Áslaug Arna braut lög með ráðningu Ásdísar Höllu Eiður Þór Árnason skrifar 4. mars 2022 12:56 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Ásdís Halla Bragadóttir. Samsett Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, var óheimilt að setja Ásdísi Höllu Bragadóttur sem ráðuneytisstjóra til þriggja mánaða án auglýsingar. Þetta er niðurstaða Umboðsmanns Alþingis sem segir að ráðningin hafi farið gegn ákvæðum laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Tilkynnt var í byrjun desember að Ásdís Halla hafi verið ráðin verkefnastjóri við undirbúning nýs vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis. Í lok janúar var svo tilkynnt að hún yrði tímabundið sett ráðuneytisstjóri. Undantekningar eigi ekki við Það er álit umboðsmanns að við stofnun nýja ráðuneytisins hefði orðið til nýtt embætti. Ekki yrði séð að lögbundnar undantekningar frá því að auglýsa það laust til umsóknar, og setja tímabundið í embættið á þeim grundvelli sem ráðuneytið byggði á, ættu við um þá stöðu sem var uppi. Því félli embættið undir lögbundna auglýsingaskyldu. Þetta er niðurstaða frumkvæðisathugunar Umboðsmanns Alþingis en tildrög hennar eru sögð vera tilkynning á vef Stjórnarráðsins þar sem greint var frá setningu Ásdísar Höllu í embætti ráðuneytisstjóra. Af hálfu ráðuneytisins var meðal annars byggt á því að ekki hafi verið hægt að auglýsa umrætt embætti fyrr en eftir birtingu forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta sem væri formlegur grundvöllur ráðuneytisins og hins nýja embættis. Þær aðstæður hafi réttlætt tímabundna setningu í embætti ráðuneytisstjóra án auglýsingar. Umboðsmaður Alþingis tekur ekki undir þetta. Áréttar mikilvægi þess að stjórnvöld fylgi lagareglum „Þegar fyrirætlun stjórnvalda um að koma hinu nýja ráðuneyti á fót hafi legið fyrir hefði ráðherra borið að grípa til viðeigandi ráðstafana til að tryggja starfsemi þess við stofnun. Ef ekki hefði verið nægur tími til að auglýsa embættið og ljúka skipunarferli áður en ráðuneytið tæki formlega til starfa hefðu verið færar leiðir að lögum til bráðabirgðaráðstafana,“ segir í áliti umboðsmanns. „Ólögfest sjónarmið um skyldur stjórnvalda til tafarlausra viðbragða við þessar aðstæður gætu ekki réttlætt ákvörðun ráðherra um tímabundna setningu ráðuneytisstjóra án auglýsingar með vísan til þeirra sjónarmiða sem ráðuneytið byggði á.“ Umboðsmaður áréttar mikilvægi þess að stjórnvöld fylgi þeim lagareglum sem gilda um veitingu opinberra starfa og embætta og virði þau markmið sem þeim er ætlað að þjóna. Það eigi ekki síst við um ráðuneyti sem fari með æðstu stjórn framkvæmdavaldsins. Umboðsmaður telur ólíklegt að dómstólar myndu meta setningu ráðuneytisstjórans ógilda. Embættið hafi nú verið auglýst en umboðsmaður mælist til þess að ráðuneytið taki framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem fram koma í álitinu. Alls bárust átta umsóknir um embætti ráðuneytisstjóra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins sem auglýst var 3. febrúar síðastliðinn en umsóknarfrestur rann út 28. febrúar. Meðal umsækjenda er Ásdís Halla Bragadóttir. Vistaskipti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Tengdar fréttir Þau sóttu um stöðu ráðuneytisstjóra í nýju ráðuneyti Áslaugar Örnu Alls bárust átta umsóknir um embætti ráðuneytisstjóra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins sem auglýst var 3. febrúar síðastliðinn en umsóknarfrestur rann út 28. febrúar. 3. mars 2022 10:11 Svarar umboðsmanni um setningu ráðuneytisstjóra Setning Ásdísar Höllu Bragadóttur í embætti ráðuneytisstjóra í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu var heimil samkvæmt lögum, eftir því sem fram kemur í tilkynningu á vef ráðuneytisins. 3. febrúar 2022 21:34 Umbi vill svör um skipan tveggja ráðuneytisstjóra Umboðsmaður Alþingis hefur sent erindi á tvö ráðuneyti þar sem hann vill fá skýringar á skipan og setningu tveggja ráðuneytisstjóra í síðasta mánuði. 1. febrúar 2022 16:45 Gegnir embætti ráðuneytisstjóra næstu þrjá mánuðina Ásdís Halla Bragadóttir hefur verið skipuð ráðuneytisstjóri háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðuneytisins, tímabundið til þriggja mánaða á meðan auglýst er efir ráðuneytisstjóra fyrir hið nýja ráðuneyti. 31. janúar 2022 18:02 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Fleiri fréttir Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Sjá meira
Þetta er niðurstaða Umboðsmanns Alþingis sem segir að ráðningin hafi farið gegn ákvæðum laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Tilkynnt var í byrjun desember að Ásdís Halla hafi verið ráðin verkefnastjóri við undirbúning nýs vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis. Í lok janúar var svo tilkynnt að hún yrði tímabundið sett ráðuneytisstjóri. Undantekningar eigi ekki við Það er álit umboðsmanns að við stofnun nýja ráðuneytisins hefði orðið til nýtt embætti. Ekki yrði séð að lögbundnar undantekningar frá því að auglýsa það laust til umsóknar, og setja tímabundið í embættið á þeim grundvelli sem ráðuneytið byggði á, ættu við um þá stöðu sem var uppi. Því félli embættið undir lögbundna auglýsingaskyldu. Þetta er niðurstaða frumkvæðisathugunar Umboðsmanns Alþingis en tildrög hennar eru sögð vera tilkynning á vef Stjórnarráðsins þar sem greint var frá setningu Ásdísar Höllu í embætti ráðuneytisstjóra. Af hálfu ráðuneytisins var meðal annars byggt á því að ekki hafi verið hægt að auglýsa umrætt embætti fyrr en eftir birtingu forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta sem væri formlegur grundvöllur ráðuneytisins og hins nýja embættis. Þær aðstæður hafi réttlætt tímabundna setningu í embætti ráðuneytisstjóra án auglýsingar. Umboðsmaður Alþingis tekur ekki undir þetta. Áréttar mikilvægi þess að stjórnvöld fylgi lagareglum „Þegar fyrirætlun stjórnvalda um að koma hinu nýja ráðuneyti á fót hafi legið fyrir hefði ráðherra borið að grípa til viðeigandi ráðstafana til að tryggja starfsemi þess við stofnun. Ef ekki hefði verið nægur tími til að auglýsa embættið og ljúka skipunarferli áður en ráðuneytið tæki formlega til starfa hefðu verið færar leiðir að lögum til bráðabirgðaráðstafana,“ segir í áliti umboðsmanns. „Ólögfest sjónarmið um skyldur stjórnvalda til tafarlausra viðbragða við þessar aðstæður gætu ekki réttlætt ákvörðun ráðherra um tímabundna setningu ráðuneytisstjóra án auglýsingar með vísan til þeirra sjónarmiða sem ráðuneytið byggði á.“ Umboðsmaður áréttar mikilvægi þess að stjórnvöld fylgi þeim lagareglum sem gilda um veitingu opinberra starfa og embætta og virði þau markmið sem þeim er ætlað að þjóna. Það eigi ekki síst við um ráðuneyti sem fari með æðstu stjórn framkvæmdavaldsins. Umboðsmaður telur ólíklegt að dómstólar myndu meta setningu ráðuneytisstjórans ógilda. Embættið hafi nú verið auglýst en umboðsmaður mælist til þess að ráðuneytið taki framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem fram koma í álitinu. Alls bárust átta umsóknir um embætti ráðuneytisstjóra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins sem auglýst var 3. febrúar síðastliðinn en umsóknarfrestur rann út 28. febrúar. Meðal umsækjenda er Ásdís Halla Bragadóttir.
Vistaskipti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Tengdar fréttir Þau sóttu um stöðu ráðuneytisstjóra í nýju ráðuneyti Áslaugar Örnu Alls bárust átta umsóknir um embætti ráðuneytisstjóra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins sem auglýst var 3. febrúar síðastliðinn en umsóknarfrestur rann út 28. febrúar. 3. mars 2022 10:11 Svarar umboðsmanni um setningu ráðuneytisstjóra Setning Ásdísar Höllu Bragadóttur í embætti ráðuneytisstjóra í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu var heimil samkvæmt lögum, eftir því sem fram kemur í tilkynningu á vef ráðuneytisins. 3. febrúar 2022 21:34 Umbi vill svör um skipan tveggja ráðuneytisstjóra Umboðsmaður Alþingis hefur sent erindi á tvö ráðuneyti þar sem hann vill fá skýringar á skipan og setningu tveggja ráðuneytisstjóra í síðasta mánuði. 1. febrúar 2022 16:45 Gegnir embætti ráðuneytisstjóra næstu þrjá mánuðina Ásdís Halla Bragadóttir hefur verið skipuð ráðuneytisstjóri háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðuneytisins, tímabundið til þriggja mánaða á meðan auglýst er efir ráðuneytisstjóra fyrir hið nýja ráðuneyti. 31. janúar 2022 18:02 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Fleiri fréttir Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Sjá meira
Þau sóttu um stöðu ráðuneytisstjóra í nýju ráðuneyti Áslaugar Örnu Alls bárust átta umsóknir um embætti ráðuneytisstjóra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins sem auglýst var 3. febrúar síðastliðinn en umsóknarfrestur rann út 28. febrúar. 3. mars 2022 10:11
Svarar umboðsmanni um setningu ráðuneytisstjóra Setning Ásdísar Höllu Bragadóttur í embætti ráðuneytisstjóra í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu var heimil samkvæmt lögum, eftir því sem fram kemur í tilkynningu á vef ráðuneytisins. 3. febrúar 2022 21:34
Umbi vill svör um skipan tveggja ráðuneytisstjóra Umboðsmaður Alþingis hefur sent erindi á tvö ráðuneyti þar sem hann vill fá skýringar á skipan og setningu tveggja ráðuneytisstjóra í síðasta mánuði. 1. febrúar 2022 16:45
Gegnir embætti ráðuneytisstjóra næstu þrjá mánuðina Ásdís Halla Bragadóttir hefur verið skipuð ráðuneytisstjóri háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðuneytisins, tímabundið til þriggja mánaða á meðan auglýst er efir ráðuneytisstjóra fyrir hið nýja ráðuneyti. 31. janúar 2022 18:02