Verkaði 2,5 tonn af saltkjöti sem fólk hámaði í sig Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. mars 2022 21:01 Sprengidagurinn er í dag og þá á maður að háma í sig saltkjöt og baunir. vísir Gestir Múlakaffis hámuðu í sig saltkjöt og baunir í tilefni sprengidags. Yfirkokkurinn verkaði tvö og álft tonn af saltkjöti og sögðu gestir vel þess virði að vakna á morgun með bjúg eftir saltneyslunna. Röð myndaðist fyrir utan Múlakaffi í hádeginu í dag enda sprengidagur og fólk vitlaust í saltkjöt og baunir. Er þess virði að bíða í röð eftir matnum? „Það held ég. Óðir í saltkjöt og baunir. Ég ætla að springa,“ sögðu Björn Áki og Lambi. Hvernig smakkast? „Þetta er alveg rosalega gott,“ sagði Sæmundur. „Ég kem árlega hingað og hef gert í fimm ár,“ sagði Ingibjörg Ásta Bjarnadóttir. Félagarnir voru gríðarlega ánægðir með matinn.stöð2 „Eins og hjá mömmu í gamla daga“ Besta saltkjötið í bænum? „Besta saltkjötið í bænum, klárlega,“ sagði Ingibjörg. „Þetta er algjörlega ómissandi. Fastur liður og þetta er bara eins og hjá mömmu í gamla daga. Það er bara þannig,“ sagði Þór. Það eru góð meðmæli? „Geggjuð meðmæli. Jói [Jóhann í Múlakaffi] kann þetta allt,“ sagði Þór sem var boðinn í annað saltkjötsboð eftir hádegi. „Ég fer í seinni umferðina þá. Þetta er einu sinni á ári og af hverju ekki að njóta þess. Þetta er sprengidagurinn,“ sagði Þór. Já og þá á maður að springa. Yfirkokkurinn hafði varla tíma til að líta upp úr pottunum enda brjálað að gera. Guðjón Harðarson, yfirkokkur á Múlakaffi eldaði tvo og hálft tonn af saltkjöti og segir að allur matur fari út.stöð2 Er þetta einn af stærstu dögum ársins? „Já þetta er annar af okkar stærri dögum á árinu. Svo eru það Þorláksmessan. Þetta eru okkar dagar,“ sagði Guðjón Harðarson, yfirkokkur á Múlakaffi. Hvað ertu að verka mikið af kjöti í dag? „Tvö og hálft tonn af saltkjöti.“ Fer þetta allt ofan í maga fólks? „Já það verður lítið eftir í kvöld.“ Í dag er búið að fara í gegnum þrjá svona potta eins og sjást á myndbandinu. Það er nóg eftir. Það er áætlað að magnið sem Múlakaffi framleiðir fari í magann á fjögur þúsund Íslendingum. Algjörlega þess virði að fá bjúg eftir daginn.stöð2 Hvernig er líðanin í kvöld þegar saltið leggst í æðarnar? „Það er aðallega bjúgurinn á morgnanna sem vinnur á móti þessu, en allt annað en það er bara eintóm unun. Allt þess virði,“ sagði Ingibjörg Ásta. Sprengidagur Matur Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Röð myndaðist fyrir utan Múlakaffi í hádeginu í dag enda sprengidagur og fólk vitlaust í saltkjöt og baunir. Er þess virði að bíða í röð eftir matnum? „Það held ég. Óðir í saltkjöt og baunir. Ég ætla að springa,“ sögðu Björn Áki og Lambi. Hvernig smakkast? „Þetta er alveg rosalega gott,“ sagði Sæmundur. „Ég kem árlega hingað og hef gert í fimm ár,“ sagði Ingibjörg Ásta Bjarnadóttir. Félagarnir voru gríðarlega ánægðir með matinn.stöð2 „Eins og hjá mömmu í gamla daga“ Besta saltkjötið í bænum? „Besta saltkjötið í bænum, klárlega,“ sagði Ingibjörg. „Þetta er algjörlega ómissandi. Fastur liður og þetta er bara eins og hjá mömmu í gamla daga. Það er bara þannig,“ sagði Þór. Það eru góð meðmæli? „Geggjuð meðmæli. Jói [Jóhann í Múlakaffi] kann þetta allt,“ sagði Þór sem var boðinn í annað saltkjötsboð eftir hádegi. „Ég fer í seinni umferðina þá. Þetta er einu sinni á ári og af hverju ekki að njóta þess. Þetta er sprengidagurinn,“ sagði Þór. Já og þá á maður að springa. Yfirkokkurinn hafði varla tíma til að líta upp úr pottunum enda brjálað að gera. Guðjón Harðarson, yfirkokkur á Múlakaffi eldaði tvo og hálft tonn af saltkjöti og segir að allur matur fari út.stöð2 Er þetta einn af stærstu dögum ársins? „Já þetta er annar af okkar stærri dögum á árinu. Svo eru það Þorláksmessan. Þetta eru okkar dagar,“ sagði Guðjón Harðarson, yfirkokkur á Múlakaffi. Hvað ertu að verka mikið af kjöti í dag? „Tvö og hálft tonn af saltkjöti.“ Fer þetta allt ofan í maga fólks? „Já það verður lítið eftir í kvöld.“ Í dag er búið að fara í gegnum þrjá svona potta eins og sjást á myndbandinu. Það er nóg eftir. Það er áætlað að magnið sem Múlakaffi framleiðir fari í magann á fjögur þúsund Íslendingum. Algjörlega þess virði að fá bjúg eftir daginn.stöð2 Hvernig er líðanin í kvöld þegar saltið leggst í æðarnar? „Það er aðallega bjúgurinn á morgnanna sem vinnur á móti þessu, en allt annað en það er bara eintóm unun. Allt þess virði,“ sagði Ingibjörg Ásta.
Sprengidagur Matur Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira