranótt fimmtudags í síðustu viku og hafa mörg ríki heims fordæmt innrásina. Fjármálaráðherra sagði í samtali við fréttastofu síðastliðinn föstudag að það væri ekki útilokað að íslensk stjórnvöld myndu slíta stjórnmálasamstarfi við Rússa. Forsætisráðherra er þó á öðru máli. „Það liggur alveg fyrir af okkar hálfu, eins og allra nágrannaþjóða okkar, að það er ekki á dagskrá núna. Það er í raun og veru síðasta úrræðið sem er gripið til í svona málum og það er ekki orðið tímabært að ræða það,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Þá hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort kalla eigi sendiherra Íslands í Rússlandi heim en að sögn Katrínar myndi það ekki endilega fela í sér slit á stjórnmálasambandi. „Þeir hafa líka mikilvægu hlutverki að gegna, að koma til skila mjög skýrum skilaboðum íslenskra stjórnvalda svo dæmi sé tekið, þannig að það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það enn þá,“ segir Katrín. Tilbúin að taka á móti fólki þegar kallið kemur Vesturlöndin hafa tilkynnt um umfangsmiklar refsiaðgerðir gegn Rússlandi og segist Katrín vongóð um að þær aðgerðir beri árangur. Staðan úti sé þó slæm og segir hún skelfilegt að heimsbyggðin horfi upp á stríðsátök í Evrópu. „Það er algjörlega ljóst að alþjóðasamfélagið er mjög samstíga í sinni afstöðu gagnvart þessari innrás en auðvitað eins og alltaf í stríðsátökum þá eru fórnarlömbin óbreyttir borgarar, menn, konur og börn, sem falla nú í valinn,“ segir Katrín. Á innan við viku hafa fleiri en 500 þúsund manns þurft að flýja heimili sín í Úkraínu en óljóst er hversu margir munu í raun setjast að utan Úkraínu. Katrín vísar til þess að margir staldri við þegar þau eru komin yfir landamærin í von um að þau geti snúið aftur til síns heima þegar stríðsátökunum linnir. „Það eru auðvitað tilfinningar sem maður skilur mjög vel en við erum hins vegar fullkomlega reiðubúin til að taka á móti hópi fólks,“ segir Katrín. Flóttamannanefnd er nú búin að fara yfir málin og mun hún funda aftur á morgun en Katrín segir Ísland vera tilbúið þegar kallið kemur að taka á móti fólki. Við fylgjumst ítarlega með stöðu mála í Úkraínu í vaktinni hér á Vísi.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Diplómatar Sameinuðu þjóðanna snúa baki við Lavrov Diplómatar hjá Sameinuðu þjóðunum hafa margir neitað að hlusta á málflutning Sergei Lavrovs, utanríkisráðherra Rússlands, í dag. 1. mars 2022 13:36 Segir Rússa ekki ætla að breyta um stefnu vegna refsiaðgerða Refsiaðgerðir munu aldrei fá Rússa til að hætta innrás þeirra í Úkraínu. Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta, við blaðamenn í morgun. 1. mars 2022 11:24 Efnahagsþvinganir farnar að bíta hinn almenna Rússa Afleiðingar efnahagsþvingana sem ríki heimsins hafa sett á Rússa vegna innrásar rússneska hersins í Úkraínu eru farnar að bíta hinn almenna borgara í Rússlandi. 28. febrúar 2022 23:31 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Diplómatar Sameinuðu þjóðanna snúa baki við Lavrov Diplómatar hjá Sameinuðu þjóðunum hafa margir neitað að hlusta á málflutning Sergei Lavrovs, utanríkisráðherra Rússlands, í dag. 1. mars 2022 13:36
Segir Rússa ekki ætla að breyta um stefnu vegna refsiaðgerða Refsiaðgerðir munu aldrei fá Rússa til að hætta innrás þeirra í Úkraínu. Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta, við blaðamenn í morgun. 1. mars 2022 11:24
Efnahagsþvinganir farnar að bíta hinn almenna Rússa Afleiðingar efnahagsþvingana sem ríki heimsins hafa sett á Rússa vegna innrásar rússneska hersins í Úkraínu eru farnar að bíta hinn almenna borgara í Rússlandi. 28. febrúar 2022 23:31