Húsið hristist eftir öflugar sprengingar í miðborg Kænugarðs Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. mars 2022 20:47 Óskar Hallgrímsson er búsettur í Kænugarði. Stöð 2 Óskar Hallgrímsson, íslenskur ljósmyndari sem búsettur er í Kænugarði, segir að borgin minni á draugaborg. Fregnir af gríðarlangri hergagnalest Rússa sem sögð er stefna í átt að borginni vekur ugg. Óskar ræddi við Eddu Andrésardóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hann fór yfir stöðuna í Kænugarði þessa stundina. „Staðan er nú bara þannig að borgin er eins og draugaborg. Hún er hálftóm og fólk er aðallega inni hjá sér. Það er nú þannig. Eða í byrgjum því að fólk þorir ekki mikið að fara út,“ sagði Óskar. Stuttu eftir að hann ræddi við Eddu varð Óskar varð við tvær öflugar sprengingar sem fregnir herma að hafi verið við lestarstöðina í Kænugarði. Segir hann að þessar sprengingar hafi verið þær öflugustu sem hann hafi orðið var við þessa, hús hans og eiginkonu hans hristist meðal annars. Hann upplifir sig þó tiltölulega öruggan í borginni og er ekki á förum. „Við tókum ákvörðun um það snemma ég og konan mín að taka þessar áhyggjur og þennan ótta og bara ýta því til hliðar og nýta það bara í eitthvað annað. Við upplifum okkur örugg á þeim stað þar sem við búum í borginu. Það er nú bara þannig og ég held að það sé sniðugra en að vera á vergangi þarna einhvers staðar þarna fyrir vestan,“ sagði Óskar. Langar raðir voru við apótek í Kænugarði í dag. Óskar segir að reglur um lyfseðla hafi verið afnumdar þar sem fólk sæki nú lyf fyrir ættingja, vini og nágranna.Óskar Hallgrímsson Fregnir hafa borist að gríðarlangri hergagnalest Rússa sem sögð er stefna í átt að Kænugarði. Lestin hefur reyndar færst lítið að undanförnu og hefur verið sagt frá því að hermennina skorti vistir. Óskar segir að hergagnalestin veki ugg á meðal borgara. „Þetta vekur ugg en er samt ekkert það hræðilegt af því bara hún er bensínlaus. Hún er stopp, þeir eru ekki með vistir. Þeir eru að brjótast inn í byggingar til að ná sér í mat,“ sagði Óskar. „Borgin sjálf er vel varin en auðvitað vekur þetta ugg og maður er hálfskelkaður við þessar fregnir.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Vaktin: Ekkert lát á árásum Rússa á Kharkív, Kherson og Mariupol Vika er liðin frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan. 2. mars 2022 06:49 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Óskar ræddi við Eddu Andrésardóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hann fór yfir stöðuna í Kænugarði þessa stundina. „Staðan er nú bara þannig að borgin er eins og draugaborg. Hún er hálftóm og fólk er aðallega inni hjá sér. Það er nú þannig. Eða í byrgjum því að fólk þorir ekki mikið að fara út,“ sagði Óskar. Stuttu eftir að hann ræddi við Eddu varð Óskar varð við tvær öflugar sprengingar sem fregnir herma að hafi verið við lestarstöðina í Kænugarði. Segir hann að þessar sprengingar hafi verið þær öflugustu sem hann hafi orðið var við þessa, hús hans og eiginkonu hans hristist meðal annars. Hann upplifir sig þó tiltölulega öruggan í borginni og er ekki á förum. „Við tókum ákvörðun um það snemma ég og konan mín að taka þessar áhyggjur og þennan ótta og bara ýta því til hliðar og nýta það bara í eitthvað annað. Við upplifum okkur örugg á þeim stað þar sem við búum í borginu. Það er nú bara þannig og ég held að það sé sniðugra en að vera á vergangi þarna einhvers staðar þarna fyrir vestan,“ sagði Óskar. Langar raðir voru við apótek í Kænugarði í dag. Óskar segir að reglur um lyfseðla hafi verið afnumdar þar sem fólk sæki nú lyf fyrir ættingja, vini og nágranna.Óskar Hallgrímsson Fregnir hafa borist að gríðarlangri hergagnalest Rússa sem sögð er stefna í átt að Kænugarði. Lestin hefur reyndar færst lítið að undanförnu og hefur verið sagt frá því að hermennina skorti vistir. Óskar segir að hergagnalestin veki ugg á meðal borgara. „Þetta vekur ugg en er samt ekkert það hræðilegt af því bara hún er bensínlaus. Hún er stopp, þeir eru ekki með vistir. Þeir eru að brjótast inn í byggingar til að ná sér í mat,“ sagði Óskar. „Borgin sjálf er vel varin en auðvitað vekur þetta ugg og maður er hálfskelkaður við þessar fregnir.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Vaktin: Ekkert lát á árásum Rússa á Kharkív, Kherson og Mariupol Vika er liðin frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan. 2. mars 2022 06:49 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Vaktin: Ekkert lát á árásum Rússa á Kharkív, Kherson og Mariupol Vika er liðin frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan. 2. mars 2022 06:49