Í dómi kemur fram að gistiheimilið hafið verið með frjálsa ábyrgðartryggingu í gildi hjá Sjóvá þegar slysið varð. Stefnandi hafði nýlokið við þrif á efri hæð gistiheimilisins og ætlað að fara niður stiga á fyrstu hæð hússins þegar hann rak fót í járnlista sem komið hafði verið fyrir á samskeytum efsta þreps stigans og gólfsins. Hann datt þá fram fyrir sig og niður stigann.
Við fallið náði maðurinn að bera hendurnar fyrir sig en þá orðið fyrir líkamstjóni á hægri hendi. Hann hafi leitað á sjúkrahús þar sem staðfest var að hann hafi úlnliðsbrotnað.
Tryggingafélagið hafnaði greiðslu bóta þar sem vísað var í greinagerð eiganda gistiheimilisins þar sem kom fram að slysið hafi viljað þannig til að maðurinn hafi gengið aftur á bak að stiganum. Hann hafi ekki gætt að því hve langt hann hafi verið kominn og fallið aftur fyrir sig niður stigann.
Málið hafði áður ratað til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum, en í áliti nefndarinnar kom fram að stefnandi hafi ekki sýnt fram á að aðstæður á vinnustaðnum hafi á einhvern hvern hátt verið óforsvaranlegar og leitt til slyssins. Því hafi hann ekki átt rétt á bótum. Í kjölfarið var leitaði maðurinn til dómstóla.
Fram kemur í dómi að maðurinn hafði unnið á staðnum í átta mánuði þegar slysið varð. Eftir þrif á umræddum gólffleti um átta mánaða skeið, hafi maðurinn átt að þekkja vel til allra aðstæðna við stiganefið.
Er það niðurstaða dómsins að ekki hafi tekist að sýna fram á að orsök slyssins sé hægt að rekja til vanbúnaðar húsnæðisins eða hættulegra aðstæðna á vinnustað mannsins. „Slysið verður að teljast óhappatilvik og því ber að sýkna stefnda af kröfu stefnanda um viðurkenningu á skaðabótaskyldu vátryggingartaka úr ábyrgðartryggingu hans hjá stefnda,“ segir í dómnum.
Maðurinn hlaut gjafsókn og greiðist kostnaður úr ríkissjóði.