Þakklát fyrir tillögu um Kænugarðsstræti Heimir Már Pétursson skrifar 2. mars 2022 20:01 Viktoría Vasilynka Alfreðsdóttir fæddist í vesturhluta Úkraínu og bjó þar til ellefu ára aldurs. Hún segir það vera mikilvæg skilaboð ef gatan þar sem Rússneska sendiráðið í Reykjavík er yrði nefnd Kænugarðsstræti. Stöð 2/Egill Kona af úkraínskum ættum sem býr í Garðastræti í Reykjavík er snortin yfir þeirri hugmynd oddvita Sjálfstæðisflokksins að breyta nafni götunnar í Kænugarðsstræti. Það fæli í sér mikilvæga stuðningsyfirlýsingu við þjóð hennar. Götunöfnum hér og þar hefur verið breytt í pólitískum tilgangi eins og í Budapest í Ungverjalandi í fyrra. Þá tóku borgaryfirvöld upp á því að nefna götur í kringum stórt landsvæði í borginni þar sem Kínverjar hugðust byggja stóran háskólakampus í "Hong Kong frelsisstræti" og "Dalai Lama stræti." Það er því ekki einstakt í heiminum að götunöfnum sé breytt þjóðum til heiðurs eða stuðnings. Nú hefur Eyþór Arnalds leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík lagt til að nafni Garðastrætis, þar sem rússneska sendiráðið er, verði breytt úr Garðastræti í Kænugarðsstræti. Eyþór Arnalds segir við hæfi að Reykvíkingar styðji sjálfstæðisbaráttu Úkraínumanna með þeim táknræna hætti að breyta nafninu á Garðastræti í Kænugarðsstræti.Sröð 2/Egill „Nú er sótt að Kænugarði. Við höfum þessi tengsl við Kænugarð og Úkraínu frá fornu. Það er viðeigandi að sýna móralskan stuðning með því að nefna kennileiti borgarinnar eftir þessari fornu borg,“ segir Eyþór. Viktoría Vasilynka Alfreðsdóttir er fædd og uppalin í vesturhluta Úkraínu en hefur búið á Íslandi frá ellefu ára aldri og býr nú við Garðastræti. Henni finnst þetta frábær tillaga. „Þegar ég frétti af þessari tillögu þá snertir hún mig mjög mikið. Ég er virkilega ánægð með tillöguna og vona að hún fái að ganga í gegn." Þér finnst hún vera að senda rétt skilaboð? „ Já svo sannarlega. Kænugarður er íslenskt orð frá því víkingar frá Skandinavíu fóru til Kiev. Þannig að mér finnst þetta frábær tenging milli Íslands og Úkraínu,“ segir Viktoría. Afgreiðslu tillögunnar var frestað í skipulagsráði borgarinnar í morgun. Eyþór minnir á að Eystrasaltsríkin hafi til að mynda heiðrað Íslendinga með Íslands-, Reykjavíkurstrætum og torgum. „Þar voru Eystrasaltsríkin að þakka fyrir sig. Við vorum fyrst til að viðurkenna þau þegar Eystrasaltsríkin brutust til sjálfstæðis. Núna er sótt að sjálfstæði Úkraínu og mér finnst sjálfsagt að við styðjum við bakið á fólkinu þar,“ segir Eyþór. Viktoría segist eiga fjölda skyldmenna, vina og bekkjarfélaga sem nú væri verið að senda í stríð eins og alla karlmenn frá 18 til 60 ára. „Þótt það séu fjölskyldur sem vilja flýja þá eru þær aðskildar. Þannig að konur og börn geta farið yfir landamærin en karlmenn verða að vera eftir. Það er líka voðalega erfitt og ég þekki margar fjölskyldur, vinafjölskyldur mínar, sem vilja ekki yfirgefa Úkraínnu af þessum ástæðum,“ segir Viktoría Vasilynka Alfreðsdóttir. Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Rússland Skipulag Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Vill breyta Garðastræti í Kænugarðsstræti Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun í dag leggja fram tillögu í skipulagsráði borgarinnar þess efnis að nafnanefnd verði falið að breyta heiti Garðastrætis í Kænugarðsstræti. 2. mars 2022 08:39 Rússneskir fjölmiðlar fjalla um „árás“ á sendiráðið í Reykjavík Rússneskir fjölmiðlar hafa það eftir Míkhaíl Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi, að ráðist hafi verið á sendiráð Rússlands í Reykjavík. Lögregla staðfestir að afskipti hafi verið höfð af einstaklingi við sendiráðið í gær, en skráði ekkert um ofbeldi eða skemmdarverk í kerfi sitt. 28. febrúar 2022 20:53 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Sjá meira
Götunöfnum hér og þar hefur verið breytt í pólitískum tilgangi eins og í Budapest í Ungverjalandi í fyrra. Þá tóku borgaryfirvöld upp á því að nefna götur í kringum stórt landsvæði í borginni þar sem Kínverjar hugðust byggja stóran háskólakampus í "Hong Kong frelsisstræti" og "Dalai Lama stræti." Það er því ekki einstakt í heiminum að götunöfnum sé breytt þjóðum til heiðurs eða stuðnings. Nú hefur Eyþór Arnalds leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík lagt til að nafni Garðastrætis, þar sem rússneska sendiráðið er, verði breytt úr Garðastræti í Kænugarðsstræti. Eyþór Arnalds segir við hæfi að Reykvíkingar styðji sjálfstæðisbaráttu Úkraínumanna með þeim táknræna hætti að breyta nafninu á Garðastræti í Kænugarðsstræti.Sröð 2/Egill „Nú er sótt að Kænugarði. Við höfum þessi tengsl við Kænugarð og Úkraínu frá fornu. Það er viðeigandi að sýna móralskan stuðning með því að nefna kennileiti borgarinnar eftir þessari fornu borg,“ segir Eyþór. Viktoría Vasilynka Alfreðsdóttir er fædd og uppalin í vesturhluta Úkraínu en hefur búið á Íslandi frá ellefu ára aldri og býr nú við Garðastræti. Henni finnst þetta frábær tillaga. „Þegar ég frétti af þessari tillögu þá snertir hún mig mjög mikið. Ég er virkilega ánægð með tillöguna og vona að hún fái að ganga í gegn." Þér finnst hún vera að senda rétt skilaboð? „ Já svo sannarlega. Kænugarður er íslenskt orð frá því víkingar frá Skandinavíu fóru til Kiev. Þannig að mér finnst þetta frábær tenging milli Íslands og Úkraínu,“ segir Viktoría. Afgreiðslu tillögunnar var frestað í skipulagsráði borgarinnar í morgun. Eyþór minnir á að Eystrasaltsríkin hafi til að mynda heiðrað Íslendinga með Íslands-, Reykjavíkurstrætum og torgum. „Þar voru Eystrasaltsríkin að þakka fyrir sig. Við vorum fyrst til að viðurkenna þau þegar Eystrasaltsríkin brutust til sjálfstæðis. Núna er sótt að sjálfstæði Úkraínu og mér finnst sjálfsagt að við styðjum við bakið á fólkinu þar,“ segir Eyþór. Viktoría segist eiga fjölda skyldmenna, vina og bekkjarfélaga sem nú væri verið að senda í stríð eins og alla karlmenn frá 18 til 60 ára. „Þótt það séu fjölskyldur sem vilja flýja þá eru þær aðskildar. Þannig að konur og börn geta farið yfir landamærin en karlmenn verða að vera eftir. Það er líka voðalega erfitt og ég þekki margar fjölskyldur, vinafjölskyldur mínar, sem vilja ekki yfirgefa Úkraínnu af þessum ástæðum,“ segir Viktoría Vasilynka Alfreðsdóttir.
Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Rússland Skipulag Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Vill breyta Garðastræti í Kænugarðsstræti Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun í dag leggja fram tillögu í skipulagsráði borgarinnar þess efnis að nafnanefnd verði falið að breyta heiti Garðastrætis í Kænugarðsstræti. 2. mars 2022 08:39 Rússneskir fjölmiðlar fjalla um „árás“ á sendiráðið í Reykjavík Rússneskir fjölmiðlar hafa það eftir Míkhaíl Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi, að ráðist hafi verið á sendiráð Rússlands í Reykjavík. Lögregla staðfestir að afskipti hafi verið höfð af einstaklingi við sendiráðið í gær, en skráði ekkert um ofbeldi eða skemmdarverk í kerfi sitt. 28. febrúar 2022 20:53 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Sjá meira
Vill breyta Garðastræti í Kænugarðsstræti Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun í dag leggja fram tillögu í skipulagsráði borgarinnar þess efnis að nafnanefnd verði falið að breyta heiti Garðastrætis í Kænugarðsstræti. 2. mars 2022 08:39
Rússneskir fjölmiðlar fjalla um „árás“ á sendiráðið í Reykjavík Rússneskir fjölmiðlar hafa það eftir Míkhaíl Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi, að ráðist hafi verið á sendiráð Rússlands í Reykjavík. Lögregla staðfestir að afskipti hafi verið höfð af einstaklingi við sendiráðið í gær, en skráði ekkert um ofbeldi eða skemmdarverk í kerfi sitt. 28. febrúar 2022 20:53