Evrópusambandið boðar hertar refsiaðgerðir gegn Hvíta-Rússlandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. mars 2022 10:16 Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands. AP/Sergei Shelega Evrópusambandið hefur samþykkt að beita Hvítrússa hertum refsiaðgerðum vegna hlutverks þeirra í innrás Rússa í Úkraínu. Þegar eru í gildi fjöldi þvingana á landið vegna mannréttindabrota sem stjórnvöld hafa framið gegn andstæðingum sínum undanfarin tæp tvö ár. Nýju viðskiptaþvinganirnar munu beinast gegn einstaklingum sem spila hlutverk í innrás Rússa frá Hvíta-Rússlandi, gegn ákveðnum sviðum fjármálalífsins og þá sérstaklega stál-, timbur- og kalíniðnaðnum. Markmið nýju aðgerðannna er að stöðva enn frekar útflutning Hvíta-Rússlands til Evrópusambandsins. Eins og áður segir bætast aðgerðirnar ofan á þær sem þegar eru í gildi vegna mannréttindabrota yfirvalda gegn stjórnarandstæðingum. Mikil mótmæli voru í Hvíta-Rússlandi í kjölfar forsetakosninga sem fór þar fram sumarið 2020. Alexander Lúkasjenka bar þar sigur úr bítum og hefur nú verið forseti landsins í 28 ár. Margir efuðust þó réttmæti niðurstöðunnar og réðust út á götur til að mótmæla. Við tóku fjöldahandtökur, landflótti stjórnarandstæðinga og mannréttindabrot af hálfu yfirvalda. Sjá meira: Fjöldahandtökur, ofbeldi og landflótti Rússneskar hersveitir hafa undanfarna mánuði haldið til í Hvíta-Rússlandi og verið þar með viðveru við landamærin. Lúkasjenka og Vladimír Pútín Rússlandsforseti eru enda nánir vinir og kollegar. Hluti af innrásarher Rússa réðist til dæmis inn í Úkraínu frá Hvíta-Rússlandi og þaðan hefur eldflaugum og flugskeytum verið skotið. Lúkasjenka gaf það út í gær að hann hyggðist ekki taka þátt í stríði Rússa með beinum hætti. Hann virtist þó á öryggisráðsfundi í gær, sem var sjónvarpað, vera að kynna fyrir herforingjum sínum innrásarleiðir í Úkraínu ef marka má kortið sem hann var að sýna. At today's security council meeting, Lukashenko showed what looks like an actual invasion map. It shows Ukraine military facilities destroyed by missiles from Belarus, attacks directions (everything agrees except Odessa-Transnistria). Also, Ukraine is divided into 4 sectors. pic.twitter.com/ueqBIFUbyM— Tadeusz Giczan 🇺🇦 (@TadeuszGiczan) March 1, 2022 Innrás Rússa í Úkraínu Hvíta-Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Segir Rússa ekki ætla að breyta um stefnu vegna refsiaðgerða Refsiaðgerðir munu aldrei fá Rússa til að hætta innrás þeirra í Úkraínu. Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta, við blaðamenn í morgun. 1. mars 2022 11:24 Selenskí sækir formlega um aðild að Evrópusambandinu Forseti Úkraínu hefur skrifað undir formlega umsókn í Evópusambandið en hann kallaði eftir aðild í ávarpi sínu til þjóðarinnar í nótt. Friðaviðræðum Rússa og Úkraínumanna í Hvíta-Rússlandi í dag lauk án niðurstöðu. 28. febrúar 2022 16:27 Biðja Abramovich um hjálp í friðarviðræðum við Pútín Úkraínsk yfirvöld hafa leitað til rússneska milljarðarmæringsins Roman Abramovich, sem er eigandi fótboltaliðsins Chelsea, og óskað eftir aðstoð hans í yfirstandandi friðarviðræðum Úkraínumanna við Rússa, að sögn talsmanns Abramovich. 28. febrúar 2022 14:00 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Nýju viðskiptaþvinganirnar munu beinast gegn einstaklingum sem spila hlutverk í innrás Rússa frá Hvíta-Rússlandi, gegn ákveðnum sviðum fjármálalífsins og þá sérstaklega stál-, timbur- og kalíniðnaðnum. Markmið nýju aðgerðannna er að stöðva enn frekar útflutning Hvíta-Rússlands til Evrópusambandsins. Eins og áður segir bætast aðgerðirnar ofan á þær sem þegar eru í gildi vegna mannréttindabrota yfirvalda gegn stjórnarandstæðingum. Mikil mótmæli voru í Hvíta-Rússlandi í kjölfar forsetakosninga sem fór þar fram sumarið 2020. Alexander Lúkasjenka bar þar sigur úr bítum og hefur nú verið forseti landsins í 28 ár. Margir efuðust þó réttmæti niðurstöðunnar og réðust út á götur til að mótmæla. Við tóku fjöldahandtökur, landflótti stjórnarandstæðinga og mannréttindabrot af hálfu yfirvalda. Sjá meira: Fjöldahandtökur, ofbeldi og landflótti Rússneskar hersveitir hafa undanfarna mánuði haldið til í Hvíta-Rússlandi og verið þar með viðveru við landamærin. Lúkasjenka og Vladimír Pútín Rússlandsforseti eru enda nánir vinir og kollegar. Hluti af innrásarher Rússa réðist til dæmis inn í Úkraínu frá Hvíta-Rússlandi og þaðan hefur eldflaugum og flugskeytum verið skotið. Lúkasjenka gaf það út í gær að hann hyggðist ekki taka þátt í stríði Rússa með beinum hætti. Hann virtist þó á öryggisráðsfundi í gær, sem var sjónvarpað, vera að kynna fyrir herforingjum sínum innrásarleiðir í Úkraínu ef marka má kortið sem hann var að sýna. At today's security council meeting, Lukashenko showed what looks like an actual invasion map. It shows Ukraine military facilities destroyed by missiles from Belarus, attacks directions (everything agrees except Odessa-Transnistria). Also, Ukraine is divided into 4 sectors. pic.twitter.com/ueqBIFUbyM— Tadeusz Giczan 🇺🇦 (@TadeuszGiczan) March 1, 2022
Innrás Rússa í Úkraínu Hvíta-Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Segir Rússa ekki ætla að breyta um stefnu vegna refsiaðgerða Refsiaðgerðir munu aldrei fá Rússa til að hætta innrás þeirra í Úkraínu. Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta, við blaðamenn í morgun. 1. mars 2022 11:24 Selenskí sækir formlega um aðild að Evrópusambandinu Forseti Úkraínu hefur skrifað undir formlega umsókn í Evópusambandið en hann kallaði eftir aðild í ávarpi sínu til þjóðarinnar í nótt. Friðaviðræðum Rússa og Úkraínumanna í Hvíta-Rússlandi í dag lauk án niðurstöðu. 28. febrúar 2022 16:27 Biðja Abramovich um hjálp í friðarviðræðum við Pútín Úkraínsk yfirvöld hafa leitað til rússneska milljarðarmæringsins Roman Abramovich, sem er eigandi fótboltaliðsins Chelsea, og óskað eftir aðstoð hans í yfirstandandi friðarviðræðum Úkraínumanna við Rússa, að sögn talsmanns Abramovich. 28. febrúar 2022 14:00 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Segir Rússa ekki ætla að breyta um stefnu vegna refsiaðgerða Refsiaðgerðir munu aldrei fá Rússa til að hætta innrás þeirra í Úkraínu. Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta, við blaðamenn í morgun. 1. mars 2022 11:24
Selenskí sækir formlega um aðild að Evrópusambandinu Forseti Úkraínu hefur skrifað undir formlega umsókn í Evópusambandið en hann kallaði eftir aðild í ávarpi sínu til þjóðarinnar í nótt. Friðaviðræðum Rússa og Úkraínumanna í Hvíta-Rússlandi í dag lauk án niðurstöðu. 28. febrúar 2022 16:27
Biðja Abramovich um hjálp í friðarviðræðum við Pútín Úkraínsk yfirvöld hafa leitað til rússneska milljarðarmæringsins Roman Abramovich, sem er eigandi fótboltaliðsins Chelsea, og óskað eftir aðstoð hans í yfirstandandi friðarviðræðum Úkraínumanna við Rússa, að sögn talsmanns Abramovich. 28. febrúar 2022 14:00